Tíbet Spanieldeild HRFÍ
  • Fréttir
  • Myndir
    • Deildarviðburðir >
      • Hvolpapartý apríl 2013
    • Garðheimar >
      • Garðheimar 2012
      • Garðheimar 2013
    • Aðsendar myndir
    • Myndir úr göngum >
      • Tíbbaganga í apríl
      • Tíbbaganga í júní
      • Tíbbaganga júlí
      • Tíbbaganga júní 2013
      • Tibbaganga agust 2013
    • Myndir af sýningum >
      • Ágústsýning 2012
      • Febrúarsýning 2013
      • Reykjavík Winner Show 2013
      • Septembersyning 2013
      • Nóvembersýning 2013
      • Febrúarsýning 2014
      • Reykjavík Winner 2014
      • 45 ára afmælissýning CACIB
  • Ræktun
    • Hvolpar
    • Ræktunarmarkmið
    • Ræktendur
    • DNA próf
  • Deildin
    • Stjórnin
    • Deildarfréttir >
      • Deildarfréttir 2012
      • Deildarfréttir 2013
      • Deildarfréttir 2014
    • Á döfinni
    • Fundargerðir >
      • Fundargerðir 2012 >
        • Fundargerð 16.04.12
        • Fundargerð 04.09.12
        • Fundargerð 20.11.12
      • Fundargerðir 2013 >
        • Fundargerð 14.03.13
        • Fundargerð Ársfundar 2013
        • Fundargerð 16.04.13
        • Fundargerð 18.06.13
        • Fundargerð 17.09.13
      • Fundargerðir 2014 >
        • Fundargerð 14.01.14
        • Fundargerð 12.03.14
      • Fundargerðir 2015 >
        • Fundargerð 08.01.15
        • Fundargerð 24.02.15
        • Fundargerð Ársfundar 2015
        • Fundargerð 14.04.15
        • Fundargerð 09.06.15
      • Fundargerðir 2016 >
        • Fundargerð 02.02.16
        • Fundargerð Ársfundar 2016
        • Fundargerð 08.04.16
        • Fundargerð 09.05.16
        • Fundargerð 21.06.16
        • Fundargerð 24.08.16
        • Fundargerð 03.11.16
      • Fundargerðir 2017 >
        • Fundargerð 18.01.17
        • Fundargerð ársfundar 2017
        • Fundargerð 26.04.17
        • Fundargerð 11.11.17
      • Fundargerðir 2018 >
        • Fundargerð 14.02.18
    • Ársskýrslur >
      • Ársskýrsla stjórnar 2011-2012
      • Ársskýrsla stjórnar 2012-2013
      • Ársskýrsla stjónar 2013-2014
      • Ársskýrsla stjórnar 2015-2016
      • Ársskýrsla stjórnar 2014-2015
      • Ársskýrsla stjórnar 2016-2017
      • Ársskýrsla stjórnar 2017-2018
      • Ársskýrsla stjórnar 2018-2019
      • Ársskýrsla stjórnar 2019-2020
      • Ársskýrsla stjórnar 2020-2021
      • Ársskýrsla stjórnar 2021-2022
  • Tíbet Spaniel
    • Um tegundina
    • Saga tegundarinnar
    • Útlit
  • Sýningar
    • Sýningarfréttir
    • Sýningardagatal
    • Stigahæsti hundur
    • Íslenskir og Alþjóðlegir meistarar
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Myndir
    • Deildarviðburðir >
      • Hvolpapartý apríl 2013
    • Garðheimar >
      • Garðheimar 2012
      • Garðheimar 2013
    • Aðsendar myndir
    • Myndir úr göngum >
      • Tíbbaganga í apríl
      • Tíbbaganga í júní
      • Tíbbaganga júlí
      • Tíbbaganga júní 2013
      • Tibbaganga agust 2013
    • Myndir af sýningum >
      • Ágústsýning 2012
      • Febrúarsýning 2013
      • Reykjavík Winner Show 2013
      • Septembersyning 2013
      • Nóvembersýning 2013
      • Febrúarsýning 2014
      • Reykjavík Winner 2014
      • 45 ára afmælissýning CACIB
  • Ræktun
    • Hvolpar
    • Ræktunarmarkmið
    • Ræktendur
    • DNA próf
  • Deildin
    • Stjórnin
    • Deildarfréttir >
      • Deildarfréttir 2012
      • Deildarfréttir 2013
      • Deildarfréttir 2014
    • Á döfinni
    • Fundargerðir >
      • Fundargerðir 2012 >
        • Fundargerð 16.04.12
        • Fundargerð 04.09.12
        • Fundargerð 20.11.12
      • Fundargerðir 2013 >
        • Fundargerð 14.03.13
        • Fundargerð Ársfundar 2013
        • Fundargerð 16.04.13
        • Fundargerð 18.06.13
        • Fundargerð 17.09.13
      • Fundargerðir 2014 >
        • Fundargerð 14.01.14
        • Fundargerð 12.03.14
      • Fundargerðir 2015 >
        • Fundargerð 08.01.15
        • Fundargerð 24.02.15
        • Fundargerð Ársfundar 2015
        • Fundargerð 14.04.15
        • Fundargerð 09.06.15
      • Fundargerðir 2016 >
        • Fundargerð 02.02.16
        • Fundargerð Ársfundar 2016
        • Fundargerð 08.04.16
        • Fundargerð 09.05.16
        • Fundargerð 21.06.16
        • Fundargerð 24.08.16
        • Fundargerð 03.11.16
      • Fundargerðir 2017 >
        • Fundargerð 18.01.17
        • Fundargerð ársfundar 2017
        • Fundargerð 26.04.17
        • Fundargerð 11.11.17
      • Fundargerðir 2018 >
        • Fundargerð 14.02.18
    • Ársskýrslur >
      • Ársskýrsla stjórnar 2011-2012
      • Ársskýrsla stjórnar 2012-2013
      • Ársskýrsla stjónar 2013-2014
      • Ársskýrsla stjórnar 2015-2016
      • Ársskýrsla stjórnar 2014-2015
      • Ársskýrsla stjórnar 2016-2017
      • Ársskýrsla stjórnar 2017-2018
      • Ársskýrsla stjórnar 2018-2019
      • Ársskýrsla stjórnar 2019-2020
      • Ársskýrsla stjórnar 2020-2021
      • Ársskýrsla stjórnar 2021-2022
  • Tíbet Spaniel
    • Um tegundina
    • Saga tegundarinnar
    • Útlit
  • Sýningar
    • Sýningarfréttir
    • Sýningardagatal
    • Stigahæsti hundur
    • Íslenskir og Alþjóðlegir meistarar
  • Hafa samband

Ársskýrsla Tíbet spaniel deildar HRFÍ starfsárið 2012-2013

Aðalmarkmið ræktunarstjórnar er að standa vörð um ræktunarmarkmið og heilbrigði tegundarinnar og vera ráðgefandi aðili fyrir ræktendur sé þess óskað. Heilmikil fjölgun hefur orðið í okkar tegund undanfarin 4 ár og er það ánægjuleg þróun.


Ræktunarstjórn fundaði fjórum sinnum ásamt því að nota stjórnarspjall sem stofnað var á Facebook þar sem rædd voru og ákveðin hin ýmsu mál sem komu upp á milli funda. Auður og Helga sóttu annan fulltrúaráðsfund sem HRFÍ boðaði til, því miður gat enginn af stjórnarmeðlimum mætt á fundinn sem haldinn var 31. október.

Augnskoðun

Augnskoðanir voru fjórar á starfsárinu. Alls mættu 13 tíbet spaniel hundar í skoðun og þar af fimm í fyrsta sinn. Eitt tilfelli af arfgengum augnsjúkdómum greindist í einum hundi. Hann greindist með Distichiasis (eitt auka augnhár) og fékk þá athugasemd að það mætti rækta með hreinum á móti. Annar hundur var greindur með grun um Cataract, Post.pol. en á að koma aftur eftir 6-12 mánuði til frekari greiningar.

Sem betur fer hefur PRA ekki greinst í neinum tíbet spaniel á Íslandi en mjög mikilvægt er að skoða sem flesta hunda til að sjá hvernig stofninn stendur svo að hægt sé að grípa til ráðstafana ef sjúkdómurinn kemur upp. Þess vegna er mikilvægt að allir, og sérstaklega ræktendur tegundarinnar, séu duglegir að uppfræða hvolpaeigendur sína um mikilvægi þess að láta augnskoða hundana jafnvel þó ekki sé áætlað að rækta undan þeim. Eins og flestir vita verða undaneldisdýr að vera með gild augnvottorð ef rækta á undan þeim, annars er ekki hægt að ættbókarfæra gotið.

Ræktunarstjórn skrifaði stjórn HRFÍ og óskaði eftir að augnskoðunarvottorð mættu vera 13 mánaða við pörun í stað 12 mánaða þannig að fólk lenti síður í því að vera með útrunnið vottorð ef þannig stæði á að vottorð væri útrunnið og stutt í næstu augnskoðun. Við fengum þessa ósk okkar samþykkta af stjórn HRFÍ.

Ræktun

Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningu hjá HRFÍ eða öðrum viðerkunndum af HRFÍ og með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun.

Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum ræktunarstjórnar um val á undaneldishundum þarf skrifleg beiðni að berast með um 2 mánaða fyrirvara til að öruggt sé að hún sé tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun.

Við viljum biðja ræktendur að hvetja hvolpaeigendur sína til að mæta með hunda sína á sýningar til að fá ræktunardóm á þá, sérstaklega sem fullorðna. Ræktunarstjórn vantar alltaf fleiri rakka til að geta mælt með til undaneldis.

Fjölgun

Á starfsárinu hafa fjögur got með 12 hvolpum litið dagsins ljós sem er góð fjölgun í okkar stofni, en á starfsárinu 2011-2012 fæddust 10 hvolpar, þannig að samtals 24 hvolpar hafa fæðst og komist á legg á rúmum 2 árum.

Toyway Tam-Sara og Perlu-Lindar Mikki Snær eignuðust 4 hvolpa, 2 tíkur og 2 rakka 27. júlí 2012. Ræktandi er Berglind Björk Jónsdóttir, Perlu-Lindar ræktun.

C.I.B. ISCh Toyway Ama-Ry-Lix og Perlu-Lindar Mikki Snær eignuðust 3 hvolpa, 2 tíkur og 1 rakka 18. ágúst 2012. Ræktandi er Auður Valgeirsdóttir,Tíbráar Tinda-ræktun.

ISCh. Móna og ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner eignuðust 4 hvolpa, 1 tík og 3 rakka 24. nóvember 2012. Ræktandi er Guðrún Helga Harðardóttir.

Toyway Tam-Sara og Perlu-Lindar Mikki Snær eignuðust 1 tíkar-hvolp 12. febrúar 2013. (Ættbók hefur ekki verið gefin út vegna aldurs hvolpsins). Ræktandi er Berglind Björk Jónsdóttir, Perlu-Lindar ræktun.

Allir hvolparnir hafa fengið frábæra eigendur. Einn tíkarhvolpur úr Tíbráar Tinda gotinu var fluttur út til ræktanda í Noregi.

Inn- og útflutningur

Í janúar sl. kom til landsins tík (party color) frá Noregi sem fædd er 28. júlí 2012. Nafn hennar er Falkiaros Ice Cream for Island. Eigandi hennar er Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Boe.

Einn tíkar hvolpur var fluttur út til Noregs. Nafn hennar er Tíbráar Tinda Turquoise og er þetta fyrsti tíbet spaniel hundurinn sem er fluttur út frá Íslandi. Eigandi hennar er Bente Lund.

Stjórn óskar ræktendum og eigendum til hamingju með hundana sína.

Sýningar

Fjórar sýningar fyrir allar tegundir voru haldnar á árinu 2012 þar sem okkar hundar gátu tekið þátt, þar af þrjár alþjóðlegar og er fyrstu sýningu ársins 2013, sem var alþjóðleg, lokið.
Á febrúarsýningu 2012 voru 9 tíbet spaniel skráðir, þar af 4 hvolpar sem fengu allir heiðursverðlaun. BOB hvolpurinn var svo valinn besti hvolpur dagsins í flokki 4-6 mánaða.
Á júnísýningu voru 12 skráðir (2 mættu ekki) þar af 2 hvolpar sem fengu báðir heiðursverðlaun.
Í ágúst voru 14 skráðir þar af 5 hvolpar. Tveir þeirra fengu heiðursverðlaun.
Í nóvember voru 12 skráðir.
Í febrúar 2013 voru 16 skráðir þar af 5 hvolpar og fengu 2 hvolpar heiðursverðlaun. BOB hvolpurinn var valinn besti hvolpur dagsins í flokki 6-9 mánaða.

Tveir tíbbar þau Tíbráar Tinda Pink Lotus og ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner náðu 3. sæti í tegundahópi 9, Lotus á júní sýningunni og Rúbín á ágústsýningunni.

Tíbráar Tinda ræktun sýndi ræktunarhóp á öllum sýningum ársins og fékk heiðursverðlaun á þeim öllum. Hópurinn gerði enn betur og náði verðlaunasæti um besta ræktunarhóp dagsins á þremur sýningum ársins 2012, 4. sæti í júni, 2. sæti í ágúst, 1. sæti á nóvember, sem meðal annars skilaði Tíbráar Tinda ræktun Auðar 4.-5. sæti um stigahæsta ræktanda ársins 2012 hjá HRFÍ. Á sýningunni í febrúar sl. náði hópurinn 3. sæti í úrslitum dagsins.

Það er frábært að sjá fjölgun skráninga á sýningar hjá okkar tegund á starfsárinu og gaman hve vel okkar tegund hefur gengið á sýningunum. Í viðtölum við dómara í Sámi, blaði HRFÍ, hafa dómarar mjög oft á orði gæði tegundarinnar okkar og að hundarnir séu á heimsmælikvarða. Oftar en ekki hafa þeir lent í verðlaunasætum í tegundahópi 9 sem er fjölmennasti tegundahópurinn á sýningum HRFÍ.

Núna erum við komin með farandbikara á öllum fjórum sýningum ársins fyrir BOB og BOS í fulloðnum.

-          Tíbráar Tinda ræktun (Auður Valgeirsdóttir) gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á febrúarsýningu.

-          Perlu-Lindar ræktun (Berglind B. Jónsdóttir) gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á júnísýningu (sumarsýningu)

-          Tölvutraust ehf (Guðrún Helga og Stefán) gaf faradbikara fyrir BOB og BOS á ágústsýningu.

-          Buddha (ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian - Rannveig Rúna og Gunnar) í minningu G. Eyrúnar Gunnarsdóttur, gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á nóvembersýningu.

-          J.R.J.ehf. (Kolbrún Jónsdóttir) hefur gefið gjafabikara fyrir BOB og BOS á öllum sýningum ársins. Einnig gjafabikara fyrir BOB og BOS hvolp og Tíbráar Tinda og Perlu-Lindar ræktun hafa gefið fyrir BOB og BOS hvolp.


Deildin færir þeim bestu þakkir fyrir.

Stigahæstu tíbet spaniel hundar ársins 2012, jöfn að stigum með 4 stig samkvæmt lista HRFÍ, voru þau ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner (eigandi Kolbrún Jónsdóttir - ræktandi Auður Valgeirsdóttir) og Tíbráar Tinda Pink Lotus (eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir).

Innilegar hamingjuóskir til eiganda og ræktanda

Veittur verður farandverðlaunagripur sem Tíbráar Tinda ræktun og Perlu-Lindar ræktun ásamt Kolbrúnu Jónsdóttur veita fyrir stigahæsta tíbet spaniel ársins, sem reiknað verður innan tegundarinnar með sérstakri stigatöflu.

Nýir meistarar

Enginn nýr meistari fékk staðfestingu um meistaratitil á starfsárinu en tveir rakkar hafa uppfyllt kröfur um alþjóðlega meistaratign (C.I.B.) og er beðið eftir staðfestingu frá FCI um titilinn. Þeir eru:
ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian. Eigendur Auður Valgeirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner. Eigandi Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.

Félagsstarf

Í maí 2012 var haldið opið hús á hundasnyrtistofunni Dekurdýrum undir stjórn Ástu Maríu Guðbergsdóttur hundasnyrtis. Hún fór yfir það með sýnikennslu hvernig best er að halda feldi hundsins og klóm við og einnig hvernig best er að snyrta hann og baða fyrir sýningar. Þetta er í annað sinn sem deildin stendur fyrir svona snyrtikynningu sem hefur mæst vel fyrir af eigendum hundanna.

Sex göngur hafa verið á dagskrá og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Ákveðið hefur verið halda áfram með þessar skemmtilegu göngur, göngustjóri hefur verið Helga Kolbeinsdóttir. Augýsingar um göngurnar hafa verið sendar á póstlistann og líka á heimasíðu og FB síðu deildarinnar svo þær fari nú ekki fram hjá neinum.

Til stóð að halda árshátíð/uppskeruhátíð í nóvember 2012, sendur var póstur á alla á póstlistanum okkar um þá uppákomu en því miður varð ekkert af þessari hátíð vegna dræmrar þátttöku.

Ákveðinn hefur verið dagur í enda apríl þar sem haldið verður ,,hvolpapartý" fyrir þrjú got, þar sem ræktendur bjóða nýjum eigendum með hvolpa sína undir 1 árs aldri og fjölskyldum þeirra að koma og eiga góða stund saman með hvolpunum og kynnast. Partýið verður haldið í Gæludýr.is á Korputorgi.


Kynning - Sámur

Við höfum skrifað deildarfréttir í öll tölublöð Sáms til að leyfa fólki að fylgjast með því sem er að gerast hjá deildinni.

Við höfum tekið þátt í smáhundakynningum í Garðheimum og verið með hundana okkar þar til sýnis og kynningar. Það hefur verið mjög gaman og tekist mjög vel. Allir hundar og menn hafa verið til fyrirmyndar og fólk sýnt þeim mikinn og verðskuldaðan áhuga. Gaman væri að fá fleiri til að vera með okkur á næstu kynningu.

Við höfum haldið úti Facebook-síðu fyrir okkar tegund undir „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ“. Þar höfum við sett inn allar fréttir og uppákomur sem tilheyra okkar tegund. Einnig höfum við sent út á póstlistann okkar það sem er á döfinni hjá okkur og félaginu.

Heimasíða 

Helga Kolbeinsdóttir sá um að gera frábæra síðu fyrir deildina og er fór hún í loftið síðasta vor. Helga hefur líka haft umsjón með síðunni og uppfært hana reglulega með helstu fréttum og myndum úr göngum og sýningum. Deildarmeðlimum er líka velkomnið að senda okkur myndir af hundunum sínum til að birta á síðunni. Við óskum líka eftir að fá myndir af hundum sem hafa fengið meistaratign í gegnum árin til að birta á síðunni. Allar góðar hugmyndir um gott efni til að hafa á síðunni eru vel þegnar.

Hér hefur verið fjallað um það helsta sem gerst hefur á starfsárinu.

Meginverkefni ræktunarstjónar er að standa vörð um andlegt og líkamlegt heilbrigði og ræktunarmarkmið tíbet spaniel hunda. En það er ekki nóg að fimm manneskjur í stjórn séu allar af vilja gerðar. Við verðum öll að hafa metnað fyrir þessari frábæru tegund okkar með góðri kynningu á henni og metnaði í ræktun, öðruvísi tekst okkur ekki að ná markmiði okkar. Einnig er gaman að efla félagsandann í deildinni með skemmtilegum viðburðum en þá verða líka allir að leggjast á eitt svo það takist, því deildin er auðvitað bara fólkið sem í henni er.

7.apríl 2013

F.h. ræktunarstjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ.

Auður Valgeirsdóttir, formaður.

Í ræktunarstjórn starfsárið 2012-2013:

Auður Valgeirsdóttir, formaður
Kristjana Ólafsdóttir, gjaldkeri

Helga Kolbeinsdóttir, ritari og heimasíðustjóri

Guðrún Helga Harðardóttir, meðstjórnandi

Kolbrún Jónsdóttir, meðstjórnandi


Powered by Create your own unique website with customizable templates.