Stjórnarfundur Tíbet Spanieldeildar
Þriðjudagur 20. nóvember 2012
kl. 18:30
Kaffi Mílano
Mættir:
Auður Valgeirsdóttir, Helga Kolbeinsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Kristjana Ólafsdóttir. Guðrún Helga Harðardóttir boðar forföll.
Ákveðið var að fresta árshátíð/uppskeruhátíð í nóvember fram í janúar 2013 vegna dræmrar þátttöku. Þá var rætt að hafa hátíðina um miðjan dag og börn velkomin svo auðveldar væri fyrir fjölskyldufólk að mæta. Rætt var um að hafa Bingó til styrktar deildinni og bjóða uppá veitingar fyrir gesti og heiðra stigahæsta hundinn í leiðinni. Notast yrði við húsnæði Hundaræktarfélags Íslands í Síðumúla.
Þá var ákveðið að hafa nuddkynningu fyrir deildarmenn í boði Hundar&Kettir.is á næstunni.
Enginn stjórnarmeðlima sá sér fært að mæta á fulltrúaráðsfundinn í lok október.
Ákveðið að hafa hvolpapartý í janúar á Gæludýr.is. Þá yrðu allir tvífætlingar velkomnir, en af ferfætlingunum væri einungis hvolpunum boðið. Rætt um að hafa þetta áður en Bingóið yrði svo fólk hefði færi á að kynnast.
Ákveðið að göngur verði í hléi fram í janúar og þá yrðu líka taumgöngur.
Nú hafa nýlega verið got hjá Tíbráar Tinda og Perlu Lindar ræktun og eitt er á leiðinni, áætlað í lok nóvember.
Fyrsti tíbet spaniel hvolpurinn frá Íslandi flutti til Noregs í október og von er á innfluttri tík frá Noregi í janúar á næsta ári.
Einn tíbbi fór í augnskoðun í sumar og engar athugasemdir voru gerðar.
Á júnísýningu gaf Perlu-Lindar ræktun farandbikara fyrir BOB og BOS.
Á ágústsýningu voru gefnir farandarbikarar fyrir BOB og BOS af Tölvutraust ehf. (Guðrún Helga og Stefán).
Á síðustu sýningu voru einnig gefnir farandbikarar fyrir BOB og BOS af eigendum Buddha, Rannveig Viggósdóttir og Gunnari í minningu Eyrúnar dóttur þeirra.
Þá má geta þess að JRJ hefur gefið eignarbikara fyrir BOB og BOS á allar sýningar ársins.
Ákveðið að ritari sjái um að senda út póst á póstlista deildarmanna. Pósturinn verður þá sendur út frá sameiginlegu póstfangi deildarinnar og ákveðið að allir stjórnarmenn fái aðgang að því.
kl. 18:30
Kaffi Mílano
Mættir:
Auður Valgeirsdóttir, Helga Kolbeinsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Kristjana Ólafsdóttir. Guðrún Helga Harðardóttir boðar forföll.
Ákveðið var að fresta árshátíð/uppskeruhátíð í nóvember fram í janúar 2013 vegna dræmrar þátttöku. Þá var rætt að hafa hátíðina um miðjan dag og börn velkomin svo auðveldar væri fyrir fjölskyldufólk að mæta. Rætt var um að hafa Bingó til styrktar deildinni og bjóða uppá veitingar fyrir gesti og heiðra stigahæsta hundinn í leiðinni. Notast yrði við húsnæði Hundaræktarfélags Íslands í Síðumúla.
Þá var ákveðið að hafa nuddkynningu fyrir deildarmenn í boði Hundar&Kettir.is á næstunni.
Enginn stjórnarmeðlima sá sér fært að mæta á fulltrúaráðsfundinn í lok október.
Ákveðið að hafa hvolpapartý í janúar á Gæludýr.is. Þá yrðu allir tvífætlingar velkomnir, en af ferfætlingunum væri einungis hvolpunum boðið. Rætt um að hafa þetta áður en Bingóið yrði svo fólk hefði færi á að kynnast.
Ákveðið að göngur verði í hléi fram í janúar og þá yrðu líka taumgöngur.
Nú hafa nýlega verið got hjá Tíbráar Tinda og Perlu Lindar ræktun og eitt er á leiðinni, áætlað í lok nóvember.
Fyrsti tíbet spaniel hvolpurinn frá Íslandi flutti til Noregs í október og von er á innfluttri tík frá Noregi í janúar á næsta ári.
Einn tíbbi fór í augnskoðun í sumar og engar athugasemdir voru gerðar.
Á júnísýningu gaf Perlu-Lindar ræktun farandbikara fyrir BOB og BOS.
Á ágústsýningu voru gefnir farandarbikarar fyrir BOB og BOS af Tölvutraust ehf. (Guðrún Helga og Stefán).
Á síðustu sýningu voru einnig gefnir farandbikarar fyrir BOB og BOS af eigendum Buddha, Rannveig Viggósdóttir og Gunnari í minningu Eyrúnar dóttur þeirra.
Þá má geta þess að JRJ hefur gefið eignarbikara fyrir BOB og BOS á allar sýningar ársins.
Ákveðið að ritari sjái um að senda út póst á póstlista deildarmanna. Pósturinn verður þá sendur út frá sameiginlegu póstfangi deildarinnar og ákveðið að allir stjórnarmenn fái aðgang að því.