Hvolpasýning HRFÍ var haldin í frábæru veðri Víðidal 23. júní s.l. fyrir allar tegundir innan HRFÍ. Þrír tíbet spaniel hvolpar tóku þátt, einn í flokki 4-6 mánaða og 2 í flokki 6-9 mánaða og stóðu sig vel og fengu öll heiðursverðlaun. Sóla og Bruce komust bæði í undanúrslit en ekki í sæti um besta hvolp sýningar. Dómari fyrir okkar tegund var Þórdís Björg Björgvinsdóttir. 4-6 mánaða BOB var valin Perlu-Lindar Sóla. Eigandi og ræktandi hennar er Berglind Björk Jónsdóttir. 6-9 mánaða BOB var valinn Bruce. Eigandi og ræktandi hans er Guðrún Helga Harðardóttir. BR 2. var valinn Ares ,,Eros". Eigendur hans eru Stefán Þórarinsson og Jóhanna Þórarinsdóttir. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir. |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|