Fyrsta sýning ársins var alþjóðleg og var haldin 22.-23.febrúar. Alls tóku 17 tíbet spaniel þátt, þar af 3 hvolpar sem stóðu sig vel og fengu allir heiðursverðlaun. Dómari fyrir okkar tegund var Branislav Rajic frá Slóveníu. Dómari tegundahóps 9 var Francesco Cochetti frá Ítalíu. Úrslit urðu eftirfarandi: BOB var valinn C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Monastery´s Guardian „Buddha“. Hann fékk CACIB. Eigendur hans eru Auður Valgreirsdóttir og Rannveig Rúna Viggósdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Hann gerði svo enn betur og varð í 4. sæti í tegundahópi 9 BR 2 var valinn RW-13 C.I.B. ISCh. Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner „Rúbín“. Hann fékk vara-CACIB. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 3 var valinn Tíbráar Tinda Tiger´s Eye „Tiger“. Hann fékk sitt 3. meistarastig. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BR 4 var valinn Tíbráar Tinda Red Snap Dragon „Dragon“. Eigandi og ræktandi hans er Auður Valgeirsdóttir. BOS var valin RW-13 ISCh.Tíbráar Tinda Pink Lotus „Lotus“. Hún fékk sitt 4. CACIB. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 2 var valin Frostrósar Hrafna. Hún fékk sitt 1. meistarastig og vara-CACIB. Eigandi hennar er Kristín Anna Toft. Ræktendur Jo-Ann Önnudóttir / Brynjar Gunnarsson. BT 3 var valin C.I.B. Tíbráar Tinda Tibet´s Pride N Glory „Glory“. Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 4 var valin Tíbráar Tinda Tourmaline „Lotta“. Eigandi Kristín Elfa Guðnarsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Tveir aðrir rakkar þeir Bruce (eigandi og ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir) og Frostrósar Greifi „Lúkas“ (eigandi Ingibjörg Blomsterberg, ræktendur Jo-Ann Önnudóttir / Brynjar Gunnarsson) og tíkin Demí (eigandi Margrét Kjartansdóttir, ræktandi Guðrún Helga Harðardóttir) fengu meistarefni (CK) en ekki sæti í úrslitum um besta rakka/tík tegundar. Hvolpar 4-6 mánaða: BOB með HP var valin Hnota. Eigandi Guðrún Guðmundsdóttir. Ræktandi Dagný Egilsdóttir. Hnota gerði sér svo lítið fyrir og var valin BIS hvolpur dagsins í flokki 4-6 mánaða hvolpa. BT 2 með HP var valin Ronja. Eigandi og ræktandi Dagný Egilsdóttir. Hvolpar 6-9 mánaða. BOB og BT 1 með HP var valin Falkiaro`s Just a Jewel For You „Rós“. Eigandi Ingibjörg Blomsterberg. Ræktandi Kristin Boe. BOB ræktunarhópur var valinn Tíbráar Tinda-ræktun. Hópurinn fékk heiðursverðlaun og endaði sem BIS 1 ræktunarhópur dagsins. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. Dómari fyrir BIS ræktunarhóp dagsins var Branislav Rajic frá Slóveníu. Dómari fyrir BIS hvolp dagsins 4-6 mánaða var Arne Foss frá Noregi. Farandbikara fyrir BOB og BOS gaf Tíbráar Tinda ræktun Auðar Valgeirsdóttur. Gjafabikara fyrir fulloðna gaf JRJ (Kolbrún Jónsdóttir) Gjafabikar og verðlaunapening fyrir 4-6 mánaða hvolpana gaf Dagný Egilsdóttir. Gjafabikar fyrir BOB hvolp 6-9 mánaða gaf Ingibjörg í minningu Lísu. Þökkum við þeim kærlega fyrir gjafmildina.
0 Comments
Leave a Reply. |
SýningarfréttirHér munum við setja inn úrslit sýninga HRFÍ hverju sinni. Sarpur
March 2014
Flokkar |