Tíbet spanieldeildin mun standa fyrir sýningarþjálfunum undir stjórn Auðar Sifjar Sigurgreirsdóttur í sal Gæludýr.is á Korputorgi á eftirtöldum dögum: Þriðjudagur 7. febrúar kl. 17.30 - 18.30. Þriðjudagur 14. febrúar kl. 18.00 - 19.00 Þriðjudagur 21. febrúar kl. 18.00 - 19.00 Þriðjudagur 28. febrúar kl. 18.00 - 19.00 Tíminn mun kosta 500 kr og rennur allur ágóði til deildarinnar. Mæta með sýningartaum, nammi, verðlaunabita og kúkapoka (ef slys skeður). Hundaræktarfélagið hefur birt lista yfir stigahæstu ræktendur ársins og er ánægjulegt að greina frá því að Tíbráar Tinda ræktun varð í 4-5 sæti! Þetta er frábær vitnisburður um gæði tegundarinnar hér á Íslandi. Deildin óskar Auði Valgeirsdóttur og Sigurgeiri Þránni Jónssyni innilega til hamingju með árangurinn. RW-16 Tíbráar Tinda Blue Poppy "Nói" var stigahæsti Tíbet Spaniel ársins á lista Hundaræktarfélagsins. Eigandi Nóa er Helga Kolbeinsdóttir og ræktandi er Auður Valgeirsdóttir.
Sýningarþjálfanir fyrir júlí sýninguna: Þriðjudaginn 5. júlí Þriðjudaginn 12. júlí Þriðjudaginn 19. júlí... Kl. 18-19 - Ungir sýnendur Kl. 19-20 - Stórir hundar Kl. 20-21 - Litlir hundar (Tíbet Spaniel) Staðsetning: Túnið í Víðidal (um það bil á móti Dýraspítalanum í Víðidal) Skiptið kostar 500 kr. og rennur allur ágóði til deildarinnar. Athugið að gæta þess að leggja ekki á reiðvegina! Hlökkum til að sjá ykkur! :) Kæru tíbbaeigendur! Tíbet spaniel deildin heldur snyrtikvöld/námskeið fyrir meðlimi deildarinnar undir stjórn Ástu Maríu Guðbergsdóttur hundasnyrtirs í Dekurdýrum að Dalvegi 18. Kópavogi þriðjudaginn 27. maí kl. 20.00. Það verður sýnikennsla þar sem farið verður yfir almenna feldhirðu, bað, blástur og naglasnyrtingu, fyrir Tíbet spaniel hunda. Það verður hægt að kaupa vörur í versluninni, ef fólk hefur áhuga á og ýmsar snyrtivörur verða á afslætti á snyrtikvöldinu. Fólk er vinsamlegast beðið um að skilja hundana sína eftir heima! Með bestu kveðju. Stjórn Tíbet spaniel deildar. Síðan er uppfærð með fréttum af hvolpasýningu HRFÍ í janúar og alþjóðlegri sýningu félagsins í febrúar síðastliðnum. Sjá Sýningar - Sýningarfréttir. Einnig eru komnar inn myndir á Myndasíðuna okkar, undir Febrúarsýning 2014. Einnig er komin á síðuna ársskýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2013-2014 sem er bæði fróðleg og gagnleg fyrir tíbbaeigendur að kynna sér. Sjá Deildin - Ársskýrslur - Ársskýrsla Stjórnar 2013-2014. Fyrir hönd stjórnar, Helga Kolbeinsdóttir, vefsíðustjóri Kæru tíbbaeigendur! Ársfundur Tíbet spaniel deildar HRFÍ verður haldinn miðvikudaginn 12. mars kl. 20:00 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 2.hæð. Dagskrá : Venjuleg ársfundarstörf. Kaffiveitingar Ræktunarstjórn er skipuð fimm félagsmönnum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Í ár er kosið í eitt laust sæti. Kjörgengi og kosningarétt hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og eru skuldlausir við HRFÍ það ár sem ársfundur er haldinn. Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeilda. Með kveðju. F.h. stjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ. Auður Valgeirsdóttir formaður. Síðan er uppfærð með myndum og fréttum af september - og nóvember sýningum HRFÍ. Sýningarfréttir má finna undir Sýningar - Sýningarfréttir Einnig eru komnar inn fundargerðir frá síðustu stjórnarfundum, þær má finna undir deildir-fundargerðir. |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|