Fundargerð Ársfundar Tíbet Spaniel deildarinnar 2016
Ársfundur Tibet Spanieldeildar HRFÍ.
Skrifstofa HRFÍ.
31. mars 2016
Kl. 20.
Mættir úr stjórn:
Auður Valgeirsdóttir form. Kristjana Ólafsdóttir gjaldk. Kolbrun Jónsdóttir ritari. Guðrún Helga Harðard meðst. og
Ingibjörg Ásta Blomsterberg, meðstj.
Aðrir: Steinunn Þórisdóttir, Sigurgeir Þráinn Jónsson, Stefán Þórarinsson, Kristin Anna Toft, Bjarnheiður Erlendsdóttir
og Sigvaldi P. Gunnarsson.
Auður Valgeirsdóttir setti fundinn og bauð alla velkomna, stungið var upp á Kristjönu Ólafsdóttir sem fundarstjóra og Kolbrúnu Jónsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.
Dagskrá
Kolbrún Jónsdóttir ritari las fundargerð síðasta ársfundar,
Auður Valgeirsdóttir formaður las ársskyrslu deildarinnar fyrir starfsárið 2015-2016.
Kristjana Ólafsdóttir gjaldkeri, las upp reikninga fyrir starfsárið 2015-2016.
Fundarstjóri Kristjana bar upp fundargerð síðasta ársfundar, ársskyrslu formanns og reikninga deildarinnar sem voru einróma samþykkt.
Stjórnarkjör
Stjónin á eftir 1 ár af sinni stjórnarsetu, nema Ingibjörg Ásta Blomserberg sem búin var með timann sinn, hún gaf kost á sér til stjórnarsetu til tveggja ára. Steinunn Þórisdóttir sem hefur setið stjórnarfundi gaf áfram kost á sér sem stuðningur við stjórn. Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta fundi stjórnar.
Heimasíða
Heimasíðan okkar hefur legið niðri um tíma og var áhugi fyrir að virkja hana að nýju.
Önnur mál
Auður formaður sagði frá hugmynd frá Soffíu formanni Shih tzu deildar, að við tækjum okkur saman sem erum með Tíbetanskar tegundir og héldum sérsýningu samhliða september sýningunni, en þá kemur dómari sem er sérfræðingur á þessum tegundum.
Von er á rakka frá Noregi í april eigendur Auður og Sigurgeir ásamt Helgu Kolbeins. Einnig er von á Esme og Nóa hennar Helgu Kolbeins núna í april frá Noregi. Auður og Sigurgeir eiga von á hvolpi tík frá Noregi í juni.
Rætt var um sýningar erlendis.
Rætt var um að hafa göngur áfram eins og verið hefur síðast ár að boða með stuttum fyrirvara, en göngur hafa verið vel sóttar.
Bæklingur vegna t.d. kynningar í Garðheimum, talað var um að allir kæmu með mynd í flottri upplausn af hundinum sínum og fallegustu myndirnar færu í bæklinginn, og að fá einhvern til að sponsera bæklinginn.
Rætt um að hafa skemmtikvöld í haust með happdræti eða bingó til fjáöflunnar fyrir deildina.
Kaffiveitingar voru í boði stjórnar.
Fundi slitið um kl. 22.00
Kolbrun Jónsdóttir
Ritari.
Skrifstofa HRFÍ.
31. mars 2016
Kl. 20.
Mættir úr stjórn:
Auður Valgeirsdóttir form. Kristjana Ólafsdóttir gjaldk. Kolbrun Jónsdóttir ritari. Guðrún Helga Harðard meðst. og
Ingibjörg Ásta Blomsterberg, meðstj.
Aðrir: Steinunn Þórisdóttir, Sigurgeir Þráinn Jónsson, Stefán Þórarinsson, Kristin Anna Toft, Bjarnheiður Erlendsdóttir
og Sigvaldi P. Gunnarsson.
Auður Valgeirsdóttir setti fundinn og bauð alla velkomna, stungið var upp á Kristjönu Ólafsdóttir sem fundarstjóra og Kolbrúnu Jónsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.
Dagskrá
Kolbrún Jónsdóttir ritari las fundargerð síðasta ársfundar,
Auður Valgeirsdóttir formaður las ársskyrslu deildarinnar fyrir starfsárið 2015-2016.
Kristjana Ólafsdóttir gjaldkeri, las upp reikninga fyrir starfsárið 2015-2016.
Fundarstjóri Kristjana bar upp fundargerð síðasta ársfundar, ársskyrslu formanns og reikninga deildarinnar sem voru einróma samþykkt.
Stjórnarkjör
Stjónin á eftir 1 ár af sinni stjórnarsetu, nema Ingibjörg Ásta Blomserberg sem búin var með timann sinn, hún gaf kost á sér til stjórnarsetu til tveggja ára. Steinunn Þórisdóttir sem hefur setið stjórnarfundi gaf áfram kost á sér sem stuðningur við stjórn. Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta fundi stjórnar.
Heimasíða
Heimasíðan okkar hefur legið niðri um tíma og var áhugi fyrir að virkja hana að nýju.
Önnur mál
Auður formaður sagði frá hugmynd frá Soffíu formanni Shih tzu deildar, að við tækjum okkur saman sem erum með Tíbetanskar tegundir og héldum sérsýningu samhliða september sýningunni, en þá kemur dómari sem er sérfræðingur á þessum tegundum.
Von er á rakka frá Noregi í april eigendur Auður og Sigurgeir ásamt Helgu Kolbeins. Einnig er von á Esme og Nóa hennar Helgu Kolbeins núna í april frá Noregi. Auður og Sigurgeir eiga von á hvolpi tík frá Noregi í juni.
Rætt var um sýningar erlendis.
Rætt var um að hafa göngur áfram eins og verið hefur síðast ár að boða með stuttum fyrirvara, en göngur hafa verið vel sóttar.
Bæklingur vegna t.d. kynningar í Garðheimum, talað var um að allir kæmu með mynd í flottri upplausn af hundinum sínum og fallegustu myndirnar færu í bæklinginn, og að fá einhvern til að sponsera bæklinginn.
Rætt um að hafa skemmtikvöld í haust með happdræti eða bingó til fjáöflunnar fyrir deildina.
Kaffiveitingar voru í boði stjórnar.
Fundi slitið um kl. 22.00
Kolbrun Jónsdóttir
Ritari.