Fyrsta sýning ársins var haldin síðustu helgi í Reiðhöll Mána í Keflavík. Samtals voru um 120 hvolpar skráðir til leiks af 40 tegundum. Keppt var í tveimur aldursflokkum, ungviða-flokki (3-6 mánaða) og hvolpa-flokki (6-9 mánaða). Einn Tíbet Spaniel var skráður, Tíbráar Tinda Zaya. Hún varð í þriðja sæti um besta hvolp sýningar.
Eigandi Zayu er Hildur María Jónsdóttir og ræktendur eru Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Þráinn Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Deildin óskar eiganda og ræktendum til hamingju. |
VelkominVelkomin á heimasíðu Tíbet Spanieldeildarinnar. Hér finnurðu allskyns fróðleik og fréttir af tegundinni. Færslur
February 2024
Flokkar
All
|