Ársfundur Tíbet spaniel deildar HRFÍ verður haldinn mánudaginn 26. mars nk kl. 20:00 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 2.hæð. Dagskrá : Venjuleg ársfundarstörf Kaffiveitingar ATH! Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Kveðja, Stjórn Tíbet spaniel deildar Á hvolpasýningu Royal Canin og HRFÍ 2. mars sl. urðu úrslit eftirfarandi: Mow-Zow Halina varð besti hvolpur tegundar, BOB og besti hvolpur sýningar í flokknum 6-9 mánaða. Dómari tegundar var Göran Bodegård og dómari BIS úrslita var Tuire Okkola frá Finnlandi. Á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélagsins 4. mars sl. var dómari tegundar Gören Bondegard og urðu úrslit eftirfarandi: Rakkar BR 1 + BOB + BIG1 + BIS2 + CAC + NLM CC+ CACIB var DK Ch Demetríu Bruce BR 2 + BOB öldungur + VET CC var ISVETCh C.I.B. ISCh RW-14-RW 13 Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner BR 3 + V CACIB var ISCh Toyway Tim-Bu BR 4 var Demitríu Ares Tíkur BT 1 + BOS + NLM CC + CACIB var ISCh ISJCh NLM Tíbráar Tinda Mudita BT 2 + v CACIB var FagurRósar Sæla BT 3 + BOB JUN + JUN CC var ISJCh Tíbráar Tinda Princess Sakaya-Devi BT 4 var Tíbráar Tinda Metta Ungliðar ISJCh Tíbráar Tinda Sakaya-Devi varð BOB ungliði og um leið ungliða meistari. Ræktunarhópur BOB ræktunarhópur var Tíbráar Tinda Afkvæmahópur BOB afkvæmahópur var undan Demitríu Bruce Tíbráar Tinda ræktun var svo heiðruð sem 3. stigahæsta ræktun ársins 2017 innan HRFÍ.
|
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|