![]() Fyrsta sýning ársins var alþjóðleg og var haldin 22.-23.febrúar. Alls tóku 17 tíbet spaniel þátt, þar af 3 hvolpar sem stóðu sig vel og fengu allir heiðursverðlaun. Dómari fyrir okkar tegund var Branislav Rajic frá Slóveníu. Dómari tegundahóps 9 var Francesco Cochetti frá Ítalíu. Úrslit urðu eftirfarandi: BOB var valinn C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“. Hann fékk CACIB. Eigendur hans eru Auður Valgreirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Hann gerði svo enn betur og varð í 4. sæti í tegundahópi 9 BR 2 var valinn RW-13 C.I.B. ISCh. Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“. Hann fékk vara-CACIB. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 3 var valinn Tíbráar Tinda Tiger´s Eye „Tiger“. Hann fékk sitt 3. meistarastig. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BR 4 var valinn Tíbráar Tinda Red Snap Dragon „Dragon“. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BOS var valin RW-13 ISCh.Tíbráar Tinda Pink Lotus „Lotus“. Hún fékk sitt 4. CACIB. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 2 var valin Frostrósar Hrafna. Hún fékk sitt 1. meistarastig og vara-CACIB. Eigandi hennar er Kristín Anna Toft. Ræktendur Jo-Ann Önnudóttir / Brynjar Gunnarsson. BT 3 var valin C.I.B. Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory „Glory“. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 4 var valin Tíbráar Tinda Tourmaline „Lotta“. Eigandi Kristín Elfa Guðnarsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Tveir aðrir rakkar þeir Bruce (eigandi og ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir) og Frostrósar Greifi „Lúkas“ (eigandi Ingibjörg Blomsterberg, ræktendur Jo-Ann Önnudóttir / Brynjar Gunnarsson) og tíkin Demí (eigandi Margrét Kjartansdóttir, ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir) fengu meistarefni (CK) en ekki sæti í úrslitum um besta rakka/tík tegundar. Hvolpar 4-6 mánaða: BOB með HP var valin Hnota. Eigandi Guðrún Guðmundsdóttir. Ræktandi Dagný Egilsdóttir. Hnota gerði sér svo lítið fyrir og var valin BIS hvolpur dagsins í flokki 4-6 mánaða hvolpa. BT 2 með HP var valin Ronja. Eigandi og ræktandi Dagný Egilsdóttir. Hvolpar 6-9 mánaða. BOB og BT 1 með HP var valin Falkiaro`s Just a Jewel For You „Rós“. Eigandi Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Boe. BOB ræktunarhópur var valinn Tíbráar Tinda-ræktun. Hópurinn fékk heiðursverðlaun og endaði sem BIS 1 ræktunarhópur dagsins. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Dómari fyrir BIS ræktunarhóp dagsins var Branislav Rajic frá Slóveníu. Dómari fyrir BIS hvolp dagsins 4-6 mánaða var Arne Foss frá Noregi. Farandbikara fyrir BOB og BOS gaf Tíbráar Tinda ræktun Auðar Valgeirsdóttur. Gjafabikara fyrir fulloðna gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir) Gjafabikar og verðlaunapening fyrir 4-6 mánaða hvolpana gaf Dagný Egilsdóttir. Gjafabikar fyrir BOB hvolp 6-9 mánaða gaf Ingibjörg í minningu Lísu. Þökkum við þeim kærlega fyrir gjafmildina.
0 Comments
![]() Hvolpasýning HRFÍ var haldin 25. janúar s.l. í Gæludýr á Korputorgi. Tveir tíbet spaniel hvolpar tóku þátt. Dómari fyrir okkar tegund var Þórdís Björg Björgvinsdóttir. Úrslit urðu eftirfarandi. Hvolpar 4-6 mánaða: BOB með HP var valin Hnota. Eigandi Guðrún Guðmundsdóttir. Ræktandi Dagný Egilsdóttir. BT 2 með HP var valin Ronja. Eigandi og ræktandi Dagný Egilsdóttir. Stjórn deildarinnar óskar eigendum og ræktendum hjartanlega til hamingju með hundana sína. ![]() Alþjóðleg sýning var haldin 16.-17. nóvember s.l. Alls voru 19 Tíbet spaniel þátt og enginn hvolpur í þetta sinn. Dómari fyrir okkar tegund var Ásta María Guðbergsdóttir frá Íslandi og var þetta í fyrsta sinn sem hún dæmdi Tíbet spaniel. Úrslit urðu eftirfarandi. BOB. var valin RW-13 ISCh Tíbráar Tinda Pink Lotus ,,Lotus" Hún fékk sitt 3. CACIB. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 2. var valin Tíbráar Tinda Tourmaline ,,Lotta". Hún fékk sitt 1. meistarastig. Eigendur Auður Valgeirsdóttir og Kristín Elfa Guðnadóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 3. var valin ISCh Móna. Hún fékk vara CACIB. Eigandi hennar er Guðrún Helga Harðardóttir. Ræktandi Tina Marie Johnson. BOS var valinn RW-13 CIB ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner ,,Rúbín".Hann fékk CACIB. BR 2. var valinn Tíbráar Tinda Tiger´s Eye ,,Tiger". Hann fékk sitt 2. meistarastig. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BR 3. var valinn CIB ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian ,,Buddha". Hann fékk vara CACIB. Eigendur hans eru Auður Valgreirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 4. var valinn Tíbráar Tinda Red Snap Dragon ,,Dragon". Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. Tveir aðrir rakkar þeir Ares ,,Eros". Eigendur hans eru Jóhanna Þórarinsdóttir og Sefán Þórarinsson. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir og Toyway Tim-Bu ,,Timbú". Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Jouko Leiviskä fengu meistarefni (CK) en ekki sæti í úrslitum um besta rakka tegundar. BOB ræktundarhópur var valinn Tíbráar Tinda ræktun. Hópurinn fékk heiðrusverðlaun og endaði sem BIS 1. ræktunarhópur dagsins. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Dómari fyrir BIS ræktuanrhópa dagsins var Seamus Oates frá Írlandi. Farandbikara fyrir BOB og BOS í minningu G. Eyrúnar Gunnarsdóttur F.11.01. 1985 - D.23.12. 2011 gaf Buddha " (CIB ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian) Gjafabikara fyrir fulloðna gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir) Þökkum þeim kærlega fyrir gjafmildina. Hér má sjá myndir af sýningunni ![]() Úrslit urðu eftirfarnandi Alþjóðleg sýning var haldin 7.-8. speptember s.l. Alls tóku 18 Tíbet spaniel þátt, þar af 1 hvolpur sem stóð sig vel og fékk heiðursverðlaun. Dómari fyrir okkar tegund var Agnes Ganami frá Ísrael. Grúbbu dómari var Hans Van den Berg frá Hollandi. Úrslit urðu eftirfarandi: BOB var valinn RW-13 C.I.B. ISCh. Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner ,,Rúbín".Hann fékk CACIB. Hann gerði svo enn betur og varð í 3. sæti í grúbbu 9. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 2. var valinn Tíbráar Tinda Tiger´s Eye ,,Tiger". Hann fékk sitt 1. meistarastig. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BR 3. var valinn C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian ,,Buddha". Hann fékk vara CACIB. Eigendur hans eru Auður Valgreirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 4. var valinn Toyway Tim-Bu ,,Timbú". Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Jouko Leiviskä. BR 5. var valinn Perlu-Lindar Bjartur. Eigandi hans er Steinunn Þórisdóttir. Ræktandi Berglind Björk Jónsdóttir BOS. var valin RW-13 Tíbráar Tinda Pink Lotus ,,Lotus" Hún fékk sitt 6. meistarastig og þar með rétt til að sækja um ISCh meistartitil. Hún fékk sitt 2. CACIB. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 2. var valin Perlu-Lindar Salka Sól. Hún fékk vara CACIB. Eigandi og ræktandi Berglind Björk Jónsdóttir. BT 3. var valin Perlu-Lindar Freyja. Eigandi og ræktandi Berglind Björk Jónsdóttir. Hvolpar 6-9 mánaða BOB hvolpur með HP var valin tíkin Perlu-Lindar Sóla. Eigandi og ræktandi Berglind Björk Jónsdóttir. BOB ræktundarhópur var valinn Tíbráar Tinda ræktun. Hópurinn fékk heiðrusverðlaun og endaði sem BIS 4. ræktunarhópur dagsins. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Farandbikara fyrir BOB og BOS gaf Tölvutraust ehf. (Guðrún Helga og Stefán) Gjafabikara fyrir fulloðna gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir) Gjafabikar fyrir hvolpinn gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir) Þökkum þeim kærlega fyrir gjafmildina. Hér má sjá myndir af sýningunni ![]() Reykjavík Winner Show - 13 var haldin 25.-26. maí s.l. Alls tóku 18 Tíbet spaniel þátt, þar af 4 hvolpar sem allir fengu heiðursverðlaun. Dómari fyrir okkar tegund var Lena Stålhandske frá Svíþóð. Þessi sýning gaf BOB og BOS hundunum titilinn RW-13 fyrir framan nafnið sitt. Svona winner sýningar eru vel þekktar í nágrannalöndum okkar. Úrslit urðu eftirfarandi: BOB. og RW-13. var valin Tíbráar Tinda Pink Lotus ,,Lotus" Hún fékk sitt 5 meistarastig (of ung fyrir meistartign) Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 2. var valin Tíbráar Tinda Tourmaline ,,Lotta". Eigendur Auður Valgeirsdóttir og Kristín Elfa Guðnadóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 3. var valin Frostrósar Hrafna. Eigandi hennar er Kristín Anna Toft. Ræktendur Jo Ann Önnudóttir / Brynjar Gunnarsson. BOS og RW-13 var valinn CIB ISCH Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner ,,Rúbín". Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 2. var valinn Perlu-Lindar Bjartur. Hann fékk sitt 1. meistarastig. Eigandi hans er Steinunn Þórisdóttir. Ræktandi Berglind Björk Jónsdóttir. BR 3. var valinn Tíbráar Tinda Tiger´s Eye ,,Tiger". Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BR 4. var valinn ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian ,,Buddha". Eigendur hans eru Auður Valgreirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 5. var valinn Toyway Tim-Bu ,,Timbú". Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Jouko Leiviskä. Hvolpar 6-9 mánaða BOB með HP var valinn Bruce. Eigandi og ræktandi hans er Guðrún Helga Harðardóttir. BR 2. með HP var valinn Ares ,,Eros". Eigendur hans eru Stefán Þórarinsson og Jóhanna Þórarinsdóttir. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir. BR 3. með HP var valinn Hercules. Eigandi hans er María Guðbjörg Guðfinnsdóttir. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir. BOS með HP var valin Demi. Eigandi hennar er Margrét Kjartansdóttir. Ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir. BOB ræktundarhópur var valinn Tíbráar Tinda ræktun. Hópurinn fékk heiðrusverðlaun og endað sem BIS 3. ræktunarhópur dagsins. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Farandbikara fyrir BOB og BOS gaf Perlu-Lindar ræktun. Gjafabikara fyrir fulloðna gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir) Gjafabikara og verðlaunapeninga fyrir alla hvolpana gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir) Þökkum þeim kærlega fyrir gjafmildina. ![]() Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands var nú um helgina og voru samtals 16 tíbbar skráðir. Dómarin var Göran Bodegard frá Svíþjóð, en úrslitin voru eftirfarandi: Besti rakki með CACIB og jafnframt besti hundur tegundar var ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian "Buddha". BR2 með Cert og vara CACIB var Tíbráar Tinda Red Snap Dragon "Dragon". Besta tík sýningar með Cert og CACIB var Tíbráar Tinda Pink Lotus "Lotus" Besta tík með HP í hvolpaflokki 6-9 mánaða var Tíbráar Tinda Tourmaline ,,Lotta" . BOB og BR 1 með HP í hvolpaflokki 6-9 mánaða var Tíbráar Tinda Tiger's eye. Hann varð svo jafnframt BIS, besti hvolpur sýningar meðal hvolpa á aldrinum 6-9 mánaða. Tíbráar Tinda ræktunarhópur varð svo BIS 3 eða þriðji besti sýningar. Hér má sjá myndir frá sýningunni. ![]() Alls voru 12 Tíbbar sýndir og stóðu sig allir mjög vel. BOB + BT.1 með sitt 3 meistarastig var valin Tíbráar Tinda Pink Lotus (of ung fyrir CACIB) BT.2 var Tíbráar Tinda Tibets Pride N Glory sem fékk sitt 3 CACIB. BOS + BR.1 með sitt 4 CACIB var valinn ISCH Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner "Rúbín" BR.2 með sitt 3 meistarastig var varð Tíbráar Tinda Red Snap Dragon "Dragon" BR.3 var ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian "Buddha" BR.4 var Toyway Tim-Bu. BOB ræktunarhópur var Tíbráar Tinda ræktun sem fékk heiðursverðlaun og endaði svo sem Besti ræktunarhópur sýningar á laugardeginum :o) ![]() Tekið af vef Hundaræktarfélags Íslands. Alþjóðleg hundasýning HRFÍ Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 17. - 18. nóvember 2012. Skráningafresti lýkur föstudaginn 19. október 2012. - Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Dómarar að þessu sinni eru: Tapio Eerola (Finnland), Natalja Nekrosiene (Litháen), Anna Brankovich (Serbía), Zoran Brankovich (Serbia), John Walsh (Írland), Ole Staunskjær (Danmörk). Vegna athugasemda vegna öryggi kreditkorta hefur félagið ákveðið að taka á móti skráningum (fyrir hunda og unga sýnendur) í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu). Félagsmönnum býðst einnig, á eigin ábyrgð, að senda skráningu á sýningu í gegnum tölvupóst með nafni hunds í ættbók og ættbókanúmeri (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu svo skráning sé tekin gild). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu. Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst. Breytingin mun hafa í för með sér að tafir geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir. Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ eru beðnir að ganga frá skráningu tveimur vikum áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna, þ.e. 6. október 2012. Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ. ![]() Tíbet spaniel hundunum gekk mjög vel á sýningunni og voru okkur öllum til sóma ♥ Það voru 14 Tíbbar sýndir að þessu sinni sem er mjög góð þátttaka í okkar tegund og voru 5 af þeim sýndir í hvolpaflokki 6-9 mánaða. BR 1. varð ISCH Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner "Rúbín" sem fékk sitt 3. CACIB. BR 2. Tíbráar Tinda Red Snap Dragon "Dragon" og fékk hann sitt 2. ísl. meistarastig. BR 3. Perlu-Lindar Mikki Snær. BR 4. ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian "Buddha" BT 1. BOS. varð Tíbráar Tinda Pink Lotus "Lotus" og fékk hún sitt 2. ísl. meistarastig en var of ung fyrir CACIB. BT 2 Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory "Glory" fékk sitt 2 CACIB. BOB hvolpur varð Prelu-Lindar Salka Sól. BOS hvolpur varð Prelu-Lindar Bjartur. Bæði fengu Heiðursverðlaun. Tíbráar Tinda var svo BOS ræktunarhópur og endaði sem BIS 2 ræktunarhópur dagsins. Rúbín keppti svo í grúbbu 9 með yfir 20 tegundum og gerði sér lítið fyrir og lenti í 3. sæti sem er frábær árangur :o) Stjórn deildarinnar óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með flottan árangur :o) Myndir ![]() Sumarsýning HRFÍ var haldin um helgina og voru 12 Tíbet spaniel skráðir (2 mættu ekki) þar af 2 hvolpar í flokki 6-9 mánaða og fengu þeir báðir heiðursverðlaun. Tíbbinn var sýndur á sunnudeginum og allir sem sýndu fengu fína dóma. Í hvolpaflokki var Frostrósar Hrafna valin BOB hvolpur og bróðir hennar Frostrósar Greifi "Lúkas" BOS hvolpur. 8 fullorðnir voru sýndir og var Tíbráar Tinda Pink Lotus valin besta tík, fékk sitt fyrsta meistarastig og var valin BOB aðeins 9 mánaða gömul! Eldri bróðir hennar ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian "Buddha" var valinn besti rakki og BOS, bróðir hans ISCH Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner "Rúbín" var besti rakki 2, og litli bróðir þeirra bræðra, Tíbráar Tinda Red Snap Dragon, var valinn besti rakki 3 og fékk meistarastig. Ekki fengu fleiri CK til að geta keppt um sæti í besta rakka og bestu tík. Tíbráar Tinda ræktunarhópur varð BOB og fékk heiðursverðlaun og var svo valinn BIS 4 ræktunarhópur dagsins. Tíbráar Tinda Pink Lotus gerði sér svo lítið fyrir og lenti í 3. sæti í tegundarhópi 9, sem er fjöllmennasti hópurinn á sýningunni :o) Stjórn deildarinnar óskar eigendum og ræktendum hjartanlega til hamingju með flottan árangur :o) Myndir koma von bráðar :) |
SýningarfréttirHér munum við setja inn úrslit sýninga HRFÍ hverju sinni. Sarpur
March 2014
Flokkar |