Miðvikudagskvöldið 24. maí fór fram heiðrun stigahæstu Tíbet Spaniel hunda ársins 2022 í Kaffihúsi Dýrheima. Allir sem komust inn á lista yfir stigahæstu Tíbba ársins 2022 voru heiðraðir með skjali frá Tíbet Spanieldeildinni og fallegri rós frá 18 rauðum rósum, auk þess sem efstu sætin fengu blómvönd og fóðurpoka frá Dýrheimum. Deildin þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir þessu flottu verðlaun! Að aflokinni heiðrun var svo afar áhugaverður fyrirlestur um sögu og útlit Tíbet Spanieltegundarinnar í boði Tíbba dómarans og ræktandans Tony Moran frá Bretlandi. Deildin þakkar Tony kærlega fyrir áhugaverðan fyrirlestur! Gjald fyrir þátttöku á fyrirlestri var 1.000 krónur og rann sá peningur óskiptur til deildarinnar. Sérstakur ljósmyndari deildarinnar, Pétur Skarp, tók myndir af viðburðinum og þökkum við kærlega fyrir þessa fallegu myndir, ég deili nokkrum hér en þær eru allar inn á Facbeook síðunni okkar. Miðvikudagskvöldið 24. maí fer fram heiðrun stigahæstu Tíbba deildarinnar fyrir árið 2022. Stigagjöfin sem notast er við miðar við árangur hundanna í keppni innan tegundar. Jafnframt heiðrum við sérstaklega þann hund sem er stigahæstur í keppni við aðrar tegundir (stigahæstur á lista HRFÍ) ár hvert. Stigahæsti Tíbet Spaniel ársins 2022 er: CIB NORDICCh ISCh ISVETCh RW-16 NLM ISW-22 ISVW-22 Tíbráar Tinda Blue Poppy "Nói" Eigandi: Helga Kolbeinsdóttir Ræktendur: Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Þráinn Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Stigahæsti Tíbet Spaniel á lista HRFÍ fyrir árið 2022 er:
CIB DKCh ISCh RW-22 Demetríu Bruce Eigandi og ræktandi: Guðrún Helga Harðardóttir Stjórn Tíbet Spanieldeildar óskar eigendum og ræktendum þessara fallegu Tíbba innilega til hamingju með árangurinn. Á næstu dögum kynnum við til leiks alla Tíbbana sem komust á lista í ár yfir stigahæstu Tíbba ársins 2022. Miðvikudagskvöldið 24. maí næstkomandi verður Tíbbaræktandinn og dómarinn Tony Moran frá Bretlandi með fyrirlestur um sögu og útlit tegundarinnar.
Fyrirlesturinn fer fram á Zoom kl. 20:00 Hægt verður að horfa í beinni á sjónvarpsskjá í kaffihúsi Dýrheima að lokinni heiðrun stigahæstu Tíbba deildarinnar (sem hefst kl 19:00) eða rafrænt heima fyrir. Aðgangseyrir að fyrirlestrinum er 1.000 kr. og rennur óskertur til deildarinnar. Þeir sem vilja horfa heima skrá sig á netinu og fá Zoom slóðina senda. Allir hjartanlega velkomnir! Ekki missa af þessum frábæra viðburði! |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|