Fundargerð Tibet Spanieldeildar HRFÍ
Grafningshreppi Rimamóum 7 kl. 19.
Þriðjudaginn 9. juni 2015.
4. fundur frá ársfundi.
Mættar voru Auður Valgeirsdóttir formaður, Kristjana Ólafsdóttir gjaldkeri, Kolbrún Jónsdóttir ritari Ingibjörg Ásta Blomsterberg meðstjórandi,
G. Hega Harðardóttir boðaði forföll, Steinunn Þórisdóttir mætti með stuðningur v. stjórn í hinum ýmsu málum.
Auður Valgeirsdóttir setti fundinn og fór yfir síðustu fundargerð.
Aðalfundur HRFÍ var haldinn 26. maí á Hótel Sögu, þar mættu þrjár stjórnarkonur þær Auður Valgeirsdóttir, Kristjana Ólafsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir.
Fulltrúi við stjórn mætti eigning hun Steinunn Þórisdóttir.
Auðgnskoðun fór fram í Sólheimakoti 4. til 6. juni og voru 2 hundar og 1 tík skoðuð og reyndust þau öll frí.
Á Norðurlandasýningunni í Víðidal þann 24. maí til 25. maí 2015 voru 15 hundar skráðir., og gekk þeim öllum vel.
Einn hundur fékk titilinn Norðurljósa-Winner það var þar sem hun var BOB báð dagana það var C.I.B. ISCH RW-13 RW-14 Tíbráar Tinda Pink Lotus,
Þess má geta Lotus var besti hundur á maí sýningar, frábært í annað sinn á nokkrum mán, en í sept. var hun 2.besti hundur sýningar.
Rætt var að við verðum að skaffa fólk á sumarsýninguna í Víðidal sem verður 25. og 25. júlí 2015.
Ákveðið var að hafa grill eins og árið 2014 og grilla saman.
Sýningarþjalfanir v. júlí sýningar verða í Víðidal á grasinu þann 14. júli og 21. juli kl. 18 til 19 kostar kr. 500 kr. og rennur til deildarinnar okkar.
Leiðbeiðandi verður Auður Valgeirsdóttir.
Bikarar v. júli sýningar gefur Silfurs-ræktun Kristjana Ólafsdóttir og Ingibjörg Ásta Blomsterberg, þess má geta Soffía hjá Roal Canin gaf bikara á Norðurljósasýninguna í maí.
Göngur í sumar rætt var um að fara að Sólheimakoti og fara í göngu þar og jafnvel að grilla saman rætt var um að gera það 9. ág. eða 16. ág. 2015.
Rætt var um afmælishátíðina að hafa hana 21. nóvember á Korðutorgi. Stungið var upp á að hafa svona gannisýningu eða open show þar sem eigendur mundu sýna
hunda sína sjálfir, ákv. var að Auður formaður talaði við Soffíu í Dýrheimum um husnæðið og við dómaranemann Þórdísi Björgu.
Rætt að hafa sýningargjaldið kr. 2000 á hund og nota sýningarnúmerið sem happdrættismiða.
Um kvöldið væri svo farið saman út að borða.
fundi slitið kl. 22.
f.h. stjórnar
Kolbrun Jónsdóttir
Ritari.