Síðasti skráningardagur á hundasýningu HRFÍ í nóvember er á morgun föstudag 19. okt. Sjá síðu hundaræktarfélagsins. Með bestu kveðju. Stjórnin Stjórn deildarinnar hefur ákveðið að halda uppskeruhátíð/ árshátíð þann 24. nóvember n.k. þar sem m.a. verður heiðraður stigahæsti Tíbet spaniel hundur ársins á sýningum HRFÍ. Planið er að borða saman og hafa það skemmtilegt og hafa happdrætti með góðum vinningum :o) Skráning á netfangið [email protected] eða í síma 557-5622 eftir kl. 13.00 alla daga. Gott er að vita sem fyrst hverjir hafa áhuga að koma og eiga góða kvöldstund saman.
Endilega fylgist með Hvolpafréttir síðunni okkar, Myndasíðunni og Sýningarfréttum hér á síðunni. Hvet ykkur svo til að senda mér myndir af tíbbunum ykkar sem þið viljið að ég birti á síðunni okkar og jafnframt að senda mér myndir af meisturum, ásamt fæðingardegi, titli og ættbókarnafni. Sendið mér póst á [email protected], ef það hafið eitthvað efni sem þið viljið birta á síðunni okkar :)
Laugavegsganga HRFÍ Laugardaginn 6. október mun Hundaræktarfélag Íslands standa fyrir árlegri göngu með hunda niður Laugaveginn í Reykjavík. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13. Skólahljómsveit Kópavogs mun svo slá taktinn með okkur. Gangan mun svo enda í Hljómskálagarðinum. Stjórn Tibet Spaniel deildarinnar hvetur félgssmenn sýna til að mæta og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Stjórn Tibet Spaniel deildar innan HRFÍ. |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|