Miðvikudagskvöldið 24. maí fór fram heiðrun stigahæstu Tíbet Spaniel hunda ársins 2022 í Kaffihúsi Dýrheima. Allir sem komust inn á lista yfir stigahæstu Tíbba ársins 2022 voru heiðraðir með skjali frá Tíbet Spanieldeildinni og fallegri rós frá 18 rauðum rósum, auk þess sem efstu sætin fengu blómvönd og fóðurpoka frá Dýrheimum. Deildin þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir þessu flottu verðlaun! Að aflokinni heiðrun var svo afar áhugaverður fyrirlestur um sögu og útlit Tíbet Spanieltegundarinnar í boði Tíbba dómarans og ræktandans Tony Moran frá Bretlandi. Deildin þakkar Tony kærlega fyrir áhugaverðan fyrirlestur! Gjald fyrir þátttöku á fyrirlestri var 1.000 krónur og rann sá peningur óskiptur til deildarinnar. Sérstakur ljósmyndari deildarinnar, Pétur Skarp, tók myndir af viðburðinum og þökkum við kærlega fyrir þessa fallegu myndir, ég deili nokkrum hér en þær eru allar inn á Facbeook síðunni okkar. |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|