Sýningar
Hundaræktarfélag Íslands stendur fyrir sýningum nokkrum sinnum á ári þar sem eigendum Tíbet Spaniel og annarra tegunda gefst kostur á að mæta með hundinn sinn þar sem dómar leggur mat á gæði hans og eiginleika, hversu vel samræmist hundurinn ræktunarmarkmiðinu og þar með hversu hentugur er hann til ræktunar. Þetta er ræktendum mikilvægt tæki eða einskonar gæðaeftirlit á ræktun sinni og er um leið góð skemmtun og umhverfisþjálfun fyrir hundana. Deildin hvetur tíbbaeigendur að mæta með tíbbana sína á sýningar, sérstaklega ef þeir hyggja á ræktun í framtíðinni. Hér að neðan má finna dagsetningar sýninga á þessu ári.