Ársskýrsla Tíbet Spanieldeildar HRFÍ fyrir starfsárið 2018-2019
Ársskýrsla Tíbet spaniel deildar HRFÍ 2018 -2019
Aðalmarkmið ræktunarstjórnar er að standa vörð um ræktunarmarkmið og heilbrigði tegundarinnar og vera ráðgefandi aðili fyrir ræktendur sé þess óskað. Heilmikil fjölgun hefur orðið í okkar tegund undanfarin ár og er það ánægjuleg þróun.
Ræktunarstjórn fundaði þrisvar sinnum ásamt því að nota stjórnarspjallið á Facebook þar sem rædd voru og ákveðin hin ýmsu mál sem komu upp á milli funda. Tveir fulltrúaráðsfundir HRFÍ voru haldnir, en því miður gat enginn mætt á fundina fyrir hönd stjórnar deildarinnar.
Augnskoðun
Augnskoðanir voru fjórar á starfsárinu. Alls mættu 21 Tíbet spaniel hundar í skoðun og þar af 6 í fyrsta sinn. 8 voru greindir með Districhiasis (viðsnúið augnhár) sem er arfgengt en má nota í ræktun á móti hreinum. Þrír með entropion. Hinir voru fríir.
Sem betur fer hefur PRA eða PRA3 ekki greinst í neinum Tíbet spaniel á Íslandi en mjög mikilvægt er að skoða sem flesta hunda til að sjá hvernig stofninn stendur svo að hægt sé að grípa til ráðstafana ef þessir sjúkdómar koma upp. Þess vegna verðum við öll að vera á varðbergi og láta augnskoða hundana okkar. Eins er nauðsynlegt að fylgjast með ef aðrir sjúkdómar koma upp. Eins og flestir vita verða undaneldisdýr að vera með gild augnvottorð ef rækta á undan þeim. Augnvottorðið má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun - annars er ekki hægt að ættbókarfæra gotið.
DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3
Frá 8. júlí 2013 var DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3 tilbúið eftir margra ára rannsóknir hjá AHT í Bretlandi. Prófaðir hafa verið flestir undaneldishundar á Íslandi.
Allir reyndust þeir fríir og þar af leiðandi þurfa afkvæmi þeirra ekki að fara í próf ef báðir foreldrar þeirra eru fríir af sjúkdómnum. Allar niðurstöður og linkar á vottorð þeirra eru komin á heimasíðu deildarinnar og hægt að nálgast allar upplýsingar þar. Þess má geta að PRA3 er einn af PRA sjúkdómunum og er ekki enn komið próf fyrir öðrum en PRA3. Þess má geta að með þeim hundum, sem hafa verið testaðir við PRA3 sjúkdómnum, má segja að meirihlutinn af nýja stofninum okkar sé frír af PRA3 þar sem ekki þarf að prófa afkvæmi þeirra ef hitt foreldrið er einnig frítt af PRA 3. Þau got sem fæðst hafa undanfarin ár hafa öll verið undan PRA3 fríum foreldrum. Ein innflutt tík var DNA prófuð á starfsárinu og var hún frí af sjúkdómnum.
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum viðurkenndum af HRFÍ oftar en einu sinni með lágmarkseinkunnina „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun.
Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum um val á undaneldishundum frá ræktunarstjórn þarf skrifleg beiðni þess efnis að berast með um 2 mánaða fyrirvara til að öruggt sé að hún verði tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun. Lágmarksaldur Tíbet spaniel tíka við fyrstu pörun er 20 mánaða.
Við viljum biðja ræktendur að hvetja hvolpaeigendur sína til að mæta með hundana á sýningar til að fá ræktunardóm á þá, sérstaklega sem fullorðna. Ræktunarstjórn getur ekki mælt með rakka eða tík til undaneldis nema viðkomandi hafi uppfyllt þessar kröfur.
Fjölgun
Á starfsárinu hafa sex got litið dagsins ljós og komist á legg, alls 23 hvolpar, 12 tíkur og 11 rakkar. Þetta er met ár í fjölgun í deildinni okkar á einu starfsári.
Inn-og útfluttningur
Enginn Tíbet spaniel var fluttur til landsins á starfsárinu.
Fjórir Tíbet spaniel voru fluttur frá landinu, 3 fóru til Danmerkur með eigendum sínum. Ein tík fór til Noregs.
Óskum þeim og eigendum þeirra gæfu í nýja landinu.
Sýningar
Sex sýningar, fyrir allar tegundir, voru haldnar á starfsárinu 2018-2019. Af þessum sex voru 3 alþjóðlegar og 3 NKU sýningar. Þrjár hvolpasýningar voru haldnar á starfsárinu, á febrúarsýningunni s.l. voru hvolparnir sýndir með þeim fullorðnu. Okkar tegund átti fulltrúa á öllum hvolpasýningunum.
Á sumarsýningunni 9.-10. júní voru tvær sýningar og hvolpasýning sem var haldin 8. Júní, þar voru 4 Tíbet spaniel hvolpar skráðir. Fyrri sumarsýningin var Reykjavík Winner 2018 og NKU (norðurlandasýning) og voru 21 Tíbet spaniel-hundar skráðir og fengu þeir sem urðu BOB og BOS titilinn RW-18 fyrir framan nafnið sitt eins og undanfarin ár. Þau sem fengu tiilinn RW-18 voru BOB - ISJCh RW-18 Demetríu Han Solo og BOS - ISCh ISJCh NLM RW-18. Tíbráar Tinda Mudita.
Seinni sýningin 10. júní var alþjóðleg og voru 20 Tíbet Spaniel skráðir.
Á ágústsýningunni voru tvær sýningar sem haldnar voru 25.- 26. ágúst. Fyrri sýningin var NKU sýning og voru 12 Tíbet spaniel skráðir. Seinni sýningin var alþjóðleg og voru 12 Tíbet spaniel skráðir. Á hvolpasýninguna sem haldin var 24. Ágúst voru 8 Tíbet spaniel skráðir 4 í yngri flokk og 4 í eldri flokk. .
Á nóvembersýninguna (24.-25.11) sem var NKU sýning og kölluð Winter Wonderland ásamt því veita Crufts Qualitification þeim hundum sem voru BOB og BOS og BOB og BOS ungliðar. voru 28 Tíbet spaniel skráðir. Á hvolpasýninguna sem haldin var 23. Nóvermber voru 9 hvolpar skráðir 7 í yngri flokk og 2 í eldri flokk.
Fyrsta sýning ársins 2019 var haldin 23.-24. febrúar. Sýningin var Alþjóðleg og var kölluð Norðurljósasýning. 30 Tíbet spaniel voru skráðir, þar af voru 9 skráðir í eldri hvolpaflokk. BOB og BOS hundum voru veitt norðuljósastig ásamt hinum venjubundnu.
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2018
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2018 samkvæmt lista HRFÍ er tíkin NORDICCH, ISCh ISJCh RW-18, NLM Tíbráar Tinda Mudita „Dita“ en hún varð í 17.-21. sæti yfir stigahæstu hunda HRFÍ með 13 stig. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
C.I.B. ISCh RW-13-14 ISVETCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ varð í 2. sæti yfir stigahæstu öldunga HRFÍ ársins 2018 með 53 stig. Eigandi Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Tíbráar Tinda ræktun Auðar Valgeirsdóttur varð í 3. sæti yfir stigahæsta ræktendur HRFÍ ársins 2018 með 53 stig. Þess má geta að hún var heiðruð af HRFÍ á fyrstu sýningu ársins 2019 ásamt þeim sem urðu í 1. og 2. sæti.
Það er ekki auðvelt að ná inn á stigahæsta lista HRFÍ þar sem okkar tegund tilheyrir tegundahópi 9 sem er fjölmennasti hópur sýningar með yfir 20 tegundir og komast aðeins þeir sem lenda í verðlaunasætum í tegundahópnum á listann. Að þessu sinni náðu 3 Tibet spaniel á listann með Tíbráar Tinda Muditu, en það voru Demetríu Bruce og Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner.
Það er frábært að sjá jafna og góða fjölgun skráninga á sýningar hjá okkar tegund á starfsárinu og frábært hvað margir hvolpar hafa verið sýndir, vonandi halda þeir áfram að vera sýndir. Einnig er gaman að sjá hve vel okkar tegund hefur gengið á sýningunum og fengið frábæra dóma og frábærar umsagnir í Sámi, frá dómurum sem dæmdu þá.
Gaman er að segja frá því að okkar tegund átti fulltrúa í grúbbusætum á nokkrum sýningum starfsársins. Einnig áttum við fulltrúa í BIS sætum öldunga og líka í ræktundarhópum.
C.I.B. ISCh RW-13-RW-14 VETCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ tók þátt í öllum sýningum ársins sem öldungur. Hann uppskar glæsilega og endaði sem 2. Stigahæsti öldungur ársina 2018.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Núna erum við komin með farandbikara á allar fastar sýningar ársins fyrir BOB og BOS í fullorðnum.
Gjafabikarar
Gjafabikara bæði fyrir hvolpa og þá fullorðnu hafa verið gefnir af Demetríu ræktun, FargurRósar ræktun, Sedalia´s ræktun, Tíbráar Tinda ræktun, Perlu-Lindar ræktun og Kolbrúnu Jónsdóttur í nafni Rúbíns og Tim-Bú.
Deildin færir þessum aðilum bestu þakkir fyrir.
Nýir meistarar
Sjö nýir meistarar.
Einn íslenskur meistari (ISCh), einn ungliðameistarar (ISJCh), einn öldungameistari (ISVETCh) og tveir alþjóðlegir meistarar (C.I.B.) einn norðurljósameistari (NLM) einn nýr NORDICCh og sá fyrsti í tegundinni á Íslandi fengu staðfestingu frá HRFÍ og FCI á starfsárinu. Það eru:
Félagsstarf
Nokkrar hittingar/göngur hafa verið farnar á starfsárinu. Auglýsingar um hittingana /göngurnar hafa verið settar Facebook-síðu deildarinnar með frekar stuttum fyrirvara sem hefur reynst ágætlega. Hist hefur verið í hundagerðinu í Mosfellsbæ.
Við vorum með tvær sýningar-æfingar í Reiðhöll Andvara og tvær í húsnæði í Kópavogi fyrir nóvember og febrúarsýningarnar. Mjög vel var mætt í Reiðhöllina. Mjög efitt hefur verið að fá pláss til að æfa sig inni, eftir að gæludýr.is hætti með húsnæðið á Korputorgi.
Annars hafa deildarmeðlimir verið duglegir að nýta sér sýningarþjálfanir Ungmennadeildar fyrir sýningar.
Kynningar og heimasíðan
Ekki er lengur boðið upp á að hafa deildarfréttir í félagsblaðinu okkar Sámi. En oftar en ekki eru dómarar sem tekin eru viðtöl við í Sámi eftir sýningar að hæla okkar tegund í hástert fyrir mikil og jöfn gæði. Það er auðvitað frábær kynning á tegundinni okkar.
Við tókum þátt í smáhundakynningum í Garðheimum bæði í febrúar og í september 2018 og núna í febrúar 2019 og vorum með hundana okkar þar til sýnis og kynningar. Þessar kynningar hafa verið mjög skemmtilegar og tekist mjög vel. Bæði hundar og menn hafa verið til fyrirmyndar og fólk sýnt þeim mikinn og verðskuldaðan áhuga. Básinn okkar var skreyttur glæsilega, m.a. með fallega lógóinu okkar og afhentum við stolt kynningarbækling um okkar ástkæru tegund sem Royal Canin styrkti okkur með. Virkilega flott kynning fyrir smáhundana okkar innan HRFÍ. Hjartans þakkir til allra sem komu með dásamlegu Tíbbana sína á kynninguna. Þessar kynningar eru m.a. að auka mikið eftirspurn eftir tegundinni okkar.
Við höfum haldið úti Facebook-síðu fyrir okkar tegund undir heitinu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ“. Þar höfum við sett inn allar fréttir og uppákomur sem tilheyra okkar tegund. Einnig er önnur Facebook (like) síða sem tengd er við heimasíðuna. Sú síða heitir Tíbet spanieldeild HRFÍ.
Heimasíðan okkar hefur verið í góðri sókn á starfsárinu og uppfærð reglulega af Helgu Kolbeinsdóttur heimasíðustjóra. Deildin keypti slóðina tibetspanieldeild.is á starfsárinu, þannig að þá ætti að vera auðvelt að finna okkur á netinu. Eins og áður hefur komið fram eru allar niðurstöður úr DNA testum fyrir augnsjúkdómnum PRA3 komnar inn á heimasíðuna og nöfn þeirra hunda sem testaðir hafa verið fríir, ásamt öðrum sem eru fríir vegna foreldra sinna eða forfeðra. Þannig að núna geta eigendur hundana séð þarna hvort þeirra hundar séu fríir af PRA3. Allir sem eru skráðir þarna þurfa ekki að fara í DNA test fyrir sjúkdómnum. Ef einhverja hunda vantar enn þarna þá endilega hafið samband við Helgu heimasíðustjóra.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um það helsta sem gerst hefur á starfsárinu.
Meginverkefni ræktunarstjónar er að standa vörð um andlegt og líkamlegt heilbrigði og ræktunarmarkmið Tíbet spaniel hunda. Við verðum öll að hafa metnað fyrir þessari frábæru tegund okkar með góðri kynningu á henni og metnaði í ræktun, öðruvísi tekst okkur ekki að ná markmiðum okkar. Einnig er gaman að efla félagsandann í deildinni með skemmtilegum viðburðum en þá verða líka allir að leggjast á eitt svo það takist því deildin er jú auðvitað bara fólkið sem í henni er.
26. mai 2019.
F.h. ræktunarstjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir, formaður.
Ræktunarstjórn 2018-2019 skipa:
Auður Valgeirsdóttir, formaður
Kristjana Ólafsdóttir, gjaldkeri
Ingibjörg Blomsterberg, ritari
Kolbrún Jónsdóttir, meðstjórnandi
Guðrún Helga Harðardóttir, meðstjórnandi
Starfsnefnd:
Steinunn Þórisdóttir sem stuðningur við stjórn í hinum ýmsu málum.
Heimasíðustjóri:
Helga Kolbeinsdóttir
Aðalmarkmið ræktunarstjórnar er að standa vörð um ræktunarmarkmið og heilbrigði tegundarinnar og vera ráðgefandi aðili fyrir ræktendur sé þess óskað. Heilmikil fjölgun hefur orðið í okkar tegund undanfarin ár og er það ánægjuleg þróun.
Ræktunarstjórn fundaði þrisvar sinnum ásamt því að nota stjórnarspjallið á Facebook þar sem rædd voru og ákveðin hin ýmsu mál sem komu upp á milli funda. Tveir fulltrúaráðsfundir HRFÍ voru haldnir, en því miður gat enginn mætt á fundina fyrir hönd stjórnar deildarinnar.
Augnskoðun
Augnskoðanir voru fjórar á starfsárinu. Alls mættu 21 Tíbet spaniel hundar í skoðun og þar af 6 í fyrsta sinn. 8 voru greindir með Districhiasis (viðsnúið augnhár) sem er arfgengt en má nota í ræktun á móti hreinum. Þrír með entropion. Hinir voru fríir.
Sem betur fer hefur PRA eða PRA3 ekki greinst í neinum Tíbet spaniel á Íslandi en mjög mikilvægt er að skoða sem flesta hunda til að sjá hvernig stofninn stendur svo að hægt sé að grípa til ráðstafana ef þessir sjúkdómar koma upp. Þess vegna verðum við öll að vera á varðbergi og láta augnskoða hundana okkar. Eins er nauðsynlegt að fylgjast með ef aðrir sjúkdómar koma upp. Eins og flestir vita verða undaneldisdýr að vera með gild augnvottorð ef rækta á undan þeim. Augnvottorðið má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun - annars er ekki hægt að ættbókarfæra gotið.
DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3
Frá 8. júlí 2013 var DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3 tilbúið eftir margra ára rannsóknir hjá AHT í Bretlandi. Prófaðir hafa verið flestir undaneldishundar á Íslandi.
Allir reyndust þeir fríir og þar af leiðandi þurfa afkvæmi þeirra ekki að fara í próf ef báðir foreldrar þeirra eru fríir af sjúkdómnum. Allar niðurstöður og linkar á vottorð þeirra eru komin á heimasíðu deildarinnar og hægt að nálgast allar upplýsingar þar. Þess má geta að PRA3 er einn af PRA sjúkdómunum og er ekki enn komið próf fyrir öðrum en PRA3. Þess má geta að með þeim hundum, sem hafa verið testaðir við PRA3 sjúkdómnum, má segja að meirihlutinn af nýja stofninum okkar sé frír af PRA3 þar sem ekki þarf að prófa afkvæmi þeirra ef hitt foreldrið er einnig frítt af PRA 3. Þau got sem fæðst hafa undanfarin ár hafa öll verið undan PRA3 fríum foreldrum. Ein innflutt tík var DNA prófuð á starfsárinu og var hún frí af sjúkdómnum.
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum viðurkenndum af HRFÍ oftar en einu sinni með lágmarkseinkunnina „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun.
Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum um val á undaneldishundum frá ræktunarstjórn þarf skrifleg beiðni þess efnis að berast með um 2 mánaða fyrirvara til að öruggt sé að hún verði tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun. Lágmarksaldur Tíbet spaniel tíka við fyrstu pörun er 20 mánaða.
Við viljum biðja ræktendur að hvetja hvolpaeigendur sína til að mæta með hundana á sýningar til að fá ræktunardóm á þá, sérstaklega sem fullorðna. Ræktunarstjórn getur ekki mælt með rakka eða tík til undaneldis nema viðkomandi hafi uppfyllt þessar kröfur.
Fjölgun
Á starfsárinu hafa sex got litið dagsins ljós og komist á legg, alls 23 hvolpar, 12 tíkur og 11 rakkar. Þetta er met ár í fjölgun í deildinni okkar á einu starfsári.
- Þann 3. Júní 2018 fæddust 7 hvolpar, 2 rakkar og 5 tíkur. Foreldrar eru ISCh Tíbráar Tinda Tiger´s Eye og ISJCh Tíbráar Tinda Princess Sakya-Devi. Ræktandi er Auður Valgeirsdóttir Tíbráar Tinda ræktun. Þess má geta að þetta er stærsta got sem fæðst hefur í tegundinni á Íslandi.
- Þann 3. Ágúst 2018 fæddist 1 tík. Foreldrar eru C.I.B. ISCh, DKCh Demetríu Bruce og Sommerlyst´s Yoi Khe-San. Ræktandi er Guðrún Helga Harðardóttir Demetríu ræktun.
- Þann 20. ágúst 2018 fæddust 3 hvolpar, 2 rakkar og 1 tík. Foreldrar eru C.I.B. ISCh DKCh Demetríu Bruce og Xaramae Eye Candy. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir Demetríu ræktun.
- Þann 31. október 2018 fæddust 3 hvolpar, 2 rakkar og 1 tík. Foreldrar eru C.I.B. ISCh RW-16 NLM Tíbráar Tinda Blue Poppy og Tíbráar Tinda Metta. Ræktandi Linda G Lorange Suðurhjara ræktun.
- Þann 12. Nóvember 2018 fæddust 5 hvolpar, 3 rakkar og 2 tíkur. Foreldrar eru FagurRósar Sæla og Kris Kris Tibetan Lhama. Ræktandi Kristín Anna Toft Jónsdóttir Sóldaggar ræktun.
- Þann 21. Mars 2019 fæddust 4 hvolpar, 2 rakkar og 2 tíkur. Foreldrar eru Lilileian Yankee Doddle og ISCh Tíbráar Tinda Cherry Blossom. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir Tíbráar Tinda ræktun.
Inn-og útfluttningur
Enginn Tíbet spaniel var fluttur til landsins á starfsárinu.
Fjórir Tíbet spaniel voru fluttur frá landinu, 3 fóru til Danmerkur með eigendum sínum. Ein tík fór til Noregs.
Óskum þeim og eigendum þeirra gæfu í nýja landinu.
Sýningar
Sex sýningar, fyrir allar tegundir, voru haldnar á starfsárinu 2018-2019. Af þessum sex voru 3 alþjóðlegar og 3 NKU sýningar. Þrjár hvolpasýningar voru haldnar á starfsárinu, á febrúarsýningunni s.l. voru hvolparnir sýndir með þeim fullorðnu. Okkar tegund átti fulltrúa á öllum hvolpasýningunum.
Á sumarsýningunni 9.-10. júní voru tvær sýningar og hvolpasýning sem var haldin 8. Júní, þar voru 4 Tíbet spaniel hvolpar skráðir. Fyrri sumarsýningin var Reykjavík Winner 2018 og NKU (norðurlandasýning) og voru 21 Tíbet spaniel-hundar skráðir og fengu þeir sem urðu BOB og BOS titilinn RW-18 fyrir framan nafnið sitt eins og undanfarin ár. Þau sem fengu tiilinn RW-18 voru BOB - ISJCh RW-18 Demetríu Han Solo og BOS - ISCh ISJCh NLM RW-18. Tíbráar Tinda Mudita.
Seinni sýningin 10. júní var alþjóðleg og voru 20 Tíbet Spaniel skráðir.
Á ágústsýningunni voru tvær sýningar sem haldnar voru 25.- 26. ágúst. Fyrri sýningin var NKU sýning og voru 12 Tíbet spaniel skráðir. Seinni sýningin var alþjóðleg og voru 12 Tíbet spaniel skráðir. Á hvolpasýninguna sem haldin var 24. Ágúst voru 8 Tíbet spaniel skráðir 4 í yngri flokk og 4 í eldri flokk. .
Á nóvembersýninguna (24.-25.11) sem var NKU sýning og kölluð Winter Wonderland ásamt því veita Crufts Qualitification þeim hundum sem voru BOB og BOS og BOB og BOS ungliðar. voru 28 Tíbet spaniel skráðir. Á hvolpasýninguna sem haldin var 23. Nóvermber voru 9 hvolpar skráðir 7 í yngri flokk og 2 í eldri flokk.
Fyrsta sýning ársins 2019 var haldin 23.-24. febrúar. Sýningin var Alþjóðleg og var kölluð Norðurljósasýning. 30 Tíbet spaniel voru skráðir, þar af voru 9 skráðir í eldri hvolpaflokk. BOB og BOS hundum voru veitt norðuljósastig ásamt hinum venjubundnu.
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2018
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2018 samkvæmt lista HRFÍ er tíkin NORDICCH, ISCh ISJCh RW-18, NLM Tíbráar Tinda Mudita „Dita“ en hún varð í 17.-21. sæti yfir stigahæstu hunda HRFÍ með 13 stig. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
C.I.B. ISCh RW-13-14 ISVETCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ varð í 2. sæti yfir stigahæstu öldunga HRFÍ ársins 2018 með 53 stig. Eigandi Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Tíbráar Tinda ræktun Auðar Valgeirsdóttur varð í 3. sæti yfir stigahæsta ræktendur HRFÍ ársins 2018 með 53 stig. Þess má geta að hún var heiðruð af HRFÍ á fyrstu sýningu ársins 2019 ásamt þeim sem urðu í 1. og 2. sæti.
Það er ekki auðvelt að ná inn á stigahæsta lista HRFÍ þar sem okkar tegund tilheyrir tegundahópi 9 sem er fjölmennasti hópur sýningar með yfir 20 tegundir og komast aðeins þeir sem lenda í verðlaunasætum í tegundahópnum á listann. Að þessu sinni náðu 3 Tibet spaniel á listann með Tíbráar Tinda Muditu, en það voru Demetríu Bruce og Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner.
Það er frábært að sjá jafna og góða fjölgun skráninga á sýningar hjá okkar tegund á starfsárinu og frábært hvað margir hvolpar hafa verið sýndir, vonandi halda þeir áfram að vera sýndir. Einnig er gaman að sjá hve vel okkar tegund hefur gengið á sýningunum og fengið frábæra dóma og frábærar umsagnir í Sámi, frá dómurum sem dæmdu þá.
Gaman er að segja frá því að okkar tegund átti fulltrúa í grúbbusætum á nokkrum sýningum starfsársins. Einnig áttum við fulltrúa í BIS sætum öldunga og líka í ræktundarhópum.
C.I.B. ISCh RW-13-RW-14 VETCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ tók þátt í öllum sýningum ársins sem öldungur. Hann uppskar glæsilega og endaði sem 2. Stigahæsti öldungur ársina 2018.
Innilegar hamingjuóskir til eigenda og ræktenda.
Núna erum við komin með farandbikara á allar fastar sýningar ársins fyrir BOB og BOS í fullorðnum.
- Tíbráar Tinda ræktun (Auður Valgeirsdóttir) gaf farandbikar fyrir BOB og BOS á febrúarsýningu.
- Perlu-Lindar ræktun (Berglind B. Jónsdóttir) gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á júní/júlí sýningu (sumarsýningu)
- Tíbet spaniel deildin gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á Reykjavíkur Winner sumarsýningu.
- Tölvutraust ehf (Guðrún Helga og Stefán) gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á ágústsýningu (september)
- Buddha (C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian) (Rannveig Rúna og Gunnar) í minningu G. Eyrúnar Gunnarsdóttur, gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á nóvembersýningu.
Gjafabikarar
Gjafabikara bæði fyrir hvolpa og þá fullorðnu hafa verið gefnir af Demetríu ræktun, FargurRósar ræktun, Sedalia´s ræktun, Tíbráar Tinda ræktun, Perlu-Lindar ræktun og Kolbrúnu Jónsdóttur í nafni Rúbíns og Tim-Bú.
Deildin færir þessum aðilum bestu þakkir fyrir.
Nýir meistarar
Sjö nýir meistarar.
Einn íslenskur meistari (ISCh), einn ungliðameistarar (ISJCh), einn öldungameistari (ISVETCh) og tveir alþjóðlegir meistarar (C.I.B.) einn norðurljósameistari (NLM) einn nýr NORDICCh og sá fyrsti í tegundinni á Íslandi fengu staðfestingu frá HRFÍ og FCI á starfsárinu. Það eru:
- ISCh Ronja Eigandi og ræktandi Dagný Egilsdóttir.
- ISJCh Mow-Show Halina. Eigendur Helga Kolbeinsdóttir og Auður Valgeirsdóttir.
- VETCh C.I.B. ISCh, RW-13-14 Tíbráar Tinda Prayer Whell Spinner. Eigandi Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
- C.I.B. ISCh DKCh Demetríu Bruce. Eigandi og ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir.
- C.I.B. ISCh Toyway Tim-Bu. Eigandi Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Jouko Leiviskä.
- NLM, C.I.B. ISCh RW-16 Tíbráar Tinda Blue Poppy. Eigandi Helga Kolbeinsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
- NORDICCh, ISCh ISJCh NLM RW-18 Tíbráar Tinda Mudita. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Félagsstarf
Nokkrar hittingar/göngur hafa verið farnar á starfsárinu. Auglýsingar um hittingana /göngurnar hafa verið settar Facebook-síðu deildarinnar með frekar stuttum fyrirvara sem hefur reynst ágætlega. Hist hefur verið í hundagerðinu í Mosfellsbæ.
Við vorum með tvær sýningar-æfingar í Reiðhöll Andvara og tvær í húsnæði í Kópavogi fyrir nóvember og febrúarsýningarnar. Mjög vel var mætt í Reiðhöllina. Mjög efitt hefur verið að fá pláss til að æfa sig inni, eftir að gæludýr.is hætti með húsnæðið á Korputorgi.
Annars hafa deildarmeðlimir verið duglegir að nýta sér sýningarþjálfanir Ungmennadeildar fyrir sýningar.
Kynningar og heimasíðan
Ekki er lengur boðið upp á að hafa deildarfréttir í félagsblaðinu okkar Sámi. En oftar en ekki eru dómarar sem tekin eru viðtöl við í Sámi eftir sýningar að hæla okkar tegund í hástert fyrir mikil og jöfn gæði. Það er auðvitað frábær kynning á tegundinni okkar.
Við tókum þátt í smáhundakynningum í Garðheimum bæði í febrúar og í september 2018 og núna í febrúar 2019 og vorum með hundana okkar þar til sýnis og kynningar. Þessar kynningar hafa verið mjög skemmtilegar og tekist mjög vel. Bæði hundar og menn hafa verið til fyrirmyndar og fólk sýnt þeim mikinn og verðskuldaðan áhuga. Básinn okkar var skreyttur glæsilega, m.a. með fallega lógóinu okkar og afhentum við stolt kynningarbækling um okkar ástkæru tegund sem Royal Canin styrkti okkur með. Virkilega flott kynning fyrir smáhundana okkar innan HRFÍ. Hjartans þakkir til allra sem komu með dásamlegu Tíbbana sína á kynninguna. Þessar kynningar eru m.a. að auka mikið eftirspurn eftir tegundinni okkar.
Við höfum haldið úti Facebook-síðu fyrir okkar tegund undir heitinu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ“. Þar höfum við sett inn allar fréttir og uppákomur sem tilheyra okkar tegund. Einnig er önnur Facebook (like) síða sem tengd er við heimasíðuna. Sú síða heitir Tíbet spanieldeild HRFÍ.
Heimasíðan okkar hefur verið í góðri sókn á starfsárinu og uppfærð reglulega af Helgu Kolbeinsdóttur heimasíðustjóra. Deildin keypti slóðina tibetspanieldeild.is á starfsárinu, þannig að þá ætti að vera auðvelt að finna okkur á netinu. Eins og áður hefur komið fram eru allar niðurstöður úr DNA testum fyrir augnsjúkdómnum PRA3 komnar inn á heimasíðuna og nöfn þeirra hunda sem testaðir hafa verið fríir, ásamt öðrum sem eru fríir vegna foreldra sinna eða forfeðra. Þannig að núna geta eigendur hundana séð þarna hvort þeirra hundar séu fríir af PRA3. Allir sem eru skráðir þarna þurfa ekki að fara í DNA test fyrir sjúkdómnum. Ef einhverja hunda vantar enn þarna þá endilega hafið samband við Helgu heimasíðustjóra.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um það helsta sem gerst hefur á starfsárinu.
Meginverkefni ræktunarstjónar er að standa vörð um andlegt og líkamlegt heilbrigði og ræktunarmarkmið Tíbet spaniel hunda. Við verðum öll að hafa metnað fyrir þessari frábæru tegund okkar með góðri kynningu á henni og metnaði í ræktun, öðruvísi tekst okkur ekki að ná markmiðum okkar. Einnig er gaman að efla félagsandann í deildinni með skemmtilegum viðburðum en þá verða líka allir að leggjast á eitt svo það takist því deildin er jú auðvitað bara fólkið sem í henni er.
26. mai 2019.
F.h. ræktunarstjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir, formaður.
Ræktunarstjórn 2018-2019 skipa:
Auður Valgeirsdóttir, formaður
Kristjana Ólafsdóttir, gjaldkeri
Ingibjörg Blomsterberg, ritari
Kolbrún Jónsdóttir, meðstjórnandi
Guðrún Helga Harðardóttir, meðstjórnandi
Starfsnefnd:
Steinunn Þórisdóttir sem stuðningur við stjórn í hinum ýmsu málum.
Heimasíðustjóri:
Helga Kolbeinsdóttir