Ársskýrsla Tíbet Spanieldeildar HRFÍ fyrir starfsárið 2020-2021
Ársskýrsla Tíbet spaniel deildar HRFÍ 2021-2022
Aðalmarkmið ræktunarstjórnar er að standa vörð um ræktunarmarkmið og heilbrigði tegundarinnar og vera ráðgefandi aðili fyrir ræktendur sé þess óskað. Heilmikil fjölgun hefur orðið í okkar tegund undanfarin ár og var sett met í fjölda gota í tegundinni á þessu starfsári sem er ánægjuleg þróun.
Ræktunarstjórn hélt engan formelegan stjónarfund á árinu vegna heimsfaraldurs Covid19 en notaði stjórnarspjallið á Facebook þar sem rædd voru og ákveðin hin ýmsu mál.
Augnskoðun
Augnskoðun var loksins hægt að halda í október, nóvember og desember 2021 sem dróst svona vegna Covid19. Í þessar augnskoðanir mættu 30 tíbbar. 16 fengu athugasemd þ.a.m. 7 greindust með Distichariasis sem er arfgent en mælt með að para með fríum, 1 greindist með RD (Retinal Dysplasi) sem er arfgent og mælt með að para með fríum,1 greindist með Entropium, mælt með að para með fríum. 2 greindust með Katarakt (ekki arfgengt) Sem betur fer hefur PRA eða PRA3 ekki greinst í neinum Tíbet spaniel á Íslandi hingað til en mjög mikilvægt er að skoða sem flesta hunda til að sjá hvernig stofninn stendur svo að hægt sé að grípa til ráðstafana komi þessir sjúkdómar upp. Þess vegna verðum við öll að vera á varðbergi og láta augnskoða hundana okkar. Eins er nauðsynlegt að fylgjast með ef aðrir sjúkdómar koma upp. Eins og flestir vita verða undaneldisdýr að vera með gild augnvottorð ef rækta á undan þeim. Augnvottorðið má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun - annars er ekki hægt að ættbókarfæra gotið.
DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3
Frá 8. júlí 2013 var DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3 tilbúið eftir margra ára rannsóknir hjá AHT í Bretlandi. Allir undaneldishundar sem notaðir hafa verið á Íslandi undanfarin ár hafa verið prófaðir við PRA-3 eða eru undan PRA-3 fríum foreldrum eða forfeðrum.
Allir reyndust þeir fríir og þar af leiðandi þurfa afkvæmi þeirra ekki að fara í próf, það er ef báðir foreldrar þeirra eru fríir af sjúkdómnum. Niðurstöður og tenglar á vottorð þeirra eru flest komin á heimasíðu deildarinnar.
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum viðurkenndum af HRFÍ oftar en einu sinni með lágmarkseinkunnina „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun.
Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum um val á undaneldishundum frá ræktunarstjórn þarf skrifleg beiðni þess efnis að berast með um tveggja mánaða fyrirvara til að öruggt sé að hún verði tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun. Lágmarksaldur Tíbet spaniel tíka við fyrstu pörun er 20 mánaða.
Vegna Covid 19 gaf stjórn HRFÍ undanþágu frá augnskoðunum þannig að ræktendur gátu ræktað án gilds augnvottorðs með fyrirvara um að undaneldisdýrin mæti í fyrstu augnskoðun þegar boðið var upp á hana. Sú undanþága er ekki í gildi lengur.
Á starfsárinu hafa fjörgur got litið dagsins ljós og komist á legg; alls 18 hvolpar; 11 rakkar og 7 tíkur.
Inn-og útflutningur
Enginn Tíbet spaniel var fluttir til landsins á starfsárinu.
Sýningar
Fjórar sýningar (meistarastigs- eða alþjóðlegar og norðurlanda) sýningar voru haldnar á starfsárinu. Þrjár 2021 og ein búin núna 2022. Mjög góð skráning var í tegundinni okkar.
Fyrstu sýningunar ársins 2021 voru haldnar 21.- 22. ágúst (Ágústsýning). Sýningarnar voru 2 sú fyrri var Reykjavíkur Winner og NKU sýning og voru 31 tíbbi skráður þar af 5 hvolpar. Dómari var Tino Pehar frá Króatíu. BOB með RW-21 titil og ísl meistarastig og NKU stig var RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. BOS með RW-21 titil ísl meistarastig og NKU stig var RW-21 Tíbráar Tinda Dalai Lama. Nánari úrslit sýningarinnar má sjá á hundavefur.is
Seinni sýningin var Alþjóðleg sýning. Skráðir voru sami fjöldi og á fyrri sýningunni. Dómari var Sóley Ragna Ragnarsdóttir frá Íslandi. BOB með CACIB í ísl. Meistarastig var Brill Padme Ralfh Lauren. BOS með ísl. Meistarastig of ung fyrir CACIB var RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. Nánari úrslit sýningarinnar má sjá á hundavefur.is
Winter Wonderland sýning var haldin 27. Nóvember 2021. Sýningin var NKU sýning. Skráðir voru 36 tíbbar þar af 5 hvolpar. Dómari var Maarit Hassinen frá Finnlandi. BOB með NKU sitig var C.I.B. ISCh NLM, RW-16,ISVETCH Tíbráar Tinda Blue Poppy. BOS með ísl. Meistarastig og NKU stig var RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. Nánari úrslit má sjá á hundavef.is
Norðurljósa sýning var fyrsta sýning ársins 2022 var haldin 5.-6. Mars. Sýningin var alþjóðleg sýning. Skráðir voru 37 tíbbar þar af 8 hvolpar. Dómari var Nina Karlsdottir frá Svíþjóð. BOB með CACIB og norðuljósastig var C.I.B. DKCh ISCh Demetríu Bruce. BOS með ísl.meistarastig og CACIB var ISJCh Tíbráar Tinda Sakya. Nánari úrslit sýningarinnar má sjá á hundavefur.is
Innilegar hamingjuóskir til eigenda hvolpanna og ræktenda þeirra.
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2021
Enginn tíbet spaniel náði sæti inn á stigahæsta lista HRFÍ 2021 þar sem enginn náði að lenda í sæti í grúbbu 9 á árinu. Öldungar voru ekki heiðraðir þetta árið þar sem það var aðeins ein sýning sem keppt var um BIS öldung. Tíbráar Tinda ræktun var heiðruð á fyrstu sýningu ársins 2022. Ræktunin var í 2. sæti yfir stigahæsta ræktanda ársins 2021. Ræktendur eru Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Bikarar
Núna erum við komin með farandbikara á allar fastar sýningar ársins fyrir BOB og BOS í fullorðnum.
Nýir meistarar
Einn íslenskur ungliðameistar (ISJCh) fékk staðfestingu á árinu:
ISJCh RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. Eigendur Helga Kolbeinsdóttir og Auður Valgeirsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Tveir öldungar (ISVETCh) fengu staðfestinu á öldungartitil á árinu. Það eru gotsyskinin C.I.B. ISCh. NLM, RW-16, ISVETCh Tíbráar Tinda Blue Poppy. Eigandi Helga Kolbeinsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. C.I.B. ISCh. ISVETCh. NLM, RW-13,14,15,16. Tíbráar Tinda Pink Lotus. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Félagsstarf
Ekkert félagsstarf var á starfsárinu vegna Covid 19.
Við stefnum á að efla félagsstarfið á næsta starfsári og gera eitthvað skemmtilegt saman.
Kynningar og heimasíðan
Engin kynning var á starfsárinu.
Við höfum haldið úti Facebook-síðu fyrir okkar tegund undir heitinu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ“. Þar höfum við sett inn allar fréttir og uppákomur sem tilheyra okkar tegund. Einnig er önnur Facebook-síða (svokölluð „like-síða“) sem tengd er við heimasíðuna. Sú síða heitir „Tíbet spanieldeild HRFÍ“.
Heimasíðan okkar hefur verið undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur heimasíðustjóra og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um það helsta á starfsárinu.
Meginverkefni ræktunarstjónar er að standa vörð um andlegt og líkamlegt heilbrigði og ræktunarmarkmið Tíbet spaniel hunda. Við verðum öll að hafa metnað fyrir þessari frábæru tegund okkar með góðri kynningu á henni og metnaði í ræktun, öðruvísi tekst okkur ekki að ná markmiðum okkar. Einnig er gaman að efla félagsandann í deildinni með skemmtilegum viðburðum en þá verða líka allir að leggjast á eitt svo það takist því deildin er jú auðvitað bara fólkið sem í henni er. Vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt á árinu þar sem Covid 19 er vonandi að baki. Kolbrún Jónsdóttir gaf ekki kost á sér í stjórn í fyrra. Hún hefur verið í stjórn deildarinna í mjög mörg ár og þökkum við henni hjartanlega fyrir hennar frábæru störf í stjórninni.
04. maí 2022.
F.h. ræktunarstjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir.
Ræktunarstjórn 2020-2021:
Auður Valgeirsdóttir
Guðrún Helga Harðardóttir
Ingibjörg Blomsterberg
Kolbrún Jónsdóttir
Kristjana Ólafsdóttir
Starfsnefnd:
Kolbrún Jónsdóttir sem stuðningur við stjórn í hinum ýmsu málum
Heimasíðustjóri:
Helga Kolbeinsdóttir
Aðalmarkmið ræktunarstjórnar er að standa vörð um ræktunarmarkmið og heilbrigði tegundarinnar og vera ráðgefandi aðili fyrir ræktendur sé þess óskað. Heilmikil fjölgun hefur orðið í okkar tegund undanfarin ár og var sett met í fjölda gota í tegundinni á þessu starfsári sem er ánægjuleg þróun.
Ræktunarstjórn hélt engan formelegan stjónarfund á árinu vegna heimsfaraldurs Covid19 en notaði stjórnarspjallið á Facebook þar sem rædd voru og ákveðin hin ýmsu mál.
Augnskoðun
Augnskoðun var loksins hægt að halda í október, nóvember og desember 2021 sem dróst svona vegna Covid19. Í þessar augnskoðanir mættu 30 tíbbar. 16 fengu athugasemd þ.a.m. 7 greindust með Distichariasis sem er arfgent en mælt með að para með fríum, 1 greindist með RD (Retinal Dysplasi) sem er arfgent og mælt með að para með fríum,1 greindist með Entropium, mælt með að para með fríum. 2 greindust með Katarakt (ekki arfgengt) Sem betur fer hefur PRA eða PRA3 ekki greinst í neinum Tíbet spaniel á Íslandi hingað til en mjög mikilvægt er að skoða sem flesta hunda til að sjá hvernig stofninn stendur svo að hægt sé að grípa til ráðstafana komi þessir sjúkdómar upp. Þess vegna verðum við öll að vera á varðbergi og láta augnskoða hundana okkar. Eins er nauðsynlegt að fylgjast með ef aðrir sjúkdómar koma upp. Eins og flestir vita verða undaneldisdýr að vera með gild augnvottorð ef rækta á undan þeim. Augnvottorðið má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun - annars er ekki hægt að ættbókarfæra gotið.
DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3
Frá 8. júlí 2013 var DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3 tilbúið eftir margra ára rannsóknir hjá AHT í Bretlandi. Allir undaneldishundar sem notaðir hafa verið á Íslandi undanfarin ár hafa verið prófaðir við PRA-3 eða eru undan PRA-3 fríum foreldrum eða forfeðrum.
Allir reyndust þeir fríir og þar af leiðandi þurfa afkvæmi þeirra ekki að fara í próf, það er ef báðir foreldrar þeirra eru fríir af sjúkdómnum. Niðurstöður og tenglar á vottorð þeirra eru flest komin á heimasíðu deildarinnar.
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum viðurkenndum af HRFÍ oftar en einu sinni með lágmarkseinkunnina „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun.
Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum um val á undaneldishundum frá ræktunarstjórn þarf skrifleg beiðni þess efnis að berast með um tveggja mánaða fyrirvara til að öruggt sé að hún verði tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun. Lágmarksaldur Tíbet spaniel tíka við fyrstu pörun er 20 mánaða.
Vegna Covid 19 gaf stjórn HRFÍ undanþágu frá augnskoðunum þannig að ræktendur gátu ræktað án gilds augnvottorðs með fyrirvara um að undaneldisdýrin mæti í fyrstu augnskoðun þegar boðið var upp á hana. Sú undanþága er ekki í gildi lengur.
Á starfsárinu hafa fjörgur got litið dagsins ljós og komist á legg; alls 18 hvolpar; 11 rakkar og 7 tíkur.
- Þann 22. Júli 2021 fæddust 5 hvolpar, 1 rakki og 4 tíkur. Foreldrar eru Brill Padme Ralph Lauren og RW-19 Tíbráar Tinda Nevidihya. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir/Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir, ræktun.Tíbráar Tinda ræktun.
- Þann 21. október 2021 fæddust 5 hvolpar allir rakkar. Foreldrar Brill Padme Ralph Lauren og ISJCh Sedalia´s Peace on Earth. Ræktandi Helga Kolbeinsdóttir Sedalia´s ræktun.
- Þann 31.október fæddust 6 hvolpar, 4 rakkar og 2 tíkur. Foreldrar eru Perlu-Lindar Bangsi og ISJCh Sedalia´s Tiny Dancer. Ræktandi Berglind Björk Jónsdóttir Perlu-Lindar ræktun.
- Þann 27. nóvember 2021 fæddust 2 hvolpar, 1 rakki og 1 tík. Foreldrar eru Multi Ch Piece Of Cake Livolly og Tíbráar Tinda Dhupe. Ræktandi Hildur María Jónsdóttir, Draumalands ræktun.
Inn-og útflutningur
Enginn Tíbet spaniel var fluttir til landsins á starfsárinu.
Sýningar
Fjórar sýningar (meistarastigs- eða alþjóðlegar og norðurlanda) sýningar voru haldnar á starfsárinu. Þrjár 2021 og ein búin núna 2022. Mjög góð skráning var í tegundinni okkar.
Fyrstu sýningunar ársins 2021 voru haldnar 21.- 22. ágúst (Ágústsýning). Sýningarnar voru 2 sú fyrri var Reykjavíkur Winner og NKU sýning og voru 31 tíbbi skráður þar af 5 hvolpar. Dómari var Tino Pehar frá Króatíu. BOB með RW-21 titil og ísl meistarastig og NKU stig var RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. BOS með RW-21 titil ísl meistarastig og NKU stig var RW-21 Tíbráar Tinda Dalai Lama. Nánari úrslit sýningarinnar má sjá á hundavefur.is
Seinni sýningin var Alþjóðleg sýning. Skráðir voru sami fjöldi og á fyrri sýningunni. Dómari var Sóley Ragna Ragnarsdóttir frá Íslandi. BOB með CACIB í ísl. Meistarastig var Brill Padme Ralfh Lauren. BOS með ísl. Meistarastig of ung fyrir CACIB var RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. Nánari úrslit sýningarinnar má sjá á hundavefur.is
Winter Wonderland sýning var haldin 27. Nóvember 2021. Sýningin var NKU sýning. Skráðir voru 36 tíbbar þar af 5 hvolpar. Dómari var Maarit Hassinen frá Finnlandi. BOB með NKU sitig var C.I.B. ISCh NLM, RW-16,ISVETCH Tíbráar Tinda Blue Poppy. BOS með ísl. Meistarastig og NKU stig var RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. Nánari úrslit má sjá á hundavef.is
Norðurljósa sýning var fyrsta sýning ársins 2022 var haldin 5.-6. Mars. Sýningin var alþjóðleg sýning. Skráðir voru 37 tíbbar þar af 8 hvolpar. Dómari var Nina Karlsdottir frá Svíþjóð. BOB með CACIB og norðuljósastig var C.I.B. DKCh ISCh Demetríu Bruce. BOS með ísl.meistarastig og CACIB var ISJCh Tíbráar Tinda Sakya. Nánari úrslit sýningarinnar má sjá á hundavefur.is
Innilegar hamingjuóskir til eigenda hvolpanna og ræktenda þeirra.
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2021
Enginn tíbet spaniel náði sæti inn á stigahæsta lista HRFÍ 2021 þar sem enginn náði að lenda í sæti í grúbbu 9 á árinu. Öldungar voru ekki heiðraðir þetta árið þar sem það var aðeins ein sýning sem keppt var um BIS öldung. Tíbráar Tinda ræktun var heiðruð á fyrstu sýningu ársins 2022. Ræktunin var í 2. sæti yfir stigahæsta ræktanda ársins 2021. Ræktendur eru Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Bikarar
Núna erum við komin með farandbikara á allar fastar sýningar ársins fyrir BOB og BOS í fullorðnum.
- Tíbráar Tinda ræktun (Auður Valgeirsdóttir) gefur farandbikar fyrir BOB og BOS á febrúarsýningu.
- Perlu-Lindar ræktun (Berglind B. Jónsdóttir) gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á júní/júlí sýningu (sumarsýningu)
- Tíbet spaniel deildin gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á Reykjavíkur Winner sumarsýningu.
- FagurRósar ræktun (Ingibjörg Blomsterberg) gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á alþjóðlegu sumarsýninguna.
- Tölvutraust ehf (Guðrún Helga Harðardóttir og Stefán Þórarinsson) gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á ágústsýningu (september)
- Buddha (C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian) (Rannveig Rúna og Gunnar) í minningu G. Eyrúnar Gunnarsdóttur, gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á nóvembersýningu.
Nýir meistarar
Einn íslenskur ungliðameistar (ISJCh) fékk staðfestingu á árinu:
ISJCh RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. Eigendur Helga Kolbeinsdóttir og Auður Valgeirsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Tveir öldungar (ISVETCh) fengu staðfestinu á öldungartitil á árinu. Það eru gotsyskinin C.I.B. ISCh. NLM, RW-16, ISVETCh Tíbráar Tinda Blue Poppy. Eigandi Helga Kolbeinsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. C.I.B. ISCh. ISVETCh. NLM, RW-13,14,15,16. Tíbráar Tinda Pink Lotus. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Félagsstarf
Ekkert félagsstarf var á starfsárinu vegna Covid 19.
Við stefnum á að efla félagsstarfið á næsta starfsári og gera eitthvað skemmtilegt saman.
Kynningar og heimasíðan
Engin kynning var á starfsárinu.
Við höfum haldið úti Facebook-síðu fyrir okkar tegund undir heitinu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ“. Þar höfum við sett inn allar fréttir og uppákomur sem tilheyra okkar tegund. Einnig er önnur Facebook-síða (svokölluð „like-síða“) sem tengd er við heimasíðuna. Sú síða heitir „Tíbet spanieldeild HRFÍ“.
Heimasíðan okkar hefur verið undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur heimasíðustjóra og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um það helsta á starfsárinu.
Meginverkefni ræktunarstjónar er að standa vörð um andlegt og líkamlegt heilbrigði og ræktunarmarkmið Tíbet spaniel hunda. Við verðum öll að hafa metnað fyrir þessari frábæru tegund okkar með góðri kynningu á henni og metnaði í ræktun, öðruvísi tekst okkur ekki að ná markmiðum okkar. Einnig er gaman að efla félagsandann í deildinni með skemmtilegum viðburðum en þá verða líka allir að leggjast á eitt svo það takist því deildin er jú auðvitað bara fólkið sem í henni er. Vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt á árinu þar sem Covid 19 er vonandi að baki. Kolbrún Jónsdóttir gaf ekki kost á sér í stjórn í fyrra. Hún hefur verið í stjórn deildarinna í mjög mörg ár og þökkum við henni hjartanlega fyrir hennar frábæru störf í stjórninni.
04. maí 2022.
F.h. ræktunarstjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir.
Ræktunarstjórn 2020-2021:
Auður Valgeirsdóttir
Guðrún Helga Harðardóttir
Ingibjörg Blomsterberg
Kolbrún Jónsdóttir
Kristjana Ólafsdóttir
Starfsnefnd:
Kolbrún Jónsdóttir sem stuðningur við stjórn í hinum ýmsu málum
Heimasíðustjóri:
Helga Kolbeinsdóttir