Fundargerð Tibet Spanieldeildar HRFÍ
Fundað heima hjá Guðrúnu Helgu.
Þriðjudaginn 2. febr. kl. 18.30.- 5. fundur frá ársfundi.
Mættar voru Auður Valgeirsdóttir formaður, Kristjana Ólafsdóttir gjaldkeri, Kolbrún Jónsdóttir ritari,
Guðrún Helga Harðardóttir meðstjórnandi, Ingibjörg Blomsterberg meðstjórnandi.
Og Steinunn Þórisdóttir sem stuðningur v. stjórn í hinum ýmsu málum.
Auður Valgeirsdóttir setti fundinn og fór yfir síðustu fundargerð.
1. Augnskoðun fór fram í Sólheimakoti þann 19.09 2015 og voru 2 rakkar augnskoðaðir og voru báðir fríir.
Augnskoðun fór fram í Sólheimakoti þann 27.11 og voru 2 tíkur og 1 rakki augnskoðaður og voru öll frí.
2. Ættbækur: Tíbráar Tinda/ræktunar hafa verið gefnar út fyrir 2 tíkur og 2 rakka, en þau eru fædd 24. sept. 2015.
Ræktandi er Auður Valgeirsdóttir. Rakkarnir báðir eru komnir með ný heimili og óskum við ræktanda og eigendum
þeirra til hamingju með hvolpana sína.
3. Farið var yfir dóma frá sept. sýningunni. 2015.
4. Pörun: Til stendur að para í mars 2016 þau Falkarios Just A Jewel For Jou, IS19154/14, 19.08.2013 og
Frostrósar Greifa, IS16794/12, 28.11.2011.
5. Göngur: Plan um göngur er opið þegar veður leyfir, og hefur vel tekist að boða göngur með stuttum fyrirvara og
er vel mætt í göngurnar bæði af mönnum og hundum.
Önnur Mál.
Garðheima/kynningin á smáhundum verður helgina 13. febr og 14. febr. 2016.
Ársfundur Tibet Spanieldeildarinnar verður í húsakynnum HRFÍ þann 31. mars 2016.
Fundi slitið kl 21.
Kolbrun Jónsdóttir
Ritari