Kæru tíbbaeigendur!
Næsta ganga Tíbet Spanieldeildarinnar verður þriðjudaginn 23. apríl næstkomand. Við ætlum að hittast hjá Nesti í Fossvogi, (N1/Subway sem stendur við Kringlumýrabraut) kl 19:00. Við ætlum í taumgöngu í þetta sinn, en við hvetjum fólk til að vera með tíbbana í stuttum taum (ekki flexi) og minnum alla á að koma með skítapoka. Stjórnin mun bjóða uppá Kakó og með því fyrir 200 kr. per fullorðinn. Peningurinn sem safnast mun svo fara í viðburðarsjóð deildarinnar :) Ef einhver lendir í vandræðum með að finna okkur, má hringja í mig í síma 6947415. Vonumst til að sjá sem flesta :) |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|