Deildarfréttir 2014
Sýningar
Fyrsta sýning ársins var alþjóðleg og var haldin 22.-23. febrúar. Alls tóku 17 tíbet spaniel þátt, þar af þrír hvolpar sem stóðu sig vel og fengu allir heiðursverðlaun. Dómari fyrir okkar tegund var Branislav Rajic frá Slóveníu. Dómari tegundahóps 9 var Francesco Cochetti frá Ítalíu.
Úrslit urðu eftirfarandi:
BOB var C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“. Hann fékk CACIB. Eigendur hans eru Auður Valgeirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Hann gerði svo enn betur og varð í 4. sæti í tegundahópi 9.
BR 2 var RW-13 C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“. Hann fékk vara-CACIB. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BR 3 var Tíbráar Tinda Tiger´s Eye „Tiger“. Hann fékk sitt 3. meistarastig. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir.
BR 4 var Tíbráar Tinda Red Snap Dragon „Dragon“. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir.
BOS var RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Pink Lotus „Lotus“. Hún fékk sitt 4. CACIB. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BT 2 var Frostrósar Hrafna. Hún fékk sitt 1. meistarastig og vara-CACIB. Eigandi hennar er Kristín Anna Toft. Ræktendur Jo-Ann Önnudóttir og Brynjar Gunnarsson.
BT 3 var C.I.B. Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory „Glory“. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BT 4 var Tíbráar Tinda Tourmaline „Lotta“. Eigandi Kristín Elfa Guðnarsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Tveir aðrir rakkar, þeir Bruce (eigandi og ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir) og Frostrósar Greifi „Lúkas“ (eigandi Ingibjörg Blomsterberg, ræktendur Jo-Ann Önnudóttir og Brynjar Gunnarsson) og tíkin Demí (eigandi Margrét Kjartansdóttir, ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir) fengu meistarefni (CK) en ekki sæti í úrslitum um besta rakka/tík tegundar.
Hvolpar 4-6 mánaða:
BOB með heiðursverðlaun var Hnota. Eigandi Guðrún Guðmundsdóttir. Ræktandi Dagný Egilsdóttir. Hnota gerði sér svo lítið fyrir og var valin besti hvolpur dagsins í flokki 4-6 mánaða hvolpa.
BT 2 með heiðursverðlaun var Ronja. Eigandi og ræktandi Dagný Egilsdóttir.
Hvolpar 6-9 mánaða:
BOB og BT 1 með heiðursverðlaun var Falkiaro`s Just a Jewel For You „Rós“. Eigandi Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Boe.
BOB ræktunarhópur var valinn Tíbráar Tinda-ræktun. Hópurinn fékk heiðursverðlaun og endaði sem besti ræktunarhópur dagsins. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Dómari fyrir besta ræktunarhóp dagsins var Branislav Rajic frá Slóveníu.
Dómari fyrir besta hvolp dagsins 4-6 mánaða var Arne Foss frá Noregi.
Farandbikara fyrir BOB og BOS gaf Tíbráar Tinda-ræktun Auðar Valgeirsdóttur.
Gjafabikara fyrir fullorðna gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir).
Gjafabikar og verðlaunapeninga fyrir 4-6 mánaða hvolpa gaf Dagný Egilsdóttir.
Gjafabikar fyrir BOB hvolp 6-9 mánaða gaf Ingibjörg Blomsterberg í minningu Lísu.
Þökkum við þeim kærlega fyrir gjafmildina.
Hvolpasýning HRFÍ var haldin 25. janúar sl. í Gæludýr á Korputorgi.
Tveir tíbet spaniel hvolpar tóku þátt. Dómari fyrir okkar tegund var Þórdís Björg Björgvinsdóttir.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Hvolpar 4-6 mánaða:
BOB með heiðursverðlaun var Hnota. Eigandi Guðrún Guðmundsdóttir. Ræktandi Dagný Egilsdóttir.
BT 2 með heiðursverðlaun var Ronja. Eigandi og ræktandi Dagný Egilsdóttir.
Stjórn deildarinnar óskar eigendum og ræktendum hjartanlega til hamingju með hundana sína.
Innflutningur
Í desember og janúar sl. komu fjórir tíbet spaniel hundar til landsins.
Frá Finnlandi kom rakkinn, Lilieian Yankee Doddle „Topaz“. Eigendur Auður Valgeirsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir. Ræktandi Tiina Rämö.
Frá Noregi kom tíkin, Falkiaro`s Just a Jewel For You „Rós“. Eigandi Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Boe.
Frá Danmörku kom rakkinn, Sommerlyst´s Rimo Poso „Pósó“. Eigandi Guðrún Helga Harðardóttir. Ræktandi Ragnhild Primdal.
Frá Danmörku kom tíkin, Buus´s Bella-Chen-Po „Bella". Eigandi Guðrún Helga Harðardóttir. Ræktandi Lisbeth Buus Jorgensen.
DNA test fyrir PRA3
Frá því í júlí sl. hefur verið hægt að DNA-prófa tíbet spaniel við augnsjúkdómnum PRA 3. Þess má geta að þessi sjúkdómur er einn af PRA sjúkdómunum sem finnast í tegundinni og er jafnframt sá sjúkdómur sem leggst á hundana mjög unga og verða þeir blindir mjög ungir. Allar upplýsingar um prófið má finna á rannsóknarstofu The Animal Health Trust í Englandi sem er sú eina sem framkvæmir þetta DNA-próf. Slóðin er http://www.aht.org.uk/ Einnig er velkomið að hafa samband undirritaða um prófið.
Þegar þetta er skrifað hafa níu tíbet spaniel hundar á Íslandi verið prófaðir og voru allir greindir fríir af sjúkdómnum. Þess má geta að nýinnfluttu tíbet spaniel hundarnir eru fríir af PRA 3 vegna þess að foreldrar þeirra eru DNA-prófaðir og frír. Einn var prófaður áður en hann kom til landsins og greindur frír. Þess má geta að áfram er nauðsynlegt að halda áfram að láta augnskoða hundana því fleiri augnsjúkdómar finnast sem ekki er enn hægt að DNA-prófa fyrir.
Við viljum minna tíbet spaniel-eigendur á að láta augnskoða hundana sína reglulega til að hægt sé að fylgjast með stofninum. Skráning og allar upplýsingar á skrifstofu HRFÍ. Þeir sem ætla að rækta undan tíkunum sínum og eigendur undaneldishunda verða að vera með gild augnvottorð þegar parað er og má vottorðið ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun (sjá reglur um undaneldi á heimasíðu HRFÍ).
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum sýningum viðurkenndum af HRFÍ oftar en einu sinni með lágmarkseinkunnina „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun. Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum ræktunarstjórnar um val á undaneldishundum skal senda skriflega beiðni til stjórnar að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir áætlað lóðarí tíkar til að öruggt sé að hún sé tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun.
Heimasíðan okkar er undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur. Slóðin er tibetspaniel.weebly.com Deildin heldur líka úti Facebook-síðu með fréttum og tilkynningum undir nafninu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ.- Tibetan spaniel in Iceland“. Tölvupóstur er sendur til allra sem eru á póstlistanum okkar um þær uppákomur og tilkynningar sem deildin stendur fyrir. Endilega látið okkur vita ef þið fáið ekki tölvupóst frá okkur og einnig ef breytingar verða á netfangi. Endilega fylgist með síðunum okkar, þar er allt sett inn um starf deildarinnar og uppákomur, eins og göngur og fleira, ásamt upplýsingum um tegundina.
Með bestu kveðju og ósk um gleðilegt sumar til ykkar allra, bæði tví-og fjórfættra. Vonumst eftir að sjá ykkur sem flest í sumar á uppákomum félagsins og deildarinnar.
F.h. stjórnar Tíbet spanieldeildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir formaður.
[email protected] eða [email protected] sími 557-5622 eftir kl. 13.00 alla daga.
Fyrsta sýning ársins var alþjóðleg og var haldin 22.-23. febrúar. Alls tóku 17 tíbet spaniel þátt, þar af þrír hvolpar sem stóðu sig vel og fengu allir heiðursverðlaun. Dómari fyrir okkar tegund var Branislav Rajic frá Slóveníu. Dómari tegundahóps 9 var Francesco Cochetti frá Ítalíu.
Úrslit urðu eftirfarandi:
BOB var C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“. Hann fékk CACIB. Eigendur hans eru Auður Valgeirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Hann gerði svo enn betur og varð í 4. sæti í tegundahópi 9.
BR 2 var RW-13 C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“. Hann fékk vara-CACIB. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BR 3 var Tíbráar Tinda Tiger´s Eye „Tiger“. Hann fékk sitt 3. meistarastig. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir.
BR 4 var Tíbráar Tinda Red Snap Dragon „Dragon“. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir.
BOS var RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Pink Lotus „Lotus“. Hún fékk sitt 4. CACIB. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BT 2 var Frostrósar Hrafna. Hún fékk sitt 1. meistarastig og vara-CACIB. Eigandi hennar er Kristín Anna Toft. Ræktendur Jo-Ann Önnudóttir og Brynjar Gunnarsson.
BT 3 var C.I.B. Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory „Glory“. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
BT 4 var Tíbráar Tinda Tourmaline „Lotta“. Eigandi Kristín Elfa Guðnarsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir.
Tveir aðrir rakkar, þeir Bruce (eigandi og ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir) og Frostrósar Greifi „Lúkas“ (eigandi Ingibjörg Blomsterberg, ræktendur Jo-Ann Önnudóttir og Brynjar Gunnarsson) og tíkin Demí (eigandi Margrét Kjartansdóttir, ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir) fengu meistarefni (CK) en ekki sæti í úrslitum um besta rakka/tík tegundar.
Hvolpar 4-6 mánaða:
BOB með heiðursverðlaun var Hnota. Eigandi Guðrún Guðmundsdóttir. Ræktandi Dagný Egilsdóttir. Hnota gerði sér svo lítið fyrir og var valin besti hvolpur dagsins í flokki 4-6 mánaða hvolpa.
BT 2 með heiðursverðlaun var Ronja. Eigandi og ræktandi Dagný Egilsdóttir.
Hvolpar 6-9 mánaða:
BOB og BT 1 með heiðursverðlaun var Falkiaro`s Just a Jewel For You „Rós“. Eigandi Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Boe.
BOB ræktunarhópur var valinn Tíbráar Tinda-ræktun. Hópurinn fékk heiðursverðlaun og endaði sem besti ræktunarhópur dagsins. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Dómari fyrir besta ræktunarhóp dagsins var Branislav Rajic frá Slóveníu.
Dómari fyrir besta hvolp dagsins 4-6 mánaða var Arne Foss frá Noregi.
Farandbikara fyrir BOB og BOS gaf Tíbráar Tinda-ræktun Auðar Valgeirsdóttur.
Gjafabikara fyrir fullorðna gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir).
Gjafabikar og verðlaunapeninga fyrir 4-6 mánaða hvolpa gaf Dagný Egilsdóttir.
Gjafabikar fyrir BOB hvolp 6-9 mánaða gaf Ingibjörg Blomsterberg í minningu Lísu.
Þökkum við þeim kærlega fyrir gjafmildina.
Hvolpasýning HRFÍ var haldin 25. janúar sl. í Gæludýr á Korputorgi.
Tveir tíbet spaniel hvolpar tóku þátt. Dómari fyrir okkar tegund var Þórdís Björg Björgvinsdóttir.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Hvolpar 4-6 mánaða:
BOB með heiðursverðlaun var Hnota. Eigandi Guðrún Guðmundsdóttir. Ræktandi Dagný Egilsdóttir.
BT 2 með heiðursverðlaun var Ronja. Eigandi og ræktandi Dagný Egilsdóttir.
Stjórn deildarinnar óskar eigendum og ræktendum hjartanlega til hamingju með hundana sína.
Innflutningur
Í desember og janúar sl. komu fjórir tíbet spaniel hundar til landsins.
Frá Finnlandi kom rakkinn, Lilieian Yankee Doddle „Topaz“. Eigendur Auður Valgeirsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir. Ræktandi Tiina Rämö.
Frá Noregi kom tíkin, Falkiaro`s Just a Jewel For You „Rós“. Eigandi Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Boe.
Frá Danmörku kom rakkinn, Sommerlyst´s Rimo Poso „Pósó“. Eigandi Guðrún Helga Harðardóttir. Ræktandi Ragnhild Primdal.
Frá Danmörku kom tíkin, Buus´s Bella-Chen-Po „Bella". Eigandi Guðrún Helga Harðardóttir. Ræktandi Lisbeth Buus Jorgensen.
DNA test fyrir PRA3
Frá því í júlí sl. hefur verið hægt að DNA-prófa tíbet spaniel við augnsjúkdómnum PRA 3. Þess má geta að þessi sjúkdómur er einn af PRA sjúkdómunum sem finnast í tegundinni og er jafnframt sá sjúkdómur sem leggst á hundana mjög unga og verða þeir blindir mjög ungir. Allar upplýsingar um prófið má finna á rannsóknarstofu The Animal Health Trust í Englandi sem er sú eina sem framkvæmir þetta DNA-próf. Slóðin er http://www.aht.org.uk/ Einnig er velkomið að hafa samband undirritaða um prófið.
Þegar þetta er skrifað hafa níu tíbet spaniel hundar á Íslandi verið prófaðir og voru allir greindir fríir af sjúkdómnum. Þess má geta að nýinnfluttu tíbet spaniel hundarnir eru fríir af PRA 3 vegna þess að foreldrar þeirra eru DNA-prófaðir og frír. Einn var prófaður áður en hann kom til landsins og greindur frír. Þess má geta að áfram er nauðsynlegt að halda áfram að láta augnskoða hundana því fleiri augnsjúkdómar finnast sem ekki er enn hægt að DNA-prófa fyrir.
Við viljum minna tíbet spaniel-eigendur á að láta augnskoða hundana sína reglulega til að hægt sé að fylgjast með stofninum. Skráning og allar upplýsingar á skrifstofu HRFÍ. Þeir sem ætla að rækta undan tíkunum sínum og eigendur undaneldishunda verða að vera með gild augnvottorð þegar parað er og má vottorðið ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun (sjá reglur um undaneldi á heimasíðu HRFÍ).
Ræktun
Kröfur ræktunarstjórnar til undaneldis eru þær að ræktunardýrin séu ræktunardæmd á sýningum HRFÍ eða öðrum sýningum viðurkenndum af HRFÍ oftar en einu sinni með lágmarkseinkunnina „very good“. Einnig verða undaneldisdýrin að vera með gild augnskoðunarvottorð (viðurkennd af HRFÍ). Vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun. Ef ræktendur óska eftir ráðleggingum ræktunarstjórnar um val á undaneldishundum skal senda skriflega beiðni til stjórnar að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir áætlað lóðarí tíkar til að öruggt sé að hún sé tekin fyrir og afgreidd í tæka tíð fyrir pörun.
Heimasíðan okkar er undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur. Slóðin er tibetspaniel.weebly.com Deildin heldur líka úti Facebook-síðu með fréttum og tilkynningum undir nafninu „Tibetan spaniel á Íslandi innan HRFÍ.- Tibetan spaniel in Iceland“. Tölvupóstur er sendur til allra sem eru á póstlistanum okkar um þær uppákomur og tilkynningar sem deildin stendur fyrir. Endilega látið okkur vita ef þið fáið ekki tölvupóst frá okkur og einnig ef breytingar verða á netfangi. Endilega fylgist með síðunum okkar, þar er allt sett inn um starf deildarinnar og uppákomur, eins og göngur og fleira, ásamt upplýsingum um tegundina.
Með bestu kveðju og ósk um gleðilegt sumar til ykkar allra, bæði tví-og fjórfættra. Vonumst eftir að sjá ykkur sem flest í sumar á uppákomum félagsins og deildarinnar.
F.h. stjórnar Tíbet spanieldeildar HRFÍ,
Auður Valgeirsdóttir formaður.
[email protected] eða [email protected] sími 557-5622 eftir kl. 13.00 alla daga.