Síðan er uppfærð með fréttum af hvolpasýningu HRFÍ í janúar og alþjóðlegri sýningu félagsins í febrúar síðastliðnum. Sjá Sýningar - Sýningarfréttir. Einnig eru komnar inn myndir á Myndasíðuna okkar, undir Febrúarsýning 2014. Einnig er komin á síðuna ársskýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2013-2014 sem er bæði fróðleg og gagnleg fyrir tíbbaeigendur að kynna sér. Sjá Deildin - Ársskýrslur - Ársskýrsla Stjórnar 2013-2014. Fyrir hönd stjórnar, Helga Kolbeinsdóttir, vefsíðustjóri Hvolpasýning HRFÍ var haldin í frábæru veðri Víðidal 23. júní s.l. fyrir allar tegundir innan HRFÍ. Þrír tíbet spaniel hvolpar tóku þátt, einn í flokki 4-6 mánaða og 2 í flokki 6-9 mánaða og stóðu sig vel og fengu öll heiðursverðlaun. Sóla og Bruce komust bæði í undanúrslit en ekki í sæti um besta hvolp sýningar. Dómari fyrir okkar tegund var Þórdís Björg Björgvinsdóttir. 4-6 mánaða BOB var valin Perlu-Lindar Sóla. Eigandi og ræktandi hennar er Berglind Björk Jónsdóttir. 6-9 mánaða BOB var valinn Bruce. Eigandi og ræktandi hans er Guðrún Helga Harðardóttir. BR 2. var valinn Ares ,,Eros". Eigendur hans eru Stefán Þórarinsson og Jóhanna Þórarinsdóttir. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir. Reykjavík Winner Show - 13 var haldin 25.-26. maí s.l. Alls tóku 18 Tíbet spaniel þátt, þar af 4 hvolpar sem allir fengu heiðursverðlaun. Dómari fyrir okkar tegund var Lena Stålhandske frá Svíþóð. Þessi sýning gaf BOB og BOS hundunum titilinn RW-13 fyrir framan nafnið sitt. Svona winner sýningar eru vel þekktar í nágrannalöndum okkar. Úrslit urðu eftirfarandi: BOB. og RW-13. var valin Tíbráar Tinda Pink Lotus ,,Lotus" Hún fékk sitt 5 meistarastig (of ung fyrir meistartign) Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 2. var valin Tíbráar Tinda Tourmaline ,,Lotta". Eigendur Auður Valgeirsdóttir og Kristín Elfa Guðnadóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 3. var valin Frostrósar Hrafna. Eigandi hennar er Kristín Anna Toft. Ræktendur Jo Ann Önnudóttir / Brynjar Gunnarsson. BOS og RW-13 var valinn CIB ISCH Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner ,,Rúbín". Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 2. var valinn Perlu-Lindar Bjartur. Hann fékk sitt 1. meistarastig. Eigandi hans er Steinunn Þórisdóttir. Ræktandi Berglind Björk Jónsdóttir. BR 3. var valinn Tíbráar Tinda Tiger´s Eye ,,Tiger". Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BR 4. var valinn ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian ,,Buddha". Eigendur hans eru Auður Valgreirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 5. var valinn Toyway Tim-Bu ,,Timbú". Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Jouko Leiviskä. Hvolpar 6-9 mánaða BOB með HP var valinn Bruce. Eigandi og ræktandi hans er Guðrún Helga Harðardóttir. BR 2. með HP var valinn Ares ,,Eros". Eigendur hans eru Stefán Þórarinsson og Jóhanna Þórarinsdóttir. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir. BR 3. með HP var valinn Hercules. Eigandi hans er María Guðbjörg Guðfinnsdóttir. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir. BOS með HP var valin Demi. Eigandi hennar er Margrét Kjartansdóttir. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir. BOB ræktundarhópur var valinn Tíbráar Tinda ræktun. Hópurinn fékk heiðrusverðlaun og endað sem BIS 3. ræktunarhópur dagsins. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Farandbikara fyrir BOB og BOS gaf Perlu-Lindar ræktun. Gjafabikara fyrir fulloðna gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir) Gjafabikara og verðlaunapeninga fyrir alla hvolpana gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir) Þökkum þeim kærlega fyrir gjafmildina. Her eru myndir fra syningunni
Við viljum hvetja þá sem hafa áhuga að mæta á sýningarþjálfanir hjá unglingadeildinni. Þetta er bæði góður undirbúningur undir sýningu og fín umhverfisþjálfun fyrir hundana. Skoðið myndina stærri til að sjá tímasetningar. Skiptið í sýningarþjálfun kostar 500kr og rennur það óskipt til Unglingadeildar.Minnum á að mikilvægt er að mæta með sýningartaum, nammi/dót fyrir hundinn, skítapoka og góða skapið! Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 23. - 24. febrúar 2013. Stjórn deildarinnar hvetur meðlimi hennar eindregið að skrá tíbbana sína. Skráningafresti lýkur föstudaginn 25. janúar 2013. - Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Sjá nánar á heimasíðu Hundaræktarfélags Íslands. Ég vil svo minna á að fréttir og myndir af nóvembersýningunni má finna undir Sýningar - Sýningarfréttir hér á síðunni. Með kveðju, Stjórn Tíbet Spanieldeildar HRFÍ Ræktunarstjórn Tíbet spaniel deildar HRFÍ vill minna deildarmenn á að augnskoðun á vegum HRFÍ verður haldin í Reykjavík og á Akureyri, 15.- 16. mars 2013. Mikilvægt er að augnskoða sem flesta Tíbet spaniel hunda til að sjá hvernig stofninn stendur hjá okkur á Íslandi. Eins og flestir vita er ekki hægt að ættbókarfæra Tíbet spaniel got ef foreldrar eru ekki augnskoðuð og vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun. Endilega skoðið linkinn hérna til að sjá nánar!!
|
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|