Kæru tíbbaeigendur! Ársfundur Tíbet spaniel deildar HRFÍ verður haldinn miðvikudaginn 12. mars kl. 20:00 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. 2.hæð. Dagskrá : Venjuleg ársfundarstörf. Kaffiveitingar Ræktunarstjórn er skipuð fimm félagsmönnum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Í ár er kosið í eitt laust sæti. Kjörgengi og kosningarétt hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og eru skuldlausir við HRFÍ það ár sem ársfundur er haldinn. Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeilda. Með kveðju. F.h. stjórnar Tíbet spaniel deildar HRFÍ. Auður Valgeirsdóttir formaður. |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|