Tíbet spaniel hundunum gekk mjög vel á sýningunni og voru okkur öllum til sóma ♥ Það voru 14 Tíbbar sýndir að þessu sinni sem er mjög góð þátttaka í okkar tegund og voru 5 af þeim sýndir í hvolpaflokki 6-9 mánaða. BR 1. varð ISCH Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner "Rúbín" sem fékk sitt 3. CACIB. BR 2. Tíbráar Tinda Red Snap Dragon "Dragon" og fékk hann sitt 2. ísl. meistarastig. BR 3. Perlu-Lindar Mikki Snær. BR 4. ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian "Buddha" BT 1. BOS. varð Tíbráar Tinda Pink Lotus "Lotus" og fékk hún sitt 2. ísl. meistarastig en var of ung fyrir CACIB. BT 2 Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory "Glory" fékk sitt 2 CACIB. BOB hvolpur varð Prelu-Lindar Salka Sól. BOS hvolpur varð Prelu-Lindar Bjartur. Bæði fengu Heiðursverðlaun. Tíbráar Tinda var svo BOS ræktunarhópur og endaði sem BIS 2 ræktunarhópur dagsins. Rúbín keppti svo í grúbbu 9 með yfir 20 tegundum og gerði sér lítið fyrir og lenti í 3. sæti sem er frábær árangur :o) Stjórn deildarinnar óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með flottan árangur :o) Myndir
1 Comment
Sumarsýning HRFÍ var haldin um helgina og voru 12 Tíbet spaniel skráðir (2 mættu ekki) þar af 2 hvolpar í flokki 6-9 mánaða og fengu þeir báðir heiðursverðlaun. Tíbbinn var sýndur á sunnudeginum og allir sem sýndu fengu fína dóma. Í hvolpaflokki var Frostrósar Hrafna valin BOB hvolpur og bróðir hennar Frostrósar Greifi "Lúkas" BOS hvolpur. 8 fullorðnir voru sýndir og var Tíbráar Tinda Pink Lotus valin besta tík, fékk sitt fyrsta meistarastig og var valin BOB aðeins 9 mánaða gömul! Eldri bróðir hennar ISCH Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian "Buddha" var valinn besti rakki og BOS, bróðir hans ISCH Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner "Rúbín" var besti rakki 2, og litli bróðir þeirra bræðra, Tíbráar Tinda Red Snap Dragon, var valinn besti rakki 3 og fékk meistarastig. Ekki fengu fleiri CK til að geta keppt um sæti í besta rakka og bestu tík. Tíbráar Tinda ræktunarhópur varð BOB og fékk heiðursverðlaun og var svo valinn BIS 4 ræktunarhópur dagsins. Tíbráar Tinda Pink Lotus gerði sér svo lítið fyrir og lenti í 3. sæti í tegundarhópi 9, sem er fjöllmennasti hópurinn á sýningunni :o) Stjórn deildarinnar óskar eigendum og ræktendum hjartanlega til hamingju með flottan árangur :o) Myndir koma von bráðar :) |
SýningarfréttirHér munum við setja inn úrslit sýninga HRFÍ hverju sinni. Sarpur
March 2014
Flokkar |