Kæru Tíbet Spaniel aðdáendur og eigendur. Verið velkomin á nýja heimasíðu Tíbet Spaniel deildar HRFÍ. Um leið og ég býð ykkur velkomin á síðuna, vil ég vekja athygli ykkar á því að síðan er í vinnslu! Ætlunin er að hafa hér myndir og upplýsingar um ræktendur og got og fleira skemmtielgt sem tengist tegundinni okkar. Mig langar að biðja ykkur sem hafið efni sem þið viljið koma á framfæri hér á síðunni að senda mér póst á [email protected]. Myndir eru alltaf vel þegnar. Einnig megið þið láta mig vita ef þið viljið vera á síðunni okkar undir Ræktendur. Sendið mér þá póst með ykkar nafni, nafn á ræktun (ef eitthvað) og netfang eða annað sem þið viljið láta fylgja með. Sama gildir ef þið eruð með, eða hafið nýlega verið með got væri gaman að setja það hingað inn, smá upplýsingar um foreldra og myndir. Einnig er í vinnslu síða með íslenskum meisturum, svo endilega sendið mér myndir og upplýsingar um meistaran ykkar svo ég geti birt hér á síðunni!
Bestu kveðjur, F. hönd stjórnar, Helga, vefsíðustjóri |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|