Ársskýrsla Tíbet spaniel deildar HRFÍ starfsárið 2013-2014
Aðalmarkmið ræktunarstjórnar er að standa vörð um ræktunarmarkmið og heilbrigði tegundarinnar og vera ráðgefandi aðili fyrir ræktendur sé þess óskað. Heilmikil fjölgun hefur orðið í okkar tegund undanfarin ár og er það ánægjuleg þróun.
Ræktunarstjórn fundaði 4 sinnum ásamt því að nota stjórnarspjall sem stofnað var á Facebook þar sem rædd voru og ákveðin hin ýmsu mál sem komu upp á milli funda. Við (Auður og Kolbrún) sóttum tvo fulltrúaráðsfundi sem HRFÍ boðaði til. Því miður gat enginn af stjórnarmeðlimum mætt á stefnumótunardaginn sem haldinn var í febrúar sl.
Augnskoðun
Augnskoðanir voru fjórar á starfsárinu. Alls mættu sjö Tíbet spaniel hundar í skoðun og þar af einn í fyrsta sinn. Ekkert nýtt tilfelli af arfgengum augnsjúkdómum greindist. Sá sem greindist á síðasta ári með grun um Catarakt, Post.pol. mætti aftur í nóvember sl. en fékk ekki vottorð um hvort þetta væri staðfest eða ekki. Hann á að koma aftur eftir 6-12 mánuði til frekari greiningar.
Sem betur fer hefur PRA ekki greinst í neinum Tíbet spaniel á Íslandi en mjög mikilvægt er að skoða sem flesta hunda til að sjá hvernig stofninn stendur svo að hægt sé að grípa til ráðstafana ef þessi sjúkdómur kemur upp. Þess vegna verðum við öll og sérstaklega ræktendur þessarar tegundar að vera dugleg að uppfræða hvolpeigendur okkar um mikilvægi þess að láta augnskoða hundana sína jafnvel þó ekki sé áætlað að rækta undan þeim. Eins og flestir vita verða undaneldisdýr að vera með gild augnvottorð ef rækta á undan þeim. Augnvottorðið má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun - annars er ekki hægt að ættbókarfæra gotið. Ef þessar reglur eru brotnar fær viðkomandi áminningu frá siðanefnd HRFÍ.
DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3
Frá 8. júlí 2013 var DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3 tilbúið eftir margra ára rannsóknir hjá AHT í Bretlandi. Prófaðir hafa verið átta Tíbet spaniel hundar á Íslandi. Það eru:
C.I.B. ISCh Toyway Ama-Ry-Lix „Tíbrá“
C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Un Bel Figo
C.I.B. ISCh Toyway-Ca-Isla „Tessie“
Toyway Tam-Sara
Toyway Tim Bu
Frostrósar Hrafna
Frostrósar Greifi „Lúkas“
ISCh Móna
Allir reyndust þeir fríir og þar af leiðandi þurfa afkvæmi þeirra ekki að fara í próf ef báðir foreldrar þeirra eru fríir af sjúkdómnum. Ný innflutti finnski Tíbet spaniel rakkinn, Lilileian Yankee Doodle (Topaz), er líka DNA prófaður og er frír af PRA3. Þess má geta að PRA3 er einn af PRA sjúkdómunum og er ekki enn komið próf fyrir öðrum en PRA3. Áfram þarf því að augnskoða hundana til að fylgjast með öðrum augnsjúkdómum, þ.á.m. öðrum tegundum af PRA. Hinir innfluttu þau, Falkiaro`s Just A Jewel For You „Rós“, Sommerlyst´s Rimo Poso „Poso“ og Buus´s Bella Chen-Po „Bella“ eru einning frí, því foreldrar þeirra eru DNA prófaðir og frír af PRA3.
Stjórn hefur rætt hvort við ættum að fara fram á við HRFÍ að DNA prófið fyrir PRA3 sjúkdóminn verði krafa fyrir ættbókarskráningu Tíbet spaniel tegundarinnar. Stjórn var sammála um að fara ekki fram á það að svo stöddu heldur frekar byrja á því að hvetja eigendur til að láta prófa hundana sína ef ætlunin sé að rækta frá þeim. Þess má geta að með þessum hundum, sem hafa verið testaðir við PRA3 sjúkdómnum, má segja að meirihlutinn af nýja stofninum okkar sé frír af PRA3 þar sem ekki þarf að prófa afkvæmi þeirra ef hitt foreldrið er einnig frítt af PRA 3.
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum viðurkenndum af HRFÍ oftar enn einu sinni með lágmarkseinkunnina, „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun.
Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum um val á undaneldishundum frá ræktunarstjórn þarf skrifleg beiðni þess efnis að berast með um 2 mánaða fyrirvara til að öruggt sé að hún verði tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun.
Við viljum biðja ræktendur að hvetja hvolpaeigendur sína til að mæta með hundana á sýningar til að fá ræktunardóm á þá, sérstaklega sem fullorðna. Ræktunarstjórn vantar alltaf fleiri rakka til að geta mælt með til undaneldis.
Ein pörunarbeiðni barst ræktunarstjórn frá Dagnýju Egilsdóttur.
Fjölgun
Á starfsárinu hefur eitt got litið dagsins ljós, undan Frostrósar Sölku og C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Gurardian „Buddha“. Fjórir hvolpar, tvær tíkur og tveir rakkar. Þau fæddust 27. ágúst 2013. Ræktandi er Dagný Egilsdóttir. Óskum við ræktanda og eigendum þeirra til hamingju með hvolpana sína.
Inn-og útfluttningur
Mikil gróska hefur verið undanfarið í innflutningi okkar tegundar sem er mjög ánægjulegt.
Í desember og janúar sl.voru fluttir inn fjórir Tíbet spaniel hundar til landsins. Frá Finnlandi kom rakkinn, Lilileian Yankee Doodle „Topaz“ (fæddur 03.07.2013). Eigendur hans eru Auður Valgeirsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir. Ræktandi Tiina Rämö. Frá Noregi kom tíkin, Falkiaro`s Just A Jewel For You „Rós“ (fædd 19.08.2013). Eigandi hennar er Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Boe. Frá Danmörku komu rakkinn, Sommerlyst´s Rimo Poso „Poso“ (fæddur 06.06.2013) og tíkin, Buus´s Bella Chen-po „Bella“ (fædd 07.06.2013). Ræktandi rakkans er Ragnhild Primdal en tíkin er ræktuð af Lisbeth Buus Jorgensen. Eigandi þeirra beggja er Guðrún Helga Harðardóttir.
Gaman verður að fylgjast með þessum nýbúum í framtíðinni.
Rakkinn Tíbráar Tinda Blue Poppy „Nói“ flutti út til Noregs með eiganda sínum Helgu Kolbeinsdóttur í júní 2013. Ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. Óskum við þeim góðs gengis í Noregi.
Sýningar
Fjórar sýningar, fyrir allar tegundir, voru haldnar á starfsárinu 2013-2014 þar sem okkar hundar gátu tekið þátt, þar af 3 alþjóðlegar. Fyrstu sýningu ársins 2014, sem var alþjóðleg, er lokið. Á sumarsýningunni í maí, sem kallaðist Reykjavík Winner 2013, var boðið upp á þá nýjung að BOB og BOS fengu titilinn RW-13 fyrir framan nafnið sitt. Á þessa sýningu voru 18 Tíbet spaniel skráðir, þar af 4 hvolpar sem fengu allir heiðursverðlaun. Þau sem fengu tiilinn RW-13 eru C.I.B. RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ og ISCh RW-13 Tíbráar Tinda Pink Lotus.
Á septembersýninguna voru 18 skráðir þar af 1 hvolpur sem fékk heiðursverðlaun. Í nóvember voru 19 skráðir. Í febrúar 2014 voru 17 skráðir (1 mætti ekki), þar af 3 hvolpar í báðum flokkum og fengu þeir allir heiðursverðlaun og endaði BOB hvolpurinn sem besti hvolpur dagsins í flokki 4-6 mánaða.
Tveir Tíbbar, bræðurnir C.I.B. RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ náði 3. sæti í tegundahópi 9 í september og C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“ náði 4. sæti í febrúar sl.
Tíbráar Tinda ræktun sýndi ræktunarhóp á öllum sýningum ársins og fékk heiðursverðlaun á þeim öllum. Hópurinn gerði enn betur og náði verðlaunasæti um besta ræktunarhóp dagsins á öllum 4 sýningum ársins 2013, 3. sæti í febrúar, 3. sæti í maí, 4. sæti í september og 1. sæti á nóvember. Þessi árangur skilaði Tíbráar Tinda ræktun Auðar 4. sæti um stigahæsta ræktanda HRFÍ ársins 2013. Á sýningunni í febrúar sl. náði hópurinn 1. sæti í úrslitum dagsins.
Það er frábært að sjá fjölgun skráninga á sýningar hjá okkar tegund á starfsárinu og gaman að sjá hve vel okkar tegund hefur gengið á sýningunum og fengið frábæra dóma.
Núna erum við komin með farandbikara á öllum fjórum sýningum ársins fyrir BOB og BOS í fullorðnum.
Tíbráar Tinda ræktun (Auður Valgeirsdóttir) gaf farandbikar fyrir BOB og BOS á febrúarsýningu.
Perlu-Lindar ræktun (Berglind B. Jónsdóttir) gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á júnísýningu (sumarsýningu) .
Tölvutraust ehf (Guðrún Helga og Stefán) gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á ágústsýningu.
Buddha (ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian) (Rannveig Rúna og Gunnar) í minningu G. Eyrúnar Gunnarsdóttur, gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á nóvembersýningu.
J.R.J.ehf. (Kolbrún Jónsdóttir) hefur gefið gjafbikara fyrir BOB og BOS í fullorðnum á öllum sýningum ársins. Einnig gjafabikara fyrir BOB og BOS hvolp.
Á síðustu sýningu gaf Dagný Egilsdóttir bikar og verðlaunapening fyrir BOB hvolp og besta tíkarhvolp 2 fyrir 4-6 mánaða og Ingibjörg Blomsterberg gaf bikar fyrir BOB hvolp 6-9 mánaða.
Deildin færir þeim bestu þakkir fyrir.
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2013 samkvæmt lista HRFÍ með 4 stig er, C.I.B. RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eiganda og ræktanda
Hvolpasýningar HRFÍ
Tvær hvolpasýningar voru haldnar á starfsárinu á vegum HRFÍ fyrir allar tegundir hvolpa á aldrinum 4-9 mánaða.
Sú fyrri var haldin úti í Víðidalnum 23. júní í blíðskaparverði. Þrír Tíbet spaniel hvolpar tóku þátt, einn í flokki 4-6 mánaða og tveir í flokki 6-9 mánaða. Þeir stóðu sig vel og fengu allir heiðursverðlaun.
Síðari hvolpasýningin var haldin 25. Janúar s.l. í húsnæði Gæludýra á Korputorgi. Tvær hvolpstíkur tóku þátt í flokki 4-6 mánaða, stóðu sig vel og fengu báðar heiðursverðlaun.
Nýir meistarar
Einn nýr íslenskur meistari (ISCh) fékk staðfestingu um meistaratitil á starfsárinu. Það er tíkin ISCh RW-13 Tíbráar Tinda Pink Lotus „Lotus“. Eigandi og ræktandi er Auður Valgeirsdóttir.
Þrír nýir alþjóðlegir meistarar (C.I.B.) fengu staðfestingu frá FCI á starfsárinu. Það eru gotsystkinin, C.I.B. RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“, C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“ og C.I.B. Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory „Glory“. Ræktandi þessara hunda er Auður Valgeirsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Tíbet spaniel á Íslandi sem heilt got nær þessum árangri.
Óskum við eigendum þeirra og ræktanda til hamingju með árangurinn.
Félagsstarf
Nokkrar göngur hafa verið farnar og hefur þátttaka verið ágæt. Áfram verður boðið upp göngur enda frábært fyrir hunda og menn að hittast og kynnast. Göngustjórar hafa verið Helga Kolbeinsdóttir, Ingibjörg Blomsterberg og Jóhanna Þórarinsdóttir. Helga hefur búið í Noregi frá því í júní 2013. Þökkum við henni fyrir hennar störf í göngunefndinni.
Auglýsingar um göngurnar hafa verið sendar á póstlistann okkar og líka á heimasíðu og Facebook síðu deildarinnar svo þær fari nú ekki fram hjá neinum. .
Haldið var „hvolpaparty“ fyrir þrjú got frá Perlu-Lindar ræktun, Tíbráar Tinda ræktun og got Guðrúnar Helgu Harðardóttur. Stjórn og ræktendur buðu nýjum eigendum og fjölskyldum þeirra að koma með hvolpa sína undir 1 árs aldri og eiga góða stund saman með hvolpunum og kynnast. Partýið var haldið í Gæludýrum á Korputorgi og tókst mjög vel. Boðið var upp á veitingar í boði stjórnar og ræktenda.
Kynningar og Sámur
Deildin hefur skrifað deildarfréttir í öll tölublöð Sáms til að leyfa fólki að fylgjast með því sem er að gerast innan hennar.
Við höfum tekið þátt í smáhundakynningum í Garðheimum og verið með hundana okkar þar til sýnis og kynningar. Það hefur verið mjög gaman og tekist mjög vel. Allir hundar og menn hafa verið til fyrirmyndar og fólk sýnt þeim mikinn og verðskuldaðan áhuga. Gaman væri að fá fleiri til að vera með okkur á næstu kynningum.
Við höfum haldið úti Facebook-síðu fyrir okkar tegund undir heitinu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ“. Þar höfum við sett inn allar fréttir og uppákomur sem tilheyra okkar tegund. Einnig höfum við sent út á póstlistann okkar það sem er á döfinni hjá okkur og félaginu okkar.
Heimasíða
Helga Kolbeinsdóttir útbjó og hefur líka haft umsjón með síðunni okkur og uppfært hana reglulega með helstu fréttum og myndum frá göngum og sýningum. Deildarmeðlimum er líka velkomnið að senda okkur myndir af hundunum sínum til að birta á síðunni. Við óskum líka eftir að fá myndir af hundum sem hlotið hafa meistaratign í gegnum árin til að birta á síðunni. Allar góðar hugmyndir um gott efni til að hafa á síðunni eru vel þegnar.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um það helsta sem gerst hefur á starfsárinu.
Meginverkefni ræktunarstjónar er að standa vörð um andlegt og líkamlegt heilbrigði og ræktunarmarkmið Tíbet spaniel hunda. En það er ekki nóg að fimm manneskjur í stjórn séu allar að vilja gerðar. Við verðum öll að hafa metnað fyrir þessari frábæru tegund okkar með góðri kynningu á henni og metnaði í ræktun, öðruvísi tekst okkur ekki að ná markmiði okkar. Einnig er gaman að efla félagsandann í deildinni með skemmtilegum viðburðum en þá verða líka allir að leggjast á eitt svo það takist því deildin er jú auðvitað bara fólkið sem í henni er.
Helga Kolbeinsdóttir, ritari, flutti, eins og áður segir, til Noregs í júní 2013. Hún hefur sinnt ritarastarfinu að hluta til. Hún hefur lokið stjórnarsetu og gefur ekki kost á sér áfram í sjórn að þessu sinni. Stjórn þakkar henni innilega fyrir frábært starf í stjórninni.
11. mars 2014
F.h. ræktunarstjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir, formaður.
Ræktunarstjórn 2013-2014 skipa:
Auður Valgeirsdóttir, formaður
Kristjana Ólafsdóttir, gjaldkeri
Helga Kolbeinsdóttir, ritari
Kolbrún Jónsdóttir, meðstjórnandi (og ritari í forföllum Helgu)
Guðrún Helga Harðardóttir, meðstjórnandi
Ræktunarstjórn fundaði 4 sinnum ásamt því að nota stjórnarspjall sem stofnað var á Facebook þar sem rædd voru og ákveðin hin ýmsu mál sem komu upp á milli funda. Við (Auður og Kolbrún) sóttum tvo fulltrúaráðsfundi sem HRFÍ boðaði til. Því miður gat enginn af stjórnarmeðlimum mætt á stefnumótunardaginn sem haldinn var í febrúar sl.
Augnskoðun
Augnskoðanir voru fjórar á starfsárinu. Alls mættu sjö Tíbet spaniel hundar í skoðun og þar af einn í fyrsta sinn. Ekkert nýtt tilfelli af arfgengum augnsjúkdómum greindist. Sá sem greindist á síðasta ári með grun um Catarakt, Post.pol. mætti aftur í nóvember sl. en fékk ekki vottorð um hvort þetta væri staðfest eða ekki. Hann á að koma aftur eftir 6-12 mánuði til frekari greiningar.
Sem betur fer hefur PRA ekki greinst í neinum Tíbet spaniel á Íslandi en mjög mikilvægt er að skoða sem flesta hunda til að sjá hvernig stofninn stendur svo að hægt sé að grípa til ráðstafana ef þessi sjúkdómur kemur upp. Þess vegna verðum við öll og sérstaklega ræktendur þessarar tegundar að vera dugleg að uppfræða hvolpeigendur okkar um mikilvægi þess að láta augnskoða hundana sína jafnvel þó ekki sé áætlað að rækta undan þeim. Eins og flestir vita verða undaneldisdýr að vera með gild augnvottorð ef rækta á undan þeim. Augnvottorðið má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun - annars er ekki hægt að ættbókarfæra gotið. Ef þessar reglur eru brotnar fær viðkomandi áminningu frá siðanefnd HRFÍ.
DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3
Frá 8. júlí 2013 var DNA próf vegna augnsjúkdómsins PRA3 tilbúið eftir margra ára rannsóknir hjá AHT í Bretlandi. Prófaðir hafa verið átta Tíbet spaniel hundar á Íslandi. Það eru:
C.I.B. ISCh Toyway Ama-Ry-Lix „Tíbrá“
C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Un Bel Figo
C.I.B. ISCh Toyway-Ca-Isla „Tessie“
Toyway Tam-Sara
Toyway Tim Bu
Frostrósar Hrafna
Frostrósar Greifi „Lúkas“
ISCh Móna
Allir reyndust þeir fríir og þar af leiðandi þurfa afkvæmi þeirra ekki að fara í próf ef báðir foreldrar þeirra eru fríir af sjúkdómnum. Ný innflutti finnski Tíbet spaniel rakkinn, Lilileian Yankee Doodle (Topaz), er líka DNA prófaður og er frír af PRA3. Þess má geta að PRA3 er einn af PRA sjúkdómunum og er ekki enn komið próf fyrir öðrum en PRA3. Áfram þarf því að augnskoða hundana til að fylgjast með öðrum augnsjúkdómum, þ.á.m. öðrum tegundum af PRA. Hinir innfluttu þau, Falkiaro`s Just A Jewel For You „Rós“, Sommerlyst´s Rimo Poso „Poso“ og Buus´s Bella Chen-Po „Bella“ eru einning frí, því foreldrar þeirra eru DNA prófaðir og frír af PRA3.
Stjórn hefur rætt hvort við ættum að fara fram á við HRFÍ að DNA prófið fyrir PRA3 sjúkdóminn verði krafa fyrir ættbókarskráningu Tíbet spaniel tegundarinnar. Stjórn var sammála um að fara ekki fram á það að svo stöddu heldur frekar byrja á því að hvetja eigendur til að láta prófa hundana sína ef ætlunin sé að rækta frá þeim. Þess má geta að með þessum hundum, sem hafa verið testaðir við PRA3 sjúkdómnum, má segja að meirihlutinn af nýja stofninum okkar sé frír af PRA3 þar sem ekki þarf að prófa afkvæmi þeirra ef hitt foreldrið er einnig frítt af PRA 3.
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum viðurkenndum af HRFÍ oftar enn einu sinni með lágmarkseinkunnina, „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun.
Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum um val á undaneldishundum frá ræktunarstjórn þarf skrifleg beiðni þess efnis að berast með um 2 mánaða fyrirvara til að öruggt sé að hún verði tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun.
Við viljum biðja ræktendur að hvetja hvolpaeigendur sína til að mæta með hundana á sýningar til að fá ræktunardóm á þá, sérstaklega sem fullorðna. Ræktunarstjórn vantar alltaf fleiri rakka til að geta mælt með til undaneldis.
Ein pörunarbeiðni barst ræktunarstjórn frá Dagnýju Egilsdóttur.
Fjölgun
Á starfsárinu hefur eitt got litið dagsins ljós, undan Frostrósar Sölku og C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Gurardian „Buddha“. Fjórir hvolpar, tvær tíkur og tveir rakkar. Þau fæddust 27. ágúst 2013. Ræktandi er Dagný Egilsdóttir. Óskum við ræktanda og eigendum þeirra til hamingju með hvolpana sína.
Inn-og útfluttningur
Mikil gróska hefur verið undanfarið í innflutningi okkar tegundar sem er mjög ánægjulegt.
Í desember og janúar sl.voru fluttir inn fjórir Tíbet spaniel hundar til landsins. Frá Finnlandi kom rakkinn, Lilileian Yankee Doodle „Topaz“ (fæddur 03.07.2013). Eigendur hans eru Auður Valgeirsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir. Ræktandi Tiina Rämö. Frá Noregi kom tíkin, Falkiaro`s Just A Jewel For You „Rós“ (fædd 19.08.2013). Eigandi hennar er Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Boe. Frá Danmörku komu rakkinn, Sommerlyst´s Rimo Poso „Poso“ (fæddur 06.06.2013) og tíkin, Buus´s Bella Chen-po „Bella“ (fædd 07.06.2013). Ræktandi rakkans er Ragnhild Primdal en tíkin er ræktuð af Lisbeth Buus Jorgensen. Eigandi þeirra beggja er Guðrún Helga Harðardóttir.
Gaman verður að fylgjast með þessum nýbúum í framtíðinni.
Rakkinn Tíbráar Tinda Blue Poppy „Nói“ flutti út til Noregs með eiganda sínum Helgu Kolbeinsdóttur í júní 2013. Ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. Óskum við þeim góðs gengis í Noregi.
Sýningar
Fjórar sýningar, fyrir allar tegundir, voru haldnar á starfsárinu 2013-2014 þar sem okkar hundar gátu tekið þátt, þar af 3 alþjóðlegar. Fyrstu sýningu ársins 2014, sem var alþjóðleg, er lokið. Á sumarsýningunni í maí, sem kallaðist Reykjavík Winner 2013, var boðið upp á þá nýjung að BOB og BOS fengu titilinn RW-13 fyrir framan nafnið sitt. Á þessa sýningu voru 18 Tíbet spaniel skráðir, þar af 4 hvolpar sem fengu allir heiðursverðlaun. Þau sem fengu tiilinn RW-13 eru C.I.B. RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ og ISCh RW-13 Tíbráar Tinda Pink Lotus.
Á septembersýninguna voru 18 skráðir þar af 1 hvolpur sem fékk heiðursverðlaun. Í nóvember voru 19 skráðir. Í febrúar 2014 voru 17 skráðir (1 mætti ekki), þar af 3 hvolpar í báðum flokkum og fengu þeir allir heiðursverðlaun og endaði BOB hvolpurinn sem besti hvolpur dagsins í flokki 4-6 mánaða.
Tveir Tíbbar, bræðurnir C.I.B. RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“ náði 3. sæti í tegundahópi 9 í september og C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“ náði 4. sæti í febrúar sl.
Tíbráar Tinda ræktun sýndi ræktunarhóp á öllum sýningum ársins og fékk heiðursverðlaun á þeim öllum. Hópurinn gerði enn betur og náði verðlaunasæti um besta ræktunarhóp dagsins á öllum 4 sýningum ársins 2013, 3. sæti í febrúar, 3. sæti í maí, 4. sæti í september og 1. sæti á nóvember. Þessi árangur skilaði Tíbráar Tinda ræktun Auðar 4. sæti um stigahæsta ræktanda HRFÍ ársins 2013. Á sýningunni í febrúar sl. náði hópurinn 1. sæti í úrslitum dagsins.
Það er frábært að sjá fjölgun skráninga á sýningar hjá okkar tegund á starfsárinu og gaman að sjá hve vel okkar tegund hefur gengið á sýningunum og fengið frábæra dóma.
Núna erum við komin með farandbikara á öllum fjórum sýningum ársins fyrir BOB og BOS í fullorðnum.
Tíbráar Tinda ræktun (Auður Valgeirsdóttir) gaf farandbikar fyrir BOB og BOS á febrúarsýningu.
Perlu-Lindar ræktun (Berglind B. Jónsdóttir) gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á júnísýningu (sumarsýningu) .
Tölvutraust ehf (Guðrún Helga og Stefán) gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á ágústsýningu.
Buddha (ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian) (Rannveig Rúna og Gunnar) í minningu G. Eyrúnar Gunnarsdóttur, gaf farandbikara fyrir BOB og BOS á nóvembersýningu.
J.R.J.ehf. (Kolbrún Jónsdóttir) hefur gefið gjafbikara fyrir BOB og BOS í fullorðnum á öllum sýningum ársins. Einnig gjafabikara fyrir BOB og BOS hvolp.
Á síðustu sýningu gaf Dagný Egilsdóttir bikar og verðlaunapening fyrir BOB hvolp og besta tíkarhvolp 2 fyrir 4-6 mánaða og Ingibjörg Blomsterberg gaf bikar fyrir BOB hvolp 6-9 mánaða.
Deildin færir þeim bestu þakkir fyrir.
Stigahæsti Tíbet spaniel ársins 2013 samkvæmt lista HRFÍ með 4 stig er, C.I.B. RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Innilegar hamingjuóskir til eiganda og ræktanda
Hvolpasýningar HRFÍ
Tvær hvolpasýningar voru haldnar á starfsárinu á vegum HRFÍ fyrir allar tegundir hvolpa á aldrinum 4-9 mánaða.
Sú fyrri var haldin úti í Víðidalnum 23. júní í blíðskaparverði. Þrír Tíbet spaniel hvolpar tóku þátt, einn í flokki 4-6 mánaða og tveir í flokki 6-9 mánaða. Þeir stóðu sig vel og fengu allir heiðursverðlaun.
Síðari hvolpasýningin var haldin 25. Janúar s.l. í húsnæði Gæludýra á Korputorgi. Tvær hvolpstíkur tóku þátt í flokki 4-6 mánaða, stóðu sig vel og fengu báðar heiðursverðlaun.
Nýir meistarar
Einn nýr íslenskur meistari (ISCh) fékk staðfestingu um meistaratitil á starfsárinu. Það er tíkin ISCh RW-13 Tíbráar Tinda Pink Lotus „Lotus“. Eigandi og ræktandi er Auður Valgeirsdóttir.
Þrír nýir alþjóðlegir meistarar (C.I.B.) fengu staðfestingu frá FCI á starfsárinu. Það eru gotsystkinin, C.I.B. RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“, C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“ og C.I.B. Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory „Glory“. Ræktandi þessara hunda er Auður Valgeirsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Tíbet spaniel á Íslandi sem heilt got nær þessum árangri.
Óskum við eigendum þeirra og ræktanda til hamingju með árangurinn.
Félagsstarf
Nokkrar göngur hafa verið farnar og hefur þátttaka verið ágæt. Áfram verður boðið upp göngur enda frábært fyrir hunda og menn að hittast og kynnast. Göngustjórar hafa verið Helga Kolbeinsdóttir, Ingibjörg Blomsterberg og Jóhanna Þórarinsdóttir. Helga hefur búið í Noregi frá því í júní 2013. Þökkum við henni fyrir hennar störf í göngunefndinni.
Auglýsingar um göngurnar hafa verið sendar á póstlistann okkar og líka á heimasíðu og Facebook síðu deildarinnar svo þær fari nú ekki fram hjá neinum. .
Haldið var „hvolpaparty“ fyrir þrjú got frá Perlu-Lindar ræktun, Tíbráar Tinda ræktun og got Guðrúnar Helgu Harðardóttur. Stjórn og ræktendur buðu nýjum eigendum og fjölskyldum þeirra að koma með hvolpa sína undir 1 árs aldri og eiga góða stund saman með hvolpunum og kynnast. Partýið var haldið í Gæludýrum á Korputorgi og tókst mjög vel. Boðið var upp á veitingar í boði stjórnar og ræktenda.
Kynningar og Sámur
Deildin hefur skrifað deildarfréttir í öll tölublöð Sáms til að leyfa fólki að fylgjast með því sem er að gerast innan hennar.
Við höfum tekið þátt í smáhundakynningum í Garðheimum og verið með hundana okkar þar til sýnis og kynningar. Það hefur verið mjög gaman og tekist mjög vel. Allir hundar og menn hafa verið til fyrirmyndar og fólk sýnt þeim mikinn og verðskuldaðan áhuga. Gaman væri að fá fleiri til að vera með okkur á næstu kynningum.
Við höfum haldið úti Facebook-síðu fyrir okkar tegund undir heitinu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ“. Þar höfum við sett inn allar fréttir og uppákomur sem tilheyra okkar tegund. Einnig höfum við sent út á póstlistann okkar það sem er á döfinni hjá okkur og félaginu okkar.
Heimasíða
Helga Kolbeinsdóttir útbjó og hefur líka haft umsjón með síðunni okkur og uppfært hana reglulega með helstu fréttum og myndum frá göngum og sýningum. Deildarmeðlimum er líka velkomnið að senda okkur myndir af hundunum sínum til að birta á síðunni. Við óskum líka eftir að fá myndir af hundum sem hlotið hafa meistaratign í gegnum árin til að birta á síðunni. Allar góðar hugmyndir um gott efni til að hafa á síðunni eru vel þegnar.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um það helsta sem gerst hefur á starfsárinu.
Meginverkefni ræktunarstjónar er að standa vörð um andlegt og líkamlegt heilbrigði og ræktunarmarkmið Tíbet spaniel hunda. En það er ekki nóg að fimm manneskjur í stjórn séu allar að vilja gerðar. Við verðum öll að hafa metnað fyrir þessari frábæru tegund okkar með góðri kynningu á henni og metnaði í ræktun, öðruvísi tekst okkur ekki að ná markmiði okkar. Einnig er gaman að efla félagsandann í deildinni með skemmtilegum viðburðum en þá verða líka allir að leggjast á eitt svo það takist því deildin er jú auðvitað bara fólkið sem í henni er.
Helga Kolbeinsdóttir, ritari, flutti, eins og áður segir, til Noregs í júní 2013. Hún hefur sinnt ritarastarfinu að hluta til. Hún hefur lokið stjórnarsetu og gefur ekki kost á sér áfram í sjórn að þessu sinni. Stjórn þakkar henni innilega fyrir frábært starf í stjórninni.
11. mars 2014
F.h. ræktunarstjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir, formaður.
Ræktunarstjórn 2013-2014 skipa:
Auður Valgeirsdóttir, formaður
Kristjana Ólafsdóttir, gjaldkeri
Helga Kolbeinsdóttir, ritari
Kolbrún Jónsdóttir, meðstjórnandi (og ritari í forföllum Helgu)
Guðrún Helga Harðardóttir, meðstjórnandi