Við viljum minna alla tíbbaeigndur sem hyggjast skrá tíbbana sína á alþjóðlega hundasýningu HRFÍ í ágúst að skráningarfrestur er 27. júlí næstkomandi! Tekið af vef Hundaræktarfélagsins: Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 25. - 26. ágúst 2012 Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin á höfuðborgarsvæðinu helgina 25. - 26. ágúst 2012. Skráningafresti lýkur föstudaginn 27. júlí 2012. Minnum á sumarlokun frá 18. júní til 16. júlí Dómarar að þessu sinni eru: Rita Reyniers (Belgía), Theo Leenen (Belgíu), Harry Tast (Finnland), Stefan Sinko (Slóvenía), Olga Sinko (Slóvenía), Colette Muldoon (Írland). Vegna aukinna öryggiskrafna frá kreditkortafyrirtækjum getum við því miður ekki tekið við greiðslukortaupplýsingum á vef félagsins eins og gert hefur verið undanfarin ár. Hundaræktarfélagið er að láta búa til skráningarvef sem stenst kröfur kreditkortafyrirtækjanna en hann verður því miður ekki tilbúinn fyrir næstu sýningu. Vegna athugasemda vegna öryggi kreditkorta hefur félagið ákveðið að taka á móti skráningum (fyrir hunda og unga sýnendur) í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu). Félagsmönnum býðst einnig, á eigin ábyrgð, að senda skráningu á sýningu í gegnum tölvupóst með nafni hunds í ættbók og ættbókanúmeri (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu svo skráning sé tekin gild). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Félagsmenn geta eins og venjulega skráð á sýninguna á opnunartíma skrifstofu. Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst. Breytingin mun hafa í för með sér að tafir geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir. Hvetjum alla til að skrá! Stjórnin.
|
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|