Stjórnarfundur Tíbet Spanieldeildar
Kaffi Mílano
Fimmtudagur 14. Mars 2013
Kl. 19:00
Mættir:
Auður Valgeirsdóttir, Helga Kolbeinsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Guðrún Helga Harðardóttir og Kristjana Ólafsdóttir.
Farið yfir niðurstöður úr augnskoðun fjögurra tíbba sem voru augnskoðaðir 17. nóvember 2012. Allir voru án arfgengra sjúkdóma.
Ættbækur fyrir Tíbráar Tinda got fæt 18/8 2012, 3 ættbækur samtals, ein af tíkunum fluttist til Noregs.
Innflutta tíkin Falkiaro’s Icecream for Iceland ,,Lisa” er komin með ættbók.
Perlu Lindar got fætt 27/7 2012, 4 ættbækur samtals.
Got hjá Guðrúnu Helgu Harðardóttur, fætt 24/11 2012, fjórar samtals.
Tillaga um að hafa hvolpapartý, ákveðið að athuga með dagsetninguna 14. apríl 2013 kl. 14-16. Helga Kolbeinsdóttir hefur samband við Gæludýr.is uppá að fá afnot af húsnæði. Ræktendur hvolpanna og stjórnarmeðlimir mæta með kaffi og meðlæti, gestir borga 500 krónur í kaffisjóð.
Athuga með að uppfæra netfangalista deildarinnar, og bæta við netföngum nýrra eigenda.
Á nóvembersýningu HRFÍ voru allavega 12 tíbbar skráðir.
Á síðustu sýningu, sem var 24. febrúar 2013, voru 16 tíbbar skráðir.
Það eru komnir nýjir farandbikarar fyrir febrúarsýningu, BOB og BOS, gefnir af Tíbráar Tindar ræktun.
Tíbráar Tinda og Perlu Lindar ræktun gáfu BOB og BOS hvolpabikara, 6-9 mánaða á febrúarsýningunni.
JRJ gaf gjafabikara fyrir BOB og BOS á febrúarsýningunni.
Tillaga um að útbúa bækling og/eða plakat með myndum og kynningu á tegundinni til að hafa á Smáhundakynningum í Garðheimum.
Tillaga um að hafa aðalfund 4., 8. eða 9. apríl 2013. Formaður mun hringja í HRFÍ til að athuga hvort einhver þessara dagsetninga er á lausu. Stjórnarmeðlimir mæta með eitthvað með kaffinu. Tillaga um að þeir sem mæti á aðalfund borgi 500 krónur í kaffisjóð. Sama fyrirkomulag yrði þá og í hvolpapartýinu í apríl.
Allir stjórnarmeðlimir, sem búnir eru með 2 ár í stjórn, eru tilbúnir að gefa kost á sér áfram.
Tillaga um að skipuleggja Bingó/eða grillhátíð í Heiðmörk, jafnvel hægt að hafa vorhátíð. Við það tilefni væri þá hægt að verðlauna stigahæsta hund.
Rætt um nuddnámskeið sem hægt væri að bjóða uppá fyrir deildarmenn, en ákveðið að geyma það til góða.
Lagt var til að taumgöngur yrðu eftirfarandi dagsetningar:.
Þriðjudagurinn 26. mars kl. 19:00, taumganga í kringum í Tjörnina í Reykjavík. Hittast hjá ráðhúsinu.
Þriðjudagurinn 23. Apríl kl 19:00, taumganga, hjá Lundi í Kópavogi.
Hittast hjá bensínstöðinni.
Þriðjudagurinn 28. maí kl 19:00 taumganga í Fossvogsdal í Kópavogi.
Hist hjá Snælands Video.
Göngurnar verða svo auglýstar með fyrirvara um breytingar.
Áminning um að fá nýjan eigendalista útprentaðan hjá HRFÍ, rétt fyrir aðalfund.
21:30. Fundi slitið.