Ársskýrsla Tíbet Spanieldeildar fyrir starfsárið 2022-2023
Aðalmarkmið ræktunarstjórnar er að standa vörð um ræktunarmarkmið og heilbrigði tegundarinnar og vera ráðgefandi aðili fyrir ræktendur sé þess óskað. Heilmikil fjölgun hefur orðið í okkar tegund undanfarin ár og var sett met í fjölda gota í tegundinni (2020-2021). Á þessu starfsári var aðeins eitt got skráð sem skýrir kannski met fjölda gota síðustu ár.
Ræktunarstjórn hélt engan formlegan stjónarfund á árinu m.a. vegna heimsfaraldurs Covid19 en notaði stjórnarspjallið á Facebook þar sem rædd voru og ákveðin hin ýmsu mál.
Augnskoðun
Augnskoðanir voru haldnar í ágúst, október og í febrúar s.l .á starfsárinu. Í þessar augnskoðanir mættu 13 tíbbar. 7 fengu athugasemd, þ.á.m. 4 sem greindust með Distichariasis/Ektopiske Ciller sem er arfgent, 1 greindist með PPM (Pers. Pupilmembran) sem er arfgengt og mælt með að para með fríum, 1 greindist með cataract (ekki arfgengt). Sem betur fer hafa PRA eða PRA3 ekki greinst í neinum Tíbet spaniel á Íslandi hingað til en mjög mikilvægt er að skoða sem flesta hunda til að sjá hvernig stofninn stendur svo að hægt sé að grípa til ráðstafana komi þessir og aðrir augnsjúkdómar upp. Þess vegna verðum við öll að vera á varðbergi og láta augnskoða hundana okkar. Eins og flestir vita verða undaneldisdýr að vera með gild augnvottorð ef rækta á undan þeim. Augnvottorðið má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun - annars er ekki hægt að ættbókarfæra gotið.
DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3
Frá 8. júlí 2013 var DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3 tilbúið eftir margra ára rannsóknir hjá AHT í Bretlandi. Allir undaneldishundar sem notaðir hafa verið á Íslandi undanfarin ár hafa verið prófaðir við PRA-3 eða eru undan PRA-3 fríum foreldrum eða forfeðrum.
Allir reyndust þeir fríir og þar af leiðandi þurfa afkvæmi þeirra ekki að fara í próf, það er ef báðir foreldrar þeirra eru fríir af sjúkdómnum. Niðurstöður og tenglar á vottorð þeirra eru flest komin á heimasíðu deildarinnar. Einn rakki var DNA prófaður við PRA3 á starfsárinu og var hann frír.
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum viðurkenndum af HRFÍ oftar en einu sinni með lágmarkseinkunnina „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun.
Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum um val á undaneldishundum frá ræktunarstjórn þarf skrifleg beiðni þess efnis að berast með um tveggja mánaða fyrirvara til að öruggt sé að hún verði tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun. Lágmarksaldur Tíbet spaniel tíka við fyrstu pörun er 20 mánaða.
Á starfsárinu fæddist aðeins eitt got þann 23. júní 2022; 4 rakkar og 1 tík. Foreldrar eru Brill Padme Ralph Lauren og ISJCh Tíbráar Tinda Alokhe. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir/Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Tíbráar Tinda ræktun.
Óskum við ræktendum og eigendum til hamingju með hvolpana sína.
Inn-og útflutningur
Einn Tíbet spaniel rakki, Tashi-Gong Legend, var fluttur til landsins á starfsárinu frá Finnlandi. Eigandi hans er Hildur María Jónsdóttir. Ræktandi Katriina Huhtinen.
Sýningar
Fimm sýningar (meistarastigs-, alþjóðlegar- og norðurlanda) sýningar voru haldnar á starfsárinu. Fjórar 2022 og hingað til ein 2023. Tvær hvolpasýningar voru haldnar. Mjög góð skráning var í tegundinni okkar.
Alþjóðleg sumarsýning og Reykjavíkur Winner (RW-22) var haldin 11. júní. Skráðir voru 35 tíbbar, þar af 7 hvolpar. Dómari var Hedi Kumm frá Eistlandi. BOB var CIB ISCh DKCh Demetriu Bruce. BOS var ISCh FagurRósar Sól.
20. ágúst var haldin Nordic sýning. Skráðir voru 29 tíbbar. Dómari var Jussi Limatainen frá Finnlandi. BOB var C.I.B. ISCh NLM RW-16 ISVETCh Tíbráar Tinda Blue Poppy, BOS var ISCh FagurRósar Sól.
Alþjóðleg sýning var haldin 8.-9. október. Skráðir voru 24 tíbbar. Dómari var Pirjo Aaltonen frá Finnlandi. BOB var Sedalia´s Sweet Melody, BOS var ISCh ISJCh Tíbráar Tinda Karuna.
Winter Wonderland Nordic og ISW-22 sýning var haldin 26.-27. nóvember. Skráðir voru 33 tíbbar, þar af 5 hvolpar. Dómari var Sóley Halla Möller frá Íslandi. BOB var CIB ISCh NLM RW-16 ISVETCh ISW22 ISVW22 Tíbráar Tinda Blue Poppy, BOS var ISJCh RW-21 ISW22 var Tíbráar Tinda Sakya.
Alþjóðleg norðurljósasýning var haldin 4.-5. mars og var fyrsta sýning ársins 2023. Skráður var 31 tíbbi, þar af 2 hvolpar. Dómari var Lisa Molin frá Svíþjóð. BOB var Tashi-Gong Legend, BOS var Tíbráar Tinda Sera.
Tvær hvolpasýningar voru haldnar, sú fyrri 21. júlí og seinni 29. janúar. Enginn Tíbbahvolpur var skráður á fyrri sýninguna en tveir voru skráðir á þá seinni en annar þeirra mætti. Dómari var Ágústa Pétursdóttir. BOB hvolpur var valin Tíbráar Tinda Zaya sem endaði síðan sem þriðji besti hvolpur sýningar.
Nánari úrslit sýningarinnar má sjá á hundavefur.is
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda þeirra.
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2022
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2022 á stigahæsta lista HRFÍ varð C.I.B.ISCh DKCh Demitríu Bruce. Hann varð í 7. sæti með 17 stig. NORDICCh C.I.B.ISCh RW-16 ISW22 ISVW22 Tíbráar Tinda Blue Poppy varð í 3. sæti á stigahæsta öldungalista HRFÍ 2022.
Tíbráar Tinda ræktun varð í 1. sæti yfir sigahæstu ræktendur ársins 2022. Ræktunin var heiðruð á síðustu sýningu ársins 2022. Ræktendur eru Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Bikarar
Farandbikara á allar fastar sýningar ársins fyrir BOB og BOS í fullorðnum.
Nýir meistarar
Tveir íslenskir ungliðameistar (ISJCh), einn pólskur ungliðameistari (PLJCh), einn íslenskur meistari (ISCh), einn öldungameistari (ISVETCh), þrír Norðurlandameistarar (NORDICCh) og einn alþjóðlegur meistari (C.I.B.) fengu staðfestingu á árinu:
ISJCh Tíbráar Tinda Padhyam. Eigandi Guðrún Karlsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
ISJCh Tíbráar Tinda Rongbuk. Eigandi Fanný Ósk Grímsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
PLJCh Tashi-Gong Legend. Eigandi Hildur María Jónsdóttir. Ræktandi Katriina Huhtinen Finnlandi.
ISCh ISJCh RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. Eigendur Helga Kolbeinsdóttir og Auður Valgeirsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
ISVETCh C.I.B. ISCH Falkiaros Just A Jewel For You. Eigandi Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Bö.
NORDICCh ISCh ISJCh RW-21 ISW22 Tíbráar Tinda Sakya. Eigendur Helga Kolbeinsdóttir og Auður Valgeirsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
NORDICCh C.I.B. ISCh. NLM, RW-16, ISVETCh ISW22 ISVW22 Tíbráar Tinda Blue Poppy. Eigandi Helga Kolbeinsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
NORDICCh ISCh FagurRósar Sól. Eigandi Kristjana Ólafsdóttir. Ræktandi Ingibjörg Blomsterberg.
C.I.B. ISSh ISJCh Tíbráar Tinda Karuna. Eigandi Bjarnheiður Erlendsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Samstarfssamningur við Royal Canin á Íslandi
Stjórn Tíbet spanieldeildar hefur undirritað samstarfssamning við Royal Canin á Íslandi. Með samstarfinu fær deildin að njóta ýmissa fríðinda. Meðal annars afnot af húsnæði þeirra, t.d. undir eina deildarsýningu á ári, afnot af kaffihúsi, t.d. fyrir fyrirlestra eða bingó. Deildin getur líka fengið afnot af salnum á góðu verði, t.d. fyrir sýningarþjálfanir.eða aðra hittinga. Fóðurgjafir til að nota í verðlaun fyrir heiðrun stigahæstu hunda ársins og á deildarsýningu.
Með þessum samstarfsamningi stefnum við á að efla félagsstarfið á næsta starfsári og gera eitthvað skemmtilegt saman.
Kynningar og heimasíðan
Engin smáhundakynning var á starfsárinu vegna Covid 19
Við höfum haldið úti Facebook-síðu fyrir okkar tegund undir heitinu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ“. Þar höfum við sett inn allar fréttir og uppákomur sem tilheyra okkar tegund. Einnig er önnur Facebook-síða (svokölluð „like-síða“) sem tengd er við heimasíðuna. Sú síða heitir „Tíbet spanieldeild HRFÍ“.
Heimasíðan okkar hefur verið undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur heimasíðustjóra og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um það helsta á starfsárinu.
Meginverkefni ræktunarstjórnar er að standa vörð um andlegt og líkamlegt heilbrigði og ræktunarmarkmið Tíbet spaniel hunda. Við verðum öll að hafa metnað fyrir þessari frábæru tegund okkar með góðri kynningu á henni og metnaði í ræktun, öðruvísi tekst okkur ekki að ná markmiðum okkar. Einnig er gaman að efla félagsandann í deildinni með skemmtilegum viðburðum en þá verða líka allir að leggjast á eitt svo það takist því deildin er jú auðvitað bara fólkið sem í henni er. Við stefnum á að gera eitthvað skemmtilegt saman á nýju starfsári.
29. mars 2023.
F.h. ræktunarstjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir.
Ræktunarstjórn 2022-2023:
Auður Valgeirsdóttir formaður
Kristjana Ólafsdóttir gjaldkeri
Helga Kolbeinsdóttir ritari
Ingibjörg Blomsterberg meðstjórnandi
Guðrún Helga Harðardóttir meðstjórnandi
Heimasíðustjóri:
Helga Kolbeinsdóttir
Ræktunarstjórn hélt engan formlegan stjónarfund á árinu m.a. vegna heimsfaraldurs Covid19 en notaði stjórnarspjallið á Facebook þar sem rædd voru og ákveðin hin ýmsu mál.
Augnskoðun
Augnskoðanir voru haldnar í ágúst, október og í febrúar s.l .á starfsárinu. Í þessar augnskoðanir mættu 13 tíbbar. 7 fengu athugasemd, þ.á.m. 4 sem greindust með Distichariasis/Ektopiske Ciller sem er arfgent, 1 greindist með PPM (Pers. Pupilmembran) sem er arfgengt og mælt með að para með fríum, 1 greindist með cataract (ekki arfgengt). Sem betur fer hafa PRA eða PRA3 ekki greinst í neinum Tíbet spaniel á Íslandi hingað til en mjög mikilvægt er að skoða sem flesta hunda til að sjá hvernig stofninn stendur svo að hægt sé að grípa til ráðstafana komi þessir og aðrir augnsjúkdómar upp. Þess vegna verðum við öll að vera á varðbergi og láta augnskoða hundana okkar. Eins og flestir vita verða undaneldisdýr að vera með gild augnvottorð ef rækta á undan þeim. Augnvottorðið má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun - annars er ekki hægt að ættbókarfæra gotið.
DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3
Frá 8. júlí 2013 var DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3 tilbúið eftir margra ára rannsóknir hjá AHT í Bretlandi. Allir undaneldishundar sem notaðir hafa verið á Íslandi undanfarin ár hafa verið prófaðir við PRA-3 eða eru undan PRA-3 fríum foreldrum eða forfeðrum.
Allir reyndust þeir fríir og þar af leiðandi þurfa afkvæmi þeirra ekki að fara í próf, það er ef báðir foreldrar þeirra eru fríir af sjúkdómnum. Niðurstöður og tenglar á vottorð þeirra eru flest komin á heimasíðu deildarinnar. Einn rakki var DNA prófaður við PRA3 á starfsárinu og var hann frír.
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum viðurkenndum af HRFÍ oftar en einu sinni með lágmarkseinkunnina „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun.
Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum um val á undaneldishundum frá ræktunarstjórn þarf skrifleg beiðni þess efnis að berast með um tveggja mánaða fyrirvara til að öruggt sé að hún verði tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun. Lágmarksaldur Tíbet spaniel tíka við fyrstu pörun er 20 mánaða.
Á starfsárinu fæddist aðeins eitt got þann 23. júní 2022; 4 rakkar og 1 tík. Foreldrar eru Brill Padme Ralph Lauren og ISJCh Tíbráar Tinda Alokhe. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir/Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Tíbráar Tinda ræktun.
Óskum við ræktendum og eigendum til hamingju með hvolpana sína.
Inn-og útflutningur
Einn Tíbet spaniel rakki, Tashi-Gong Legend, var fluttur til landsins á starfsárinu frá Finnlandi. Eigandi hans er Hildur María Jónsdóttir. Ræktandi Katriina Huhtinen.
Sýningar
Fimm sýningar (meistarastigs-, alþjóðlegar- og norðurlanda) sýningar voru haldnar á starfsárinu. Fjórar 2022 og hingað til ein 2023. Tvær hvolpasýningar voru haldnar. Mjög góð skráning var í tegundinni okkar.
Alþjóðleg sumarsýning og Reykjavíkur Winner (RW-22) var haldin 11. júní. Skráðir voru 35 tíbbar, þar af 7 hvolpar. Dómari var Hedi Kumm frá Eistlandi. BOB var CIB ISCh DKCh Demetriu Bruce. BOS var ISCh FagurRósar Sól.
20. ágúst var haldin Nordic sýning. Skráðir voru 29 tíbbar. Dómari var Jussi Limatainen frá Finnlandi. BOB var C.I.B. ISCh NLM RW-16 ISVETCh Tíbráar Tinda Blue Poppy, BOS var ISCh FagurRósar Sól.
Alþjóðleg sýning var haldin 8.-9. október. Skráðir voru 24 tíbbar. Dómari var Pirjo Aaltonen frá Finnlandi. BOB var Sedalia´s Sweet Melody, BOS var ISCh ISJCh Tíbráar Tinda Karuna.
Winter Wonderland Nordic og ISW-22 sýning var haldin 26.-27. nóvember. Skráðir voru 33 tíbbar, þar af 5 hvolpar. Dómari var Sóley Halla Möller frá Íslandi. BOB var CIB ISCh NLM RW-16 ISVETCh ISW22 ISVW22 Tíbráar Tinda Blue Poppy, BOS var ISJCh RW-21 ISW22 var Tíbráar Tinda Sakya.
Alþjóðleg norðurljósasýning var haldin 4.-5. mars og var fyrsta sýning ársins 2023. Skráður var 31 tíbbi, þar af 2 hvolpar. Dómari var Lisa Molin frá Svíþjóð. BOB var Tashi-Gong Legend, BOS var Tíbráar Tinda Sera.
Tvær hvolpasýningar voru haldnar, sú fyrri 21. júlí og seinni 29. janúar. Enginn Tíbbahvolpur var skráður á fyrri sýninguna en tveir voru skráðir á þá seinni en annar þeirra mætti. Dómari var Ágústa Pétursdóttir. BOB hvolpur var valin Tíbráar Tinda Zaya sem endaði síðan sem þriðji besti hvolpur sýningar.
Nánari úrslit sýningarinnar má sjá á hundavefur.is
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda þeirra.
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2022
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2022 á stigahæsta lista HRFÍ varð C.I.B.ISCh DKCh Demitríu Bruce. Hann varð í 7. sæti með 17 stig. NORDICCh C.I.B.ISCh RW-16 ISW22 ISVW22 Tíbráar Tinda Blue Poppy varð í 3. sæti á stigahæsta öldungalista HRFÍ 2022.
Tíbráar Tinda ræktun varð í 1. sæti yfir sigahæstu ræktendur ársins 2022. Ræktunin var heiðruð á síðustu sýningu ársins 2022. Ræktendur eru Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Bikarar
Farandbikara á allar fastar sýningar ársins fyrir BOB og BOS í fullorðnum.
- Tíbráar Tinda ræktun (Auður Valgeirsdóttir) gefur farandbikar fyrir BOB og BOS á febrúarsýningu.
- Perlu-Lindar ræktun (Berglind B. Jónsdóttir) gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á júní/júlí sýningu (sumarsýningu)
- Tíbet spaniel deildin gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á Reykjavíkur Winner sumarsýningu.
- FagurRósar ræktun (Ingibjörg Blomsterberg) gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á alþjóðlegu sumarsýninguna.
- Tölvutraust ehf (Guðrún Helga Harðardóttir og Stefán Þórarinsson) gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á ágústsýningu (september)
- Buddha (C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian) (Rannveig Rúna og Gunnar) í minningu G. Eyrúnar Gunnarsdóttur, gefur farandbikara fyrir BOB og BOS á nóvembersýningu.
Nýir meistarar
Tveir íslenskir ungliðameistar (ISJCh), einn pólskur ungliðameistari (PLJCh), einn íslenskur meistari (ISCh), einn öldungameistari (ISVETCh), þrír Norðurlandameistarar (NORDICCh) og einn alþjóðlegur meistari (C.I.B.) fengu staðfestingu á árinu:
ISJCh Tíbráar Tinda Padhyam. Eigandi Guðrún Karlsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
ISJCh Tíbráar Tinda Rongbuk. Eigandi Fanný Ósk Grímsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
PLJCh Tashi-Gong Legend. Eigandi Hildur María Jónsdóttir. Ræktandi Katriina Huhtinen Finnlandi.
ISCh ISJCh RW-21 Tíbráar Tinda Sakya. Eigendur Helga Kolbeinsdóttir og Auður Valgeirsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
ISVETCh C.I.B. ISCH Falkiaros Just A Jewel For You. Eigandi Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Bö.
NORDICCh ISCh ISJCh RW-21 ISW22 Tíbráar Tinda Sakya. Eigendur Helga Kolbeinsdóttir og Auður Valgeirsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
NORDICCh C.I.B. ISCh. NLM, RW-16, ISVETCh ISW22 ISVW22 Tíbráar Tinda Blue Poppy. Eigandi Helga Kolbeinsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
NORDICCh ISCh FagurRósar Sól. Eigandi Kristjana Ólafsdóttir. Ræktandi Ingibjörg Blomsterberg.
C.I.B. ISSh ISJCh Tíbráar Tinda Karuna. Eigandi Bjarnheiður Erlendsdóttir. Ræktendur Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Samstarfssamningur við Royal Canin á Íslandi
Stjórn Tíbet spanieldeildar hefur undirritað samstarfssamning við Royal Canin á Íslandi. Með samstarfinu fær deildin að njóta ýmissa fríðinda. Meðal annars afnot af húsnæði þeirra, t.d. undir eina deildarsýningu á ári, afnot af kaffihúsi, t.d. fyrir fyrirlestra eða bingó. Deildin getur líka fengið afnot af salnum á góðu verði, t.d. fyrir sýningarþjálfanir.eða aðra hittinga. Fóðurgjafir til að nota í verðlaun fyrir heiðrun stigahæstu hunda ársins og á deildarsýningu.
Með þessum samstarfsamningi stefnum við á að efla félagsstarfið á næsta starfsári og gera eitthvað skemmtilegt saman.
Kynningar og heimasíðan
Engin smáhundakynning var á starfsárinu vegna Covid 19
Við höfum haldið úti Facebook-síðu fyrir okkar tegund undir heitinu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ“. Þar höfum við sett inn allar fréttir og uppákomur sem tilheyra okkar tegund. Einnig er önnur Facebook-síða (svokölluð „like-síða“) sem tengd er við heimasíðuna. Sú síða heitir „Tíbet spanieldeild HRFÍ“.
Heimasíðan okkar hefur verið undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur heimasíðustjóra og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um það helsta á starfsárinu.
Meginverkefni ræktunarstjórnar er að standa vörð um andlegt og líkamlegt heilbrigði og ræktunarmarkmið Tíbet spaniel hunda. Við verðum öll að hafa metnað fyrir þessari frábæru tegund okkar með góðri kynningu á henni og metnaði í ræktun, öðruvísi tekst okkur ekki að ná markmiðum okkar. Einnig er gaman að efla félagsandann í deildinni með skemmtilegum viðburðum en þá verða líka allir að leggjast á eitt svo það takist því deildin er jú auðvitað bara fólkið sem í henni er. Við stefnum á að gera eitthvað skemmtilegt saman á nýju starfsári.
29. mars 2023.
F.h. ræktunarstjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir.
Ræktunarstjórn 2022-2023:
Auður Valgeirsdóttir formaður
Kristjana Ólafsdóttir gjaldkeri
Helga Kolbeinsdóttir ritari
Ingibjörg Blomsterberg meðstjórnandi
Guðrún Helga Harðardóttir meðstjórnandi
Heimasíðustjóri:
Helga Kolbeinsdóttir