Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 23. - 24. febrúar 2013. Stjórn deildarinnar hvetur meðlimi hennar eindregið að skrá tíbbana sína. Skráningafresti lýkur föstudaginn 25. janúar 2013. - Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Sjá nánar á heimasíðu Hundaræktarfélags Íslands. Ég vil svo minna á að fréttir og myndir af nóvembersýningunni má finna undir Sýningar - Sýningarfréttir hér á síðunni. Með kveðju, Stjórn Tíbet Spanieldeildar HRFÍ Ræktunarstjórn Tíbet spaniel deildar HRFÍ vill minna deildarmenn á að augnskoðun á vegum HRFÍ verður haldin í Reykjavík og á Akureyri, 15.- 16. mars 2013. Mikilvægt er að augnskoða sem flesta Tíbet spaniel hunda til að sjá hvernig stofninn stendur hjá okkur á Íslandi. Eins og flestir vita er ekki hægt að ættbókarfæra Tíbet spaniel got ef foreldrar eru ekki augnskoðuð og vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun. Endilega skoðið linkinn hérna til að sjá nánar!!
Við minnum á augnskoðun fyrir hundana okkar!
Tekið af vef Hundaræktarfélagsins: Jens Kai Knudsen frá Danmörku mun augnskoða hunda á Korputorgi (á sýningasvæðinu) 2. og 3. júní nk. Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Síðasti skráningardagur í augnskoðun er föstudaginn 25. maí 2012. Augnskoðun hunda kostar 5.720 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. kr. 11.440. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun. Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund. Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum. Úr lögum HRFÍ •Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). •Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). •Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi. Stjórnin |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|