Hæhó!
Tíbet spaniel deild HRFÍ ætlar að taka þátt í Smáhundadögum Garðheima helgina 9-10 febrúar. Við óskum eftir aðstoð ykkar til að kynna okkar frábæru tegund og deildina okkar. Óskað er eftir viðveru í básnum með hundana í ca. 2 klst. Hundarnir þurfa að vera sáttir við að fólk á öllum aldri klappi þeim. Endilega látið okkur vita á síðunni okkar á facebook eða með tölvupósti á [email protected] ef þið sjáið ykkur fært að mæta með hundana ykkar í Garðheima og takið fram hvaða tími myndi henta ykkur best. Mörg spennandi tilboð á vörum eru í boði í Garðheimum þessa helgi pg þeir sem aðstoða okkur á básnum fá 20% aflslátt af gæludýravörum í búðinni. Endilega hjálpumst að við að kynna okkar æðislegu Tíbba ♥ -- Með kveðju, stjórn Tíbet Spanieldeildar HRFÍ Facebook síðan okkar |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|