Deildarfréttir 2012
Sýningar
Alþjóðleg sýning var haldin 25.-26. ágúst s.l. Dómari fyrir okkar tegund var Theo Leenen frá Belgíu. Á sýninguna voru 14 tíbet spaniel hundar skráðir til leiks, þar af 5 hvolpar í flokki 6-9 mánaða sem stóðu sig öll vel.
BOB var valinn ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ Hann fékk sitt 3. CACIB. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Rúbín gerði sér svo lítið fyrir og lenti í 3. sæti í tegundahópi 9.
BR 2 var valinn Tíbráar Tinda Red Snap Dragon ,,Dragon". Hann fékk sitt 2. meistarastig. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BR 3 var valinn Perlu-Lindar Mikki Snær. Eigandi og ræktandi hans er Berglind Björk Jónsdóttir.
BR 4 var valinn ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“. Eigendur hans eru Auður Valgeirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BOS og BT1 var valin Tíbráar Tinda Pink Lotus ,,Lotus" Hún fékk sitt 2. meistarastig, en var of ung fyrir CACIB. Eigandi og ræktandi hennar er Auður Valgeirsdóttir.
BT 2 var valin Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory ,,Glory"´. Hún fékk sitt 2. CACIB. Eigandi og ræktandi er Auður Valgeirsdóttir.
BOB hvolpur með heiðursverðlaun var valin Perlu-Lindar Salka Sól. Eigandi og ræktandi hennar er Berglind Björk Jónsdóttir.
BOS hvolpur með heiðursverðlaun var valinn Perlu-Lindar Bjartur. Eigandi Steinunn Þórisdóttir. Ræktandi Berglind Björk Jónsdóttir.
BOB ræktunarhópur varð Tíbráar Tinda-ræktun og fékk heiðursverðlaun. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Hópurinn lenti svo í 2. sæti um besta ræktunarhóp dagsins.
JRJ ehf. gaf glæsilega gjafabikara, bæði fyrir hvolpana og þá fullorðnu.
Farandbikara fyrir BOB og BOS gaf Tölvutraust ehf. (Guðrún Helga og Stefán)
Strjórn deildarinnar þakkar þessum aðilum hjartanlega fyrir gjafmildina.
Alþjóðleg sýning var haldin 17.-18. nóvember. Dómari fyrir okkar tegund var Ole J. Staunskjær frá Danmörku. Á sýninguna voru 12 tíbet spaniel hundar skráðir til leiks.
BOB og BT1 var valin Tíbráar Tinda Pink Lotus ,,Lotus" Hún fékk sitt 3. meistarastig, en var of ung fyrir CACIB. Eigandi og ræktandi hennar er Auður Valgeirsdóttir.
BT 2 var valin Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory ,,Glory"´. Hún fékk sitt 3. CACIB. Eigandi og ræktandi er Auður Valgeirsdóttir.
BOS var valinn ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ Hann fékk sitt 4. CACIB. og getur því sótt um alþjóðlegan titil (CIB) Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BR 2 var valinn Tíbráar Tinda Red Snap Dragon ,,Dragon". Hann fékk sitt 3. meistarastig. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BR 3 var valinn ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“. Eigendur hans eru Auður Valgeirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BR 4. var valinn Toyway Tim-Bu „Tim-Bú" Eigandi Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Jouko Leiviskä.
BOB ræktunarhópur varð Tíbráar Tinda-ræktun og fékk heiðursverðlaun. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Hópurinn endaði svo í 1. sæti sem besti ræktunarhóp dagsins.
Farandbikara fyrir BOB og BOS í minningu G. Eyrúnar Gunnarsdóttur F. 11.01.1985 - D. 23.12. 2011 gaf Buddha (ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian) sem er í eigu fjölskyldu Eyrúnar.
JRJ ehf. gaf glæsilega gjafabikara fyrir BOB og BOS.
Strjórn deildarinnar þakkar þessum aðilum hjartanlega fyrir gjafmildina.
Stjórn deildarinnar óskar eigendum og ræktendum til hamingju með góðan árangur á þessum sýningum
Fjölgun
Enn fjölgar í Tíbet spaniel hópnum okkar.
Von er á hvolpum í endaðan nóvermber undan ISCh Mónu og ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín" Ræktandi er Guðrún Helga Harðardóttir.
Von er á tíkarhvolpi frá Falkiaro ræktun Noregi í janúar 2013. Eigandi hennar er Ingibjörg Blomsterberg.
Útfluttningur
Fyrsti tibet spaniel hvolpurinn á Íslandi var fluttur út til Noregs í byrjun nóvember s.l. Það er tíkin Tíbráar Tinda Turquoise sem ræktuð er af Auði Valgeirsdóttur. Hún verður sýnd í Noregi og víða og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.
Eigandi hennar Bente Lund, er ræktandi og er með ræktunarnafnið Chamiilon.
Við viljum minna tíbet spaniel-eigendur á að láta augnskoða hundana sína reglulega til að hægt sé að fylgjast með stofninum. Þeir sem ætla að rækta undan tíkunum sínum og eigendur undaneldishunda verða að vera með gild augnvottorð þegar parað er og má vottorðið ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun (sjá reglur um undaneldi á heimasíðu HRFÍ). Einnig er nauðsynlegt að undaneldisdýr séu með ræktunardóm á sýningum áður en þau eru notuð til ræktunar. Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum ræktunarstjórnar um val á undaneldishundum skal senda skriflega beiðni til stjórnar að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir áætlað lóðarí tíkar.
Ný heimasíða deildarinnar fór í loftið í vor og undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur og var öllum deildarmeðlimum sendur póstur um opnun síðunnar. Slóðin er tibetspaniel.weebly.com Deildin heldur líka úti Facebook-síðu með fréttum og tilkynningum undir nafninu „Tibetanspaniel á Íslandi innan HRFÍ.- Tibetan spaniel in Iceland“. Tölvupóstur er sendur til allra sem eru á póstlistanum okkar um þær uppákomur og tilkynningar sem deildin stendur fyrir. Endilega látið okkur vita ef þið fáið ekki tölvupóst frá okkur og einnig ef breytingar verða á netfangi.
Endilega fylgist með síðunum okkar.
Ræktunarstjórn deildarinnar skipa.
Auður Valgeirsdóttir formaður [email protected] sími 557-5622 eftir kl.13.00
Guðrún Helga Harðardóttir
Helga Kolbeinsdóttir ritari og göngu-og heimasíðustjóri
Kolbrún Jónsdóttir
Kristjana Ólafsdóttir gjaldkeri
Með bestu kveðju og óskum um gleðilega jólahátíð til ykkar allra.
F.h. stjórnar Tíbet spanieldeildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir