Ræktunarmarkmið

FCI ræktunarmarkmið nr.231/11.05.1998 G.B
Uppruni: Tíbet
Stuðningsland: England
Upphaflegur útgáfudagur ræktunarmiðs: 24 nóvember árið 1987
Hlutverk: Félagsskapur
FCI flokkun: Tegundahópur 9; Flokkur 5
Heildarsvipur: Tíbet spaniel er lítill, vökull og tápmikill hundur. Gott samræmi er í heildarsvip. Lengd bols er nokkuð meiri en hæð að herðarkambi.
Lunderni: Mjög skynsamur, athugull og yfirvegaður. Glaðlyndur og einlægur en sjálfstæður stoltur (montinn) og öruggur með sig. Frekar fáskiptinn gagnvart ókunnugum.
Höfuð: Höfuð er hlutfallslega lítið miðað við bolinn. Höfuðburður er stoltur og reistur. Hundar eru með sterklegt höfuð en þó ekki gróft.
Höfuhúpa: Höfuðkúpa er aðeins hvelfd, milli lengdar og breiddar er hæfilegt samræmi.
Ennisbrún: Ennisbrún er greinileg, en ekki mjög brött.
Nef: Nefbroddur á helst að vera svartur.
Trýni: Trýni er í meðallagi langt, þybbið, snubbótt og án fellinga. Hakan er breið og nokkuð,, djúp.?
Kjálkar, bit og tennur: Vægt undirbit og fulltennt. Jafntennt bit er æskilegt. Neðri kjálki er breiður og gott rými er milli er milli augntanna. Sé munnur lokaður má hvorki sjást í tennur né tungu.
Augu: Augu eru dökkbrún, skýr og tjáningarfull, í meðallagi stór og möndlulaga, hvarmar eru svartir. Gott bil er á milli augna, þó ekki meira svo en sjónlína sé bein.
Eyru: Eyru eru lafandi, í meðallagi stór og nokkuð hátt sett. Á fullorðnum hundum eru eyru vel hærð. Æskilegt er að þau lyftist lítillega við höfuðkúpuna. Stór, þungog lágt sett eyru eru ekki dæmigerð.
Háls: Háls er vel settur, frekar stuttur og sterklegur. Mikill og síðhærður makki, oft nefnt sjal, er dæmigert og meira áberandi hjá hundum en tíkum.
Bolur: Bolur er nokkuð lengri frá herðarkambi að rófusæti en nemur hæð að herðarkambi.
Bak: Bak er beint.
Brjóstkassi: Rifbein eru vel hvelfd.
Skott: Skott er hátt sett og mjög loðið, á hreyfingu er það borið í hring eða boga yfir bakið. Ekki telst óeðlilegt þótt skottið lafi sé hundurinn í kyrrstöðu.
Útlimir: frampartur og heildarsvipur: Beinabygging er hæfilega kröftug. Herðarblöð halla vel aftur. Olnbogar liggja vel að bolnum. Fótleggir eru lítið eitt bogadreignir. Loppur eru nettar og aðeins ílangar að lögun. Löng hár eru á milli tánna og oft mun lengri en sjálf loppan. Rúnaðar loppur (kattarloppur) eru ekki æskilegar.
Afturpartur: Afturfætur eru vel byggðir og sterklegir, liðbeygjur í meðallagi rúmar. Hæklar eru beinir séð aftan frá, hækilliðir eru frekar lágt settir. Loppur sjá framfætur.
Hreyfingar: Hreyfingar eru frjálsar, vasklegar og fimar.
Feldur: Feldur er myndaður af yfirhárum og þeli. Yfirhár eru af meðallengd, silkimjúk og nokkuð slétt. Þelið er þétt og mjúkt. Hárafar á trýni, kolli og framan á fótleggjum er slétt og snöggt, en mun lengra á eyrum og aftan á framfótum (fanir). Á skotti og aftan á lærum er feldur loðinn og síður. Hundar eru að jafnaði feldmeiri en tíkur.
Litir: Allir litir og litbrigði eru viðurkennd.
Stærð: Hæð á herðarkamb er um það bil 25cm.
Þyngd: Æskileg þyngd er 4-7 kg.
Gallar: Öll frávik frá ofangreindri lýsingu teljast gallar og eiga að dæmast í réttu hlutfalli við frávikið.
Eistu: Bæði eistu eiga að vera af eðlilegri stærð og rétt staðsett í pungnum