Hæhó!
Tíbet spaniel deild HRFÍ ætlar að taka þátt í Smáhundadögum Garðheima helgina 9-10 febrúar. Við óskum eftir aðstoð ykkar til að kynna okkar frábæru tegund og deildina okkar. Óskað er eftir viðveru í básnum með hundana í ca. 2 klst. Hundarnir þurfa að vera sáttir við að fólk á öllum aldri klappi þeim. Endilega látið okkur vita á síðunni okkar á facebook eða með tölvupósti á [email protected] ef þið sjáið ykkur fært að mæta með hundana ykkar í Garðheima og takið fram hvaða tími myndi henta ykkur best. Mörg spennandi tilboð á vörum eru í boði í Garðheimum þessa helgi pg þeir sem aðstoða okkur á básnum fá 20% aflslátt af gæludýravörum í búðinni. Endilega hjálpumst að við að kynna okkar æðislegu Tíbba ♥ -- Með kveðju, stjórn Tíbet Spanieldeildar HRFÍ Facebook síðan okkar Við viljum hvetja þá sem hafa áhuga að mæta á sýningarþjálfanir hjá unglingadeildinni. Þetta er bæði góður undirbúningur undir sýningu og fín umhverfisþjálfun fyrir hundana. Skoðið myndina stærri til að sjá tímasetningar. Skiptið í sýningarþjálfun kostar 500kr og rennur það óskipt til Unglingadeildar.Minnum á að mikilvægt er að mæta með sýningartaum, nammi/dót fyrir hundinn, skítapoka og góða skapið! Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 23. - 24. febrúar 2013. Stjórn deildarinnar hvetur meðlimi hennar eindregið að skrá tíbbana sína. Skráningafresti lýkur föstudaginn 25. janúar 2013. - Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Sjá nánar á heimasíðu Hundaræktarfélags Íslands. Ég vil svo minna á að fréttir og myndir af nóvembersýningunni má finna undir Sýningar - Sýningarfréttir hér á síðunni. Með kveðju, Stjórn Tíbet Spanieldeildar HRFÍ Ræktunarstjórn Tíbet spaniel deildar HRFÍ vill minna deildarmenn á að augnskoðun á vegum HRFÍ verður haldin í Reykjavík og á Akureyri, 15.- 16. mars 2013. Mikilvægt er að augnskoða sem flesta Tíbet spaniel hunda til að sjá hvernig stofninn stendur hjá okkur á Íslandi. Eins og flestir vita er ekki hægt að ættbókarfæra Tíbet spaniel got ef foreldrar eru ekki augnskoðuð og vottorð má ekki vera eldra en 13 mánaða við pörun. Endilega skoðið linkinn hérna til að sjá nánar!!
|
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|