Þá er komið að næstu tíbbagöngu deildarinnar! Þriðjudaginn 19. júní næstkomandi kl 19:30 ætlum við í lausagöngu rétt hjá Sólheimakoti (göngum frá bílastæðinu sem er strax á hægri hönd eftir að beygt er inn veginn sem merktur er Sólheimakoti.) Við ætlum að hittast við Olís hjá Rauðavatni líkt og síðast og keyra saman þaðan kl 19:30. Ég verð á grárri Toyota Corolla og síminn minn er 6947415 ef einhver lendir í vandræðum að rata. Þetta verður vonandi fínasta kvöldganga á svæði þar sem okkur er óhætt að leyfa tíbbunum okkar að hlaupa lausum og leika sér. Vonumst til að sjá sem flesta! Sumarkveðja, Stjórnin
|
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|