Á döfinni
Ýmislegt er í bígerð fyrir árið 2012. Áætlað er að fara í reglulegar göngur með tíbbana okkar auk þess sem við munum skipuleggja annarskonar hittinga og gera eitthvað skemmtilegt saman með voffunum okkar. Mun setja inn nánari upplýsingar hér á síðuna svo endilega fylgist vel með.
Snyrtikvöld í Dekurdýrum
Vegna frábærrar þátttöku á snyrtikvöldi deildarinnar í fyrra höfum við ákveðið að endurtaka leikinn. Þriðjudaginn 8. maí næstkomandi kl 20 í húsnæði Dekurdýra á Dalvegi 8 verður snyrtikynning í boði Dekurdýra haldin fyrir Tíbet Spanieldeildina undir stjórn Ástu Maríu Guðbergsdóttur hundasnyrtifræðings. Við hvetjum tíbbaeigendur eindregið að mæta og nýta sér þetta frábæra tækifæri til að fá fræðslu um feldhirðu og snyrtingu á tegundinni okkar í góðum félagsskap. Aðgangur er ókeypis. Vonumst til að sjá sem flesta tíbbaeigendur (án hundanna sinna í þetta sinn)! Stjórn Tíbet Spanieldeildarinnar |