Ársfundur deildarinnar fór fram í Kaffihúsi Dýrheima í Víkurhvarfi 5 í Kópavogi miðvikudagskvöldið 29 mars.
Fundurinn hófst með hefðbundinni dagskrá aðalfundar, Auður Valgeirsdóttir formaður deildarinnar las ársskýrslu síðasta starfsárs sem er aðgengileg hér á síðunni fyrir áhugasama. Eitt got var á starfsárinu, einn tíbbi var innfluttur og við eignuðumst bæði nýja íslenska og Norðurlanda meistara á sýningum ársins. Formaður hvatti að lokum alla tíbbaeigendur að augnskoða hundana sína og fá ræktunardóm á sýningu svo hægt sé að fylgjast með gæðum og heilbrigði stofnsins. Þrjú sæti voru laus í stjórn deildarinnar og var auglýst eftir framboðum á fundinum. Þrjú framboð bárust á og voru því sjálfkjörnar þær Helga Kolbeinsdóttir, Auður Valgeirsdóttir og Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Auður Sif er ný inn í stjórn og bjóðum við hana hjartanlega velkomna. Guðrún Helga Harðardóttir lauk stjórnarsetu sinni til margra ára og þökkum við henni kærlega fyrir hennar störf. Á fundinum var stofnuð Viðburða- og skemmtinefnd tíbbadeildar. Hana skipa Íris Ósk Jóhannesdóttir, Pétur Skarphéðinsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. Tengiliðir við stjórn eru Helga og Auður Sif. Nefndin er öllum opin og hvetjum við áhugasama sem vilja vera með að hafa samband á netfangið okkar [email protected]. Stefnt er á að efna til ýmissa viðburða og hittinga með tíbbana okkar. Stjórn Tíbetspanieldeildar skipa nú: Auður Valgeirsdóttir Kristjana Ólafsdóttir Ingibjörg Blomsterberg Helga Kolbeinsdóttir Auður Sif Sigurgeirsdóttir Stjórn mun funda fljótlega eftir páska og skipta með sér verkum. Þökkum Dýrheimum kærlega fyrir frábæra aðstöðu á kaffihúsinu þeirra og ljúffenga Möndluköku! |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|