Ræktun

Ræktun tegundarinnar er vandmeðfarin og mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir þeim kostnaði sem því fylgir sem og vinnu. Mikilvægt er að gæta vel að heilbrigði hundanna sem við notum í ræktun og er sú krafa gerð á þá sem hyggja á slíkt að þeir mæti með tíbbana sína í augnskoðun. Jafnframt mælumst við til þess að stjórn deildarinnar sé látin vita ef upp koma arfgengir sjúkdómar eða kvillar svo hægt sé að hafa eftirlit með slíku.
Fá got hafa verið á ári, enda er stofninn fremur lítill hérlendis auk þess sem sumar Tíbet spaniel tíkurnar lóða einungis einu sinni á ári. Meðalfjöldi hvolpa í goti eru 3 til 4. Hér að neðan má finna upplýsingar um hvolpa og fyrirhuguðu got.
Fá got hafa verið á ári, enda er stofninn fremur lítill hérlendis auk þess sem sumar Tíbet spaniel tíkurnar lóða einungis einu sinni á ári. Meðalfjöldi hvolpa í goti eru 3 til 4. Hér að neðan má finna upplýsingar um hvolpa og fyrirhuguðu got.