Ársfundur Tíbet spaniel deildar HRFÍ verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2024 kl 18.00 á kaffihúsi Dýrheima, Víkurhvarfi 5, 203 Kópavogi.
Dagskrá : Venjuleg ársfundar störf Léttar kaffiveitingar til sölu í kjölfar fundarins munum við heiðra stigahæstu hunda ársins í deildinni okkar! Dýrheimar gefa stigahæsta ungliða, öldung, hund og ræktanda fóðurverðlaun! Auk þessa verða veitt viðurkenningarskjöl fyrir 1-4 stigahæsta rakka og tík deildarinnar. Allir velkomnir að koma og eiga saman notalega kvöldstund! Með bestu kveðju, Stjórn Tíbet spaniel deildar HRFÍ. ATH! III Stjórn ræktunardeildar 1. Stjórn ræktunardeildar skal skipuð þremur eða fimm félagsmönnum. Eigi að fækka stjórnarmönnum eða fjölga þeim, skal slíkt koma fram í fundarboði og síðan kosið um tillögu að fjölgun eða fækkun á ársfundi deildarinnar áður en kosið er til stjórnar. Heimilt er að kjósa tvo varamenn í stjórn ræktunardeilda til tveggja ára í senn. Einungis þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og eru skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn, geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar. 2. Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Eftir frábært sýningarár í tegundinni okkar er stigahæsti hundur tegundar: CIB CIB-V* NORDICCh ISCh ISVETCh RW-16 RW-23 NLM ISW-22-23 ISVW-22-23 Tíbráar Tinda Blue Poppy "Nói" Nói er jafnframt stigahæsti öldungur innan tegundar sem og stigahæsti öldungur yfir allar tegundir! Eigandi: Helga Kolbeinsdóttir Ræktendur: Auður Valgeirsdóttir, Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Sigurgeir Þráinn Jónsson. Deildin óskar eiganda og ræktendum innilega til hamingju. Stigahæsti Tíbet spaniel deildarinnar af gagnstæðu kyni er: NORDICCh ISCh ISJCh RW-21 ISW-22-23 Tíbráar Tinda Sakya "Sakya" Eigandi: Helga Kolbeinsdóttir Ræktendur: Auður Valgeirsdóttir, Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Sigurgeir Þráinn Jónsson. Stigahæsti ungliði og jafnframt annar stigahæsti rakki ársins er: ISJCh Tíbráar Tinda Zigsa "Astró" Egiandi: Harpa Lilja Júníusdóttir Ræktendur: Auður Valgeirsdóttir, Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Sigurgeir Þráinn Jónsson Stigahæsti ræktunarhópur ársins 2023 er Tíbráar Tindra. Tíbráar Tindra ræktun var jafnframt stigahæsta ræktun ársins 2023 á lista HRFÍ. Hér má sjá hvernig stigagjöf er háttað Hér má svo sjá lista yfir alla þá sem náður þeim frábæra árangri að komast á lista yfir stigahæstu Tíbba ársins 2023! Tíbet Spanieldeildin óskar eigendum og ræktendum þessara fallegu Tíbba innilega til hamingju með árangurinn! Líkt og í ár mun fara fram heiðrun þessara flottu hunda á nýju ári og verður sú dagsetning auglýst síðar!
Miðvikudagskvöldið 24. maí fór fram heiðrun stigahæstu Tíbet Spaniel hunda ársins 2022 í Kaffihúsi Dýrheima. Allir sem komust inn á lista yfir stigahæstu Tíbba ársins 2022 voru heiðraðir með skjali frá Tíbet Spanieldeildinni og fallegri rós frá 18 rauðum rósum, auk þess sem efstu sætin fengu blómvönd og fóðurpoka frá Dýrheimum. Deildin þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir þessu flottu verðlaun! Að aflokinni heiðrun var svo afar áhugaverður fyrirlestur um sögu og útlit Tíbet Spanieltegundarinnar í boði Tíbba dómarans og ræktandans Tony Moran frá Bretlandi. Deildin þakkar Tony kærlega fyrir áhugaverðan fyrirlestur! Gjald fyrir þátttöku á fyrirlestri var 1.000 krónur og rann sá peningur óskiptur til deildarinnar. Sérstakur ljósmyndari deildarinnar, Pétur Skarp, tók myndir af viðburðinum og þökkum við kærlega fyrir þessa fallegu myndir, ég deili nokkrum hér en þær eru allar inn á Facbeook síðunni okkar. Miðvikudagskvöldið 24. maí fer fram heiðrun stigahæstu Tíbba deildarinnar fyrir árið 2022. Stigagjöfin sem notast er við miðar við árangur hundanna í keppni innan tegundar. Jafnframt heiðrum við sérstaklega þann hund sem er stigahæstur í keppni við aðrar tegundir (stigahæstur á lista HRFÍ) ár hvert. Stigahæsti Tíbet Spaniel ársins 2022 er: CIB NORDICCh ISCh ISVETCh RW-16 NLM ISW-22 ISVW-22 Tíbráar Tinda Blue Poppy "Nói" Eigandi: Helga Kolbeinsdóttir Ræktendur: Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Þráinn Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Stigahæsti Tíbet Spaniel á lista HRFÍ fyrir árið 2022 er:
CIB DKCh ISCh RW-22 Demetríu Bruce Eigandi og ræktandi: Guðrún Helga Harðardóttir Stjórn Tíbet Spanieldeildar óskar eigendum og ræktendum þessara fallegu Tíbba innilega til hamingju með árangurinn. Á næstu dögum kynnum við til leiks alla Tíbbana sem komust á lista í ár yfir stigahæstu Tíbba ársins 2022. Miðvikudagskvöldið 24. maí næstkomandi verður Tíbbaræktandinn og dómarinn Tony Moran frá Bretlandi með fyrirlestur um sögu og útlit tegundarinnar.
Fyrirlesturinn fer fram á Zoom kl. 20:00 Hægt verður að horfa í beinni á sjónvarpsskjá í kaffihúsi Dýrheima að lokinni heiðrun stigahæstu Tíbba deildarinnar (sem hefst kl 19:00) eða rafrænt heima fyrir. Aðgangseyrir að fyrirlestrinum er 1.000 kr. og rennur óskertur til deildarinnar. Þeir sem vilja horfa heima skrá sig á netinu og fá Zoom slóðina senda. Allir hjartanlega velkomnir! Ekki missa af þessum frábæra viðburði! Ársfundur deildarinnar fór fram í Kaffihúsi Dýrheima í Víkurhvarfi 5 í Kópavogi miðvikudagskvöldið 29 mars.
Fundurinn hófst með hefðbundinni dagskrá aðalfundar, Auður Valgeirsdóttir formaður deildarinnar las ársskýrslu síðasta starfsárs sem er aðgengileg hér á síðunni fyrir áhugasama. Eitt got var á starfsárinu, einn tíbbi var innfluttur og við eignuðumst bæði nýja íslenska og Norðurlanda meistara á sýningum ársins. Formaður hvatti að lokum alla tíbbaeigendur að augnskoða hundana sína og fá ræktunardóm á sýningu svo hægt sé að fylgjast með gæðum og heilbrigði stofnsins. Þrjú sæti voru laus í stjórn deildarinnar og var auglýst eftir framboðum á fundinum. Þrjú framboð bárust á og voru því sjálfkjörnar þær Helga Kolbeinsdóttir, Auður Valgeirsdóttir og Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Auður Sif er ný inn í stjórn og bjóðum við hana hjartanlega velkomna. Guðrún Helga Harðardóttir lauk stjórnarsetu sinni til margra ára og þökkum við henni kærlega fyrir hennar störf. Á fundinum var stofnuð Viðburða- og skemmtinefnd tíbbadeildar. Hana skipa Íris Ósk Jóhannesdóttir, Pétur Skarphéðinsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. Tengiliðir við stjórn eru Helga og Auður Sif. Nefndin er öllum opin og hvetjum við áhugasama sem vilja vera með að hafa samband á netfangið okkar [email protected]. Stefnt er á að efna til ýmissa viðburða og hittinga með tíbbana okkar. Stjórn Tíbetspanieldeildar skipa nú: Auður Valgeirsdóttir Kristjana Ólafsdóttir Ingibjörg Blomsterberg Helga Kolbeinsdóttir Auður Sif Sigurgeirsdóttir Stjórn mun funda fljótlega eftir páska og skipta með sér verkum. Þökkum Dýrheimum kærlega fyrir frábæra aðstöðu á kaffihúsinu þeirra og ljúffenga Möndluköku!
|
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|